Morgunblaðið - 25.11.2020, Side 6

Morgunblaðið - 25.11.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Allir Íslendingar, fyrirtæki og aðrir lögaðilar, eiga að fá hver fyrir sig sitt eigið stafræna pósthólf sem verði í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Í stað bréfapósts eiga svo öll gögn, skilaboð, tilkynningar og annað sem stjórnvöld senda borgurunum, að berast í pósthólfið. Ber hver og einn ábyrgð á að fylgjast með sínu póst- hólfi eða forráðamenn barna og ann- arra sem ekki hafa tök á því. Þetta eru meginatriði í nýjum frumvarpsdrögum fjármála- og efna- hagsráðuneytisins um stafrænt póst- hólf í miðlægri þjónustugátt stjórn- valda, sem birt eru til umsagnar á samráðsgátt. Byggist það á þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að stafræn þjónusta skuli verða meginleið sam- skipta á milli ríkis og sveitarfélaga við almenning og fyrirtæki. Fram kemur að ef einstaklingur kýs að fá gögn send með öðrum hætti verði heimilt að innheimta gjald vegna þeirrar þjónustu. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir ákveðnum aðlögunartíma og áætlun sem liggi fyrir ekki síðar en í lok næsta árs. Miðað verði við að allir opinberir aðilar geti svo sent stafræn gögn til borgaranna ekki síðar en 1. janúar árið 2025. Allir einstaklingar, á hvaða aldri sem er, sem hafa fengið útgefna kennitölu og öll fyrirtæki og lögaðilar með kennitölu eiga að fá hver sitt pósthólf sem að jafnaði þeir einir hafa aðgang að. 439 milljóna póstburðargjöld „Með því að setja sérstök lög um stafrænt pósthólf er tryggt að rétt- aráhrif þess að gera gögn aðgengileg í pósthólfinu verði þau sömu og þegar gögn berast með bréfpósti eða öðrum hætti. Þegar gögn hafa verið gerð að- gengileg í pósthólfi viðtakanda teljast þau þar með birt viðtakanda sjálf- um,“ segir í kynningu ráðuneytisins. Forsjáraðilar barna skulu hafa að- gang að pósthólfi þeirra og ein- staklingi sem þarf aðstoð t.d. vegna fötlunar, öldrunar eða veikinda verð- ur heimilt að veita öðrum einstaklingi aðgang að pósthólfi sínu. Áætlað er að ef breytingarnar verði lögfestar muni þær leiða til verulegs sparnaðar fyrir hið op- inbera, m.a. við að póstsendingar leggist af en póstburðargjöld ríkisins eru um 439 milljónir kr. á ári í dag og auk þess muni þetta breytta fyr- irkomulag við birtingar hafa í för með sér 300-700 milljóna kr. hagræðingu fyrir ríkissjóð á ári. omfr@mbl.is Allir Íslendingar fái sitt stafræna pósthólf  Mögulegt verði að fá áfram sent í pósti gegn gjaldi Morgunblaðið/Eggert Aðgengilegt Einstaklingar munu geta nálgast öll gögn frá hinu opinbera í farsímum og tölvum hvar og hvenær sem er verði tillögurnar lögfestar. Skóla- og frístundaráð Reykjavík- urborgar samþykkti einróma í gær að setja á fót þróunarverkefni um inntöku ungbarna í tiltekna leikskóla borgarinnar, þar sem þeir leikskólar sem hafa laus leik- skólarými fá heimild til að innrita yngri börn, allt niður í 12 mánaða aldur. Ráðið samþykkti jafnframt að hefja undirbúning að opnun nýs leikskóla í Safamýri 5 fyrir 85 til 90 börn. Miðað er við að hann verði með fjórar til fimm deildir og fái heimild til að innrita börn strax frá 12 mánaða aldri en stefnt er að því að hann taki til starfa á haustmánuðum 2021. Í fyrsta áfanga taka þrír leik- skólar þátt í verkefninu; Dalskóli í Úlfarsárdal, Nes/Bakki í Staða- hverfi, og Blásalir í Seláshverfi og er gert ráð fyrir að þeir geti tekið við um 70 börnum frá 12 mánaða aldri. Samþykktirnar eru liður í að- gerðaáætluninni Brúum bilið, sem miðar að því að brúa bil sem verið hefur á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að fjölga nýjum leikskólaplássum um 700 til 750 fram til 2023. Verður það gert með opnun nýrra leikskóla, við- byggingum við eldri leikskóla, fjölgun leikskóladeilda í færanlegu húsnæði, stofnun sérútbúinna ung- barnadeilda og fjölgun leikskóla- rýma hjá sjálfstætt starfandi leik- skólum. Miðað er við að þeir leikskólar sem taka þátt í verkefninu starf- ræki að lágmarki eina ungbarna- deild. Segir í tilkynningu að skól- arnir skuli leggja sig fram um að þróa starf sitt með svo ungum börnum með hliðsjón af nýjustu rannsóknum um velferð, nám og getu barna frá 12 mánaða aldri. Borgin fjölgar leikskólaplássum  Leikskólar fá að innrita yngri börn Morgunblaðið/Eggert Leikskólar Borgin fjölgar nú pláss- um fyrir ung börn í leikskóla. