Morgunblaðið - 25.11.2020, Side 13

Morgunblaðið - 25.11.2020, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020 Útreiðar Hestamenn og annað útivistarfólk hefur getað nýtt stillt og gott veður að undanförnu, líkt og þessi hestakona gerði í Víðidal í vikunni. Þótt kalt sé í veðri er útiveran hressandi fyrir alla. Árni Sæberg Uppi í áhorfenda- stúku á spennandi fót- boltaleik öðlast sumir ótrúlega hæfileika og yfirsýn. Þeir greina leikinn betur en aðrir, eru betri þjálfarar en þeir sem stjórna af hliðarlínunni og miklu betri leikmenn en þeir sem eru inni á vell- inum. Dómaratríóið stenst engan samanburð við þá hæfileika sem finnast í stúkunni. Efnahagslegar þrengingar sem við glímum við eru ekki leikur heldur dauðans alvara, lítt minni en veiran sjálf sem ógnar lífi og heilsu. En eins og í áhorfendastúk- unni á fótboltaleiknum eru til sér- fræðingar sem vita betur en aðrir. Þeir hafa allt á hornum sér og finna flestu allt til foráttu. Líkt og á vellinum eru slíkir utanvallarsér- fræðingar nauðsynlegir, halda öðr- um við efnið, hitta stundum nagl- ann á höfuðið og veita þegar vel tekst til nauðsynlegt aðhald og eru krydd sem lífgar upp á leikinn. Aðgerðir stjórnvalda til að draga úr áhrifum efnahagsáfallsins á fyrirtæki og heimili vegna kórónu- veirufaraldursins eru ekki yfir gagnrýni hafnar. Sumt af því sem gert hefur verið hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var til, annað er langt umfram væntingar. Skattar lækkaðir Ríkissjóður hefur haft bolmagn, vegna skynsamlegrar fjármála- stjórnar allt frá 2013, til að veita heimilum og fyrirtækjum við- spyrnu á erfiðum tímum. Allt að 600 milljarða halli á ríkissjóði á tveimur árum er hins vegar því að- eins réttlætanlegur að við stöndum sterkari að vígi en ella og náum þannig að treysta undirstöður sam- félags sem börnin okkar taka við. Að við skiljum ekki aðeins reikn- inginn fyrir hallanum eftir fyrir þau að glíma við. Samþætting peningamála og ríkisfjármála hefur líklega aldrei verið betri hér á landi en undan- farin misseri. Og þess hafa allir notið – launafólk sem fyrirtæki. Lægri vext- ir styrkja samkeppn- isstöðu atvinnulífsins og eru mikilvæg kjarabót fyrir launa- fólk. Ríkissjóður hefur ekki aðeins nýtt sér sjálfvirkan sveiflujafn- ara – ekki skorið niður og ekki gripið til skattahækkana – heldur í raun aukið út- gjöld og lækkað skatta. Þannig hefur verið unnið gegn samdrættinum. Tekjuskattur einstaklinga var lækkaður í ársbyrjun og aftur um komandi áramót. Hið sama á við um tryggingagjaldið. Erfða- fjárskattur verður lækkaður, frí- tekjumark fjármagnstekna á að hækka (kemur sér fyrst og fremst vel fyrir þá sem hafa takmarkaðar fjármagnstekjur), skattaívilnanir hafa verið auknar til að efla ný- sköpun og ýta á undir fjárfestingar einstaklinga í fyrirtækjum. Stærstu aðgerðirnar snúa að launafólki Ein mikilvægasta aðgerð stjórn- valda er svokölluð hlutabótaleið, til að tryggja að ráðningarsamband milli launagreiðenda og launa- manns geti haldist. Í apríl síðast- liðnum væru nær 33 þúsund ein- staklingar á hlutabótum en yfir 16.400 á hreinum atvinnuleys- isbótum. Í september síðastliðnum fengu tæplega 3.600 einstaklingar hlutabætur. Áætlað er að alls verði 34 millj- örðum króna varið í hlutabætur og 56 milljörðum í atvinnuleys- isbætur. Þetta þýðir að lang- stærsta aðgerð stjórnvalda er gagnvart launafólki í gegnum at- vinnuleysistryggingar og hluta- bætur eða alls um 90 milljarðar. Réttur til tekjutengdra atvinnu- leysisbóta var lengdur úr þremur mánuðum í sex. „Nám er tækifæri“ í starfs- og tækninámi í framhalds- skólum eða háskólum stendur at- vinnuleitendum til boða á vorönn 2021, haustönn 2021 eða vorönn 2022. Þá hefur verið ákveðið að greiða sérstakt viðbótarálag á grunn- bætur atvinnuleysistrygginga á næsta ári. Grunnbætur hækka um 6,2%. Áætlað er að framlag rík- issjóðs vegna þessa verði um tveir milljarðar. Um leið verða greiðslur vegna framfærslu barna atvinnu- leitenda framlengdar út næsta ár með 6% viðbótarálagi ofan á grunnbætur vegna hvers barns. Kostnaður er áætlaður 800 millj- ónir. Þeir sem eru í staðfestri at- vinnuleit fá greiddar rúmar 86 þús- und krónur í desemberuppbót, alls um 1,4 milljarða. Horft hefur verið sérstaklega til barnafólks. Í maí var greiddur sér- stakur barnabótaauki með hverju barni. Og nú verða skerðingarmörk barnabóta hækkuð til að tryggja að þau fylgi þróun lægstu launa á vinnumarkaði. Áætlað umfang er um 830 milljónir króna. Í desember verður 50 þúsund króna eingreiðsla til þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem eiga rétt á lífeyri á árinu. Þessi eingreiðsla bætist við desember- uppbót. Alls einn milljarður króna. Stefnt er að því að gera breytingar á örorkulífeyriskerfinu í upphafi næsta árs og draga úr innbyrðis skerðingum. Þessi breyting skilar þeim tekjulægstu tæplega átta þúsund króna viðbótarhækkun á mánuði umfram 3,6% hækkun sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Heildarhækkun til tekju- lægstu örorkulífeyrisþeganna verður tæpar 20 þúsund krónur um áramót. Heildarútgjöld aukast vegna þessa um 1,2 milljarða á næsta ári. Lægri vextir skila kjarabótum Þá er ónefnd ein mesta kjarabót launafólks. Lækkun vaxta hefur gert þúsundum heimila kleift að endurfjármagna íbúðarlánin og lækka þar með greiðslubyrði um tugi þúsunda á mánuði. Og það sem meira er: Fleiri hafa haft tök á því að ráðast í kaup á eigin íbúð en annars vegna hagstæðra vaxta- kjara. Fjármálafyrirtækin hafa leikið stórt hlutverk í að mynda skjól fyr- ir þá sem á þurfa að halda. Rúm- lega 4.100 voru í greiðsluskjóli í maí síðastliðnum og námu skuld- irnar samtals um 111 milljörðum króna. Um miðjan nóvember voru 909 einstaklingar í greiðsluhléi. Svipað er að segja um fyrirtæki, en nú eru um 460 fyrirtæki í greiðsluhléi. Heildarskuldir eru um 43 milljarðar. Í sumar sam- þykkti Alþingi lög um greiðslu- skjól. Úrræðið, sem er tímabundið, veitir fyrirtækjum heimild til þess að fá greiðsluskjól í allt að eitt ár sem á að nýta til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Launafólk hefur notið fullrar endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna við íbúðar- húsnæði, frístundahús og bíla- viðgerðir. Hið sama á við um al- mannaheillafélög og sveitarfélög. Alls nemur endurgreiðslan nær þremur milljörðum. Full endur- greiðsla verður a.m.k. út næsta ár. Allir vinna skilar þannig árangri. Um 176 þúsund einstaklingar hafa sótt ferðagjöfina og þar af hafa 126 þúsund nýtt gjöfina fyrir nær 880 milljónir króna. Kærkom- in búbót fyrir allt launafólk og víta- mínsprauta fyrir ferðaþjónustuna. Vörn fyrir atvinnulífið Með sama hætti og stutt hefur verið við heimilin hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða til að verja atvinnulífið, – tryggja verð- mætasköpunina í nútíð en ekki síð- ur framtíð. Launagreiðslur hafa margir nýtt sér heimild til að festa á allt að þremur gjalddögum staðgreiðslu og tryggingagjalds fram á næsta ár eða fyrir alls 19,4 milljarða. Um einn milljarður hefur verið greiddur í lokunarstyrki til 998 fyrirtækja sem gert var að loka samkvæmt ákvörðun heilbrigðis- yfirvalda. Nýlega samþykkti þingið framhald lokunarstyrkja og er um- fang þeirra meira en áður. Stuðningslán að fjárhæð um 7,1 milljarður hafa verið veitt 850 fyrirtækjum. Lánin eru með fullri ríkisábyrgð að 10 milljónum króna og 85% ábyrgð fyrir allt að 30 milljónum til viðbótar. Á fