Morgunblaðið - 25.11.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki við-
urkennt kosningasigur Joes Bidens þó hann hafi
samþykkt að undirbúningur á tilfærslu valda til
Bidens geti hafist þegar í stað. Tók forsetinn þá
ákvörðun árla dags í gær að íslenskum tíma.
Þrátt fyrir að hafa enn í hótunum varðandi úr-
slit kosninganna 3. desember sl., sagði Trump að
alríkisstofnun sem hefur umsjón með valdatil-
færslunni (GSA) bæri að gera það sem gera þyrfti.
Stofnunin sagði að Biden væri „augsýnilega sig-
urvegari“ forsetakjörsins.
Eftirgjöf Trumps átti sér stað eftir að Michigan
staðfesti formlega að Biden hefði unnið sigur þar,
sem var áfall fyrir málatilbúnað Trumps sem hald-
ið hefur því fram að kosningasigrinum hafi verið
„stolið“ frá sér.
Valdatilfærsluferlið færi nú af stað
Tilkynning GSA þýðir að hinn nýkjörni forseti
fær aðgang að upplýsingum leyniþjónustunnar
CIA, skrifstofuhúsnæði og aðgang að embættis-
mönnum. Hann sver forsetaeið og tekur formlega
við völdum í janúar sem 46. forseti Bandaríkjanna.
Samstarfsmenn Bidens lýstu ánægju með að nú
skyldi hægt að hefja valdatilfærsluna. „Ákvörð-
unin í dag er þarft skref til að takast á við þær ógn-
ir sem að þjóðinni steðja, þar á meðal að koma
böndum á kórónuveirufaraldurinn og efnahagslíf-
inu inn á réttar brautir,“ sagði í yfirlýsingu kosn-
ingastjórnar Bidens.
Forsetinn fráfarandi tísti á samfélagsvefjum á
sömu stundu og GSA upplýsti samverkamenn Bi-
dens um að valdatilfærsluferlið færi nú af stað.
Forstjórinn Emily Murphy sagðist myndu veita
honum aðgang að fjármagni upp á 6,3 milljónir
dollara til að standa undir kostnaði sínum næstu
átta vikurnar.
Í tístinu sagði Trump að „í þágu bestu hags-
muna ríkisins legg ég til við Emily og samstarfs-
menn hennar að gera það sem þarf varðandi
fyrstu starfsreglur og ég hef beðið mitt lið um það
sama,“ sagði Trump. Hann dró ekki í land og hélt í
framhaldi af tístinu áfram haldlitlum ásökunum
um spillingu og hét því að halda áfram „góðri bar-
áttu“. Ekkert kemur lengur í veg fyrir að Biden
taki við 20. janúar. Það breytist ekki þótt Trump
neiti að játa sig sigraðan.
Bárust hótanir á netinu og yfir síma
Trump setti Emily Murphy á sínum tíma yfir
GSA en hún sagði „nýlega þróun varðandi laga-
þrætur og staðfestingu kosningaúrslita“ hafa orð-
ið til þess að hún setti valdatilflutninginn af stað.
Hafnaði hún því að hafa sætt þrýstingi frá Hvíta
húsinu varðandi tímasetninguna.
„Mér bárust hins vegar hótanir á netinu, sím-
leiðis og í pósti sem beint var gegn öryggi mínu,
fjölskyldu minni, starfsliði mínu og gæludýrum.
Ætlunin var að knýja mig til að taka þessa ákvörð-
un of snemma,“ sagði Murphy í bréfi til Bidens.
Repúblikanar hafa flestir fylkt sér um Trump
og þá ákvörðun hans að játa ekki ósigur. Þó hefur
rjátlað af fylginu á vaxandi hraða. Öldungadeild-
armaðurinn Lamar Alexander frá Tennessee
sagði að forsetinn ætti að setja Bandaríkin í fyr-
irrúm og styðja við bakið á Biden. „Í lífinu man
fólk eftir því síðasta sem þú gerðir,“ sagði hann.
AFP
Óskin uppfyllt Stuðningsmenn Bidens kröfðust
viðurkenningar kosningaúrslitanna í Michigan.
Trump opnar leið fyrir Biden
Tilkynning GSA þýðir að Biden fær aðgang að upplýsingum leyniþjónustunnar,
skrifstofuhúsnæði og aðgang að embættismönnum „Augsýnilega sigurvegari“
Lögregla í París gekk fram af tals-
verðri hörku er hún upprætti í fyrri-
nótt tjaldborg sem heimilislausir
innflytjendur höfðu reist. Sló í brýnu
milli lögreglunnar og innflytjenda og
stuðningsfólks þeirra.
Innanríkisráðherranum Gerald
Darmanin blöskraði myndsenur frá
Lýðveldistorginu í París það mikið
að hann krafði lögregluna um tæm-
andi skýrslu um aðgerðirnar. Beitti
lögreglan meðal annars táragasi og
elti fólkið uppi og lamdi með kylfum.
Tugir tjalda voru fjarlægðir og var
eigendum nokkurra þeirra velt út.
Sögðust þeir vera heimilislausir og
ekki eiga í hús að venda og neyðast
til að búa á götunni.
Nokkur hundruð sjálfboðaliða
komu flóttamönnum til aðstoðar,
mynduðu keðju á torginu og hrópuðu
slagorð þar sem krafist var landvist-
arleyfis og húsnæðis handa flótta-
fólkinu öllu. Fyrir rúmri viku voru
aðrar og mun stærri búðir ólöglegra
innflytjenda við þjóðarleikvanginn
Stade de France í norðurhluta borg-
arinnar rýmdar.