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vestmannaeyjaferjan Herjólfur gengur ágætlega fyrir rafmagni. Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að umtalsverður sparnaður og hag- kvæmni sé af því að sigla fyrir raf- magni í stað dísilolíu. Rafmagnið kosti aðeins brot af verði olíu. Hann gefur ekki upp tölur í því sambandi, segir að reka þurfi skipið í lengri tíma til að sjá raunverulegan kostn- að enda sé hann breytilegur eftir árstíma og veðri. Með lagni eigi að vera hægt að sigla á milli hafna á rafmagni eingöngu og því sé tak- mörkuð notkun á olíu. Upphaflega var hugmyndin að útbúa nýja Herjólf sem tvíorkuskip (hybrid) þannig að það væri með rafhlöður en gæti skipt yfir á olíu. Á smíðatímanum var ákveðið að stíga skref rafvæðingar til fulls og marg- falda stærð rafgeymanna. Tíma tók að koma hleðsluturnum upp í báðum höfnum og eftir upp- færslu kerfisins nú í haust hefur rafhleðslan gengið vel, að sögn Hjartar Emilssonar, framkvæmda- stjóra Navis sem veitt hefur Vega- gerðinni ráðgjöf við þetta verk. Skipið er hlaðið í 30 mínútur í hvorri höfn og aðeins notuð 40-80% af hleðslunni til að hámarka ending- artíma geymanna. Skipið siglir nú sex ferðir á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Við góðar aðstæður siglir skipið eingöngu fyrir rafmagni. Raf- magnsnotkun er rúmar 100 þúsund kílówattstundir á viku og olíunotk- un er allt frá því að vera engin og upp í 2.500 lítra. Ef skipið væri ekki hlaðið með rafmagni úr landi myndi það nota 35 þúsund lítra á viku. Til samanburðar má geta þess að olíu- notkun eldri ferjunnar, Herjólfs III, er 50 þúsund lítrar. Nýja skipið er mun eyðslugrennra þótt það flytji meira. „Þetta hefur heppnast mjög vel, eftir að búið var að tengja hleðslu- stöðvarnar og uppfæra þær,“ segir Hjörtur um árangur rafvæðingar- innar. Líftími rafgeyma lengist Dæmið lítur öðruvísi út þegar sigla þarf til Þorlákshafnar vegna veðurs og ölduhæðar við Landeyja- höfn. Þá getur skipið aðeins gengið fyrir rafmagni fyrsta hálftímann frá Vestmannaeyjum og þarf síðan að nota olíu það sem eftir er til Þor- lákshafnar og alla leiðina til baka. Stofnkostnaður við hleðslustöðv- ar og stóra rafgeyma var verulegur. Hjörtur segir að hann vinnist upp á nokkrum árum. Líftími rafhlaðanna sé óvissuþáttur í því. Telur hann að með því fyrirkomulagi sem nú er, að nota aðeins 40-80% af hleðslunni, megi lengja líftíma þeirra töluvert frá því sem miðað var við í upphafi. Ávinningur af rafvæðingunni er ekki aðeins minni rekstrarkostnað- ur og að notuð er innlend orka. Minna kolefnisspor er af rekstrin- um, lægri viðhaldskostnaður og þægilegri sigling fyrir farþegana. Hjörtur segir að allar ferjur sem smíðaðar eru fyrir ríki Norður- landanna séu með rafgeyma um borð. Á styttri leiðum sé miðað við rafmagn eingöngu en á lengri leið- um tvíorku. „Við trúum því í mínu fyrirtæki að rafgeymar verði hluti af staðalbúnaði mjög margra skipa, af öllum gerðum. Óvissa ríkir um það hver verður aðalorkugjafinn en allsstaðar verða rafhlöður, þótt skipin sigli ekki eingöngu fyrir raf- orku,“ segir Hjörtur. Mikið hagræði að notkun rafmagns  Herjólfur siglir á milli lands og Eyja fyrir rafmagni að mestu leyti  Dregur mikið úr rekstrarkostnaði  Ferjan notar í mesta lagi 2.500 lítra af olíu á viku en eldri Herjólfur notar 55.000 lítra á viku Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferja Herjólfur siglir inn til hafnar í Vestmannaeyjum á björtum degi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.