Morgunblaðið - 25.11.2020, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 278. tölublað 108. árgangur
FLAUG SÍÐASTA
FLUGIÐ TIL
AKUREYRAR
SJALDAN
MEIRI SALA
EN Í FARALDRI
FYRSTI AÐGERÐA-
SINNINN Í
NÁTTÚRUVERND
VIÐSKIPTAMOGGINN NÝ BÓK UM SIGRÍÐI 24TÍMAMÓT 4
„Samanburður við hin norrænu lönd-
in sýnir að við erum með mestu raun-
launahækkun á árinu þrátt fyrir að
vera einnig með mesta atvinnuleysið
og dræmustu hagvaxtarhorfurnar,“
segir Anna Hrefna Ingimundardóttir,
forstöðumaður efnahagssviðs Sam-
taka atvinnulífsins.
Mikil hækkun varð á launavísitölu í
október. Vísitalan hækkaði um 0,7%
milli september og október sam-
kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síð-
ustu 12 mánuði hefur launavísitalan
hækkað um 7,1% en það er mesta árs-
breyting frá því í apríl árið 2018. Þess-
ar tölur rýma illa við áhrif kórónuveir-
unnar sem hafa leitt til mikils
tekjufalls og atvinnuleysis.
Launahækkanir meginorsökin
Anna Hrefna segir að í löndum þar
sem þátttaka í stéttarfélögum sé mun
minni en hér megi sjá áhrif kórónu-
kreppunnar endurspeglast betur í
rauntíma í mismunandi atvinnugrein-
um. „Laun á markaði hér hafa ekki
aðlagast aðstæðum,“ segir hún.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri
Isavia, segir í viðtali í ViðskiptaMogg-
anum í dag að launahækkanir séu
meginorsök þess að Keflavíkurflug-
völlur sé ekki samkeppnishæfur.
„Launakostnaður er tveir þriðju hlut-
ar af okkar rekstrarkostnaði.“
Laun úr takti við aðstæður
Mikil hækkun launavísitölu í október Síðustu 12 mánuði nemur hækkun 7,1%
Á skjön við þróun annars staðar Keflavíkurflugvöllur ósamkeppnishæfur
MLaun ekki aðlagast ... »4 og 12
Miklar hækkanir
» Launavísitala hækkaði um
0,7% í síðasta mánuði samfara
miklu atvinnuleysi.
» Frá ágúst 2019 fram til
sama tíma 2020 hækkuðu laun
á almenna markaðnum um 6%
og um 8,2% á þeim opinbera.
Þótt desembermánuður hafi ekki enn gengið í
garð hefur miðborg Reykjavíkur verið prýdd
jólaljósum víðast hvar og er Austurvöllur þar
engin undantekning. Vinnumenn hafa í vikunni
séð um að skreyta Óslóartréð sem árlega er sett
þar upp, eftir að hafa verið höggvið í grennd við
borgina. Fram undan er fyrsti sunnudagur að-
ventu, en þá mun Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri tendra jólaljósin á trénu.
Morgunblaðið/Eggert
Óslóartréð skreytt
á Austurvelli
Alls þáðu 230 manns úthlutanir
með fjölbreyttum mat og öðrum
nauðsynjum frá Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur í gær. Von var á ámóta
mörgum eða fleirum í úthlutuninni
í dag en samtökin hafa þegar hafið
undirbúning fyrir úthlutanir des-
embermánaðar. Bjarni Gíslason,
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs
kirkjunnar, segir í samtali við
Morgunblaðið að aðsókn þar hafi
aukist síðustu mánuði miðað við
síðustu mánuði í fyrra. »2
Á þriðja hundrað
þáðu aðstoð í gær
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nokkur gangur hefur verið í viðræðum
milli Landsvirkjunar og Rio Tinto
varðandi endurskoðun þess raforku-
verðs sem síðarnefnda fyrirtækið
greiðir í tengslum við framleiðslu sína í
Straumsvík. Eru vonir bundnar við að
samkomulag um verulega lækkun
orkuverðsins náist fyrir áramót og
herma heimildir Morgunblaðsins að
raforkuverðið til verksmiðjunnar
kunni að lækka um 30% í kjölfar end-
urskoðunarinnar. Hafa forsvarsmenn
Rio Tinto verið skýrir um það að verk-
smiðjunni verði lokað ef raforkusamn-
ingurinn verður ekki endurskoðaður
hið fyrsta.
Allt frá því í vor hefur álverksmiðjan
í Straumsvík keyrt á lágmarksafköst-
um, þ.e. keypt það lágmark sem henni
ber af raforku frá Landsvirkjun, og
hefur framleiðslan því aðeins verið um
85% af því sem áætlanir gera almennt
ráð fyrir. Í samningaviðræðunum hef-
ur komið fram að Rio Tinto muni ekki
auka framleiðslu sína fyrr en sam-
komulag við Landsvirkjun er í höfn.
Gríðarlegt tap varð af rekstri álversins
í Straumsvík í fyrra og nam það 13
milljörðum króna. Kom það til viðbótar
við 5 milljarða tap árið 2018. Heimildir
Morgunblaðsins herma að tap af
rekstrinum hafi verið viðvarandi fram
eftir þessu ári en að viðsnúningur hafi
orðið í ágúst vegna hækkandi heims-
markaðsverðs á áli. Er það nú u.þ.b.
2.000 dalir á tonnið. Heimildarmenn
Morgunblaðsins segja að álverið þurfi
um 2.000 dali fyrir hvert framleitt tonn
til að reksturinn standi undir sér. Af-
urðir þess eru hins vegar mun verð-
mætari en meðalverð heimsmarkaðar-
ins og því sé reksturinn nú nokkuð yfir
núlli sem aftur dragi úr líkum á því að
verksmiðjunni verði lokað í nánustu
framtíð.
Þokast í átt að samkomulagi
Landsvirkjun og Rio Tinto ræða raforkuverð Veruleg verðlækkun í pípunum að sögn kunnugra
Morgunblaðið/Ómar
Orka Landsvirkjun hefur framleitt
fyrir Straumsvík í rúm 50 ár.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
ráðist verður í framkvæmdir við
endurbætur á snjóflóðagörðum fyrir
ofan Flateyri og vörnum við höfnina
og Flateyrarveg um Hvilftarströnd.
Verið er að vinna að mati á snjóflóð-
inu sem féll í janúar og fór yfir snjó-
flóðavarnargarðinn og fór einnig í
höfnina og eyðilagði bryggjur og
báta.
Verið er að huga að endurbótum á
snjóflóðavarnargörðunum og vörn-
um fyrir höfnina og Vegagerðin er
að meta kosti við að verja veginn
fyrir snjóflóðum. Fram kom á fund-
um stjórnvalda með íbúum að það
tekur eitt og hálft ár að undirbúa
framkvæmdir, eftir að ákvörðun um
bestu lausnir liggur fyrir.
Flateyringar þurfa því að búa við
óbreytt varnarkefi næstu tvo vetur,
að minnsta kosti. Á móti hefur vökt-
un snjóflóðahættu verið aukin og
rýmingaráætlun samþykkt. »10
Varnir ekki
tímasettar
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Á kafi Margir bátar skemmdust og
eyðilögðust í snjóflóðinu í janúar.
Aukin vöktun á
hættu á Flateyri