„Þeir beittu of miklu ofbeldi,“
sagði Shahbuddin, 34 ára Afgani, við
AFP-fréttastofuna. „Við biðjum
bara um þak yfir höfuðið.“
Búðirnar voru reistar í mótmæla-
skyni við fyrri aðgerðir lögreglu sem
fjarlægt hefur búðir hundraða inn-
flytjenda að undanförnu, aðallega
afganskra.
Alls voru um 500 blátjöld á torginu
þegar mest var en þau fylltust fljótt.
Kom til átaka er lögreglan hófst
handa við að rýma torgið. Yfirmaður
húsnæðisdeildar Parísar, Ian Bross-
art, fordæmdi framgöngu lögregl-
unnar í máli sem hann sagði snúast
um félagsmál en ekki glæpi. Emm-
anuel Macron hefur tekið upp harð-
ari stefnu gagnvart ólöglegum inn-
flytjendum sem margir hverjir vilja
komast til Bretlands. agas@mbl.is
Reiði vegna hörku
lögreglu í París
Hefur krafið lögreglu um skýrslu
AFP
Torg Tjöld höfðu verið reist en lög-
regla leyfði þeim ekki að standa.
Tekjur áætlunarflugfélaga munu
dragast saman um 60% frá í fyrra,
allt af völdum kórónuveirunnar, að
sögn heimssamtaka áætlunarflug-
félaga (IATA).
IATA segir að mikil ógn steðji að
flugsamgöngum í heild vegna
tekjufallsins. „Árið sem senn er á
enda verður líklega það versta í
sögu flugsins.“
Samtökin bæta því við, að þótt
kostnaður hafi verið skorinn niður
sem svarar milljarði dollara á dag,
þotur kyrrsettar og starfsfólki
fækkað hrúgist upp tap sem eigi
sér enga hliðstæðu.
Í samanburði við árið 2019 er
áætlað að tekjur flugfélaga 2020
verði um 328 milljarðar dollara í
heild. agas@mbl.is
FLUGSAMGÖNGUR
AFP
Áhrif Flugfélög hafa orðið að leggja
þotum í stórum stíl í faraldrinum.
Tekjur flugsins
minnka um 60%
Sextán sam-
bandslönd
Þýskalands hafa
orðið sammála
leiðbeiningum
um samfélags-
samgang. Þær
verða kynntar á
fundi fulltrúa
landanna með
Angelu Merkel í
dag, en reglurnar munu takmarka
jólahald.
Þannig mega í mesta lagi 10
manns koma saman í einu á tíma-
bilinu frá og með Þorláksmessu og
fram á nýársdag. Börn teljast ekki
með í þeirri tölu en fjöldinn er tvö-
falt meiri en annars gildir um sam-
gang fólks í desember.
Í drögum að nýju reglunum segir
að efna þurfi til viðræðna við trú-
félög um hvernig hindra megi
snertingu gesta við messur og
bænahald.
ÞÝSKALAND
Takmarka samgang
Angela Merkel Virkni rússneska bóluefnisins Spútn-
ik V gegn kórónuveirunni er 95%, að
sögn vísindamanna sem þróað hafa
bóluefnið, sem gefið er í tveimur
skömmtum. Rússneskir borgarar
þurfa ekki að borga fyrir bólusetn-
ingu en hún mun kosta um 10 dollara
annars staðar.
Geyma má Spútnik við tveggja til
átta stiga hita á celcíus, ólíkt sumum
öðrum bóluefnum sem geyma verður
í frosti.
Útreikningar á skilvirkni rúss-
neska bóluefnisins voru fyrst gerðir
28 dögum eftir töku og mældist hún
91,4%. Seinni mælingin fór fram 42
dögum eftir seinni sprautuskammt-
inn. „Sýndi bóluefnið þá yfir 95%
virkni,“ sagði í tilkynningu rússneska
heilbrigðisráðuneytisins og lyfja-
tilraunastofnunarinnar Gamaleya.
Lyfjarisarnir Pfizer og BioNTech
segja virkni síns bóluefnis 95% og
bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna
sagði virkni síns bóluefnis 94,5%.
Miklar vonir eru bundnar við þessi
bóluefni og önnur en leiðtogar víða
um veröld biðja fólk að sýna þolin-
mæði enn um sinn þótt langþreytt sé
á Covid-19-veirunni, en hún hefur
farið hamförum að undanförnu. Ástr-
alska flugfélagið Qantas flýgur ekki
með aðra farþega á næstunni en þá
sem sýnt geta fram á að þeir hafi ver-
ið bólusettir fyrir kórónuveirunni.
Forstjóri félagsins, Alan Joyce, sagði
þessa reglu koma til framkvæmda
um leið og bóluefni verður tiltækt.
Hann spáði því að þetta yrði regla
fremur en undantekning í flug-
samgöngum. Á vegum stjórnvalda
víða um heim og flugfélaga er nú
unnið að undirbúningi útgáfu sér-
staks skírteinis um að handhafi þess
sé bólusettur.
Frakkar byrja að aflétta aðgerðum
gegn kórónuveirunni frá og með
komandi laugardegi og í sjónvarps-
ávarpi í gærkvöldi kvaðst Emmanuel
Macron forseti vonast til að hægt
yrði að ganga enn lengra frá og með
15. desember og aflétta nær öllum
takmörkunum á allri athafnasemi og
útivist. agas@mbl.is
Virkni bóluefnisins Spútnik 95%
Frakkar komnir yfir topp veiru-
bylgjunnar, segir Frakklandsforseti
AFP
Efni Miklar vonir eru bundnar við
bóluefnin gegn kórónuveirunni.
G e f ð u s i l k i m j ú k a j ó l a g j ö f
w w w . l i f s t y k k j a b u d i n . i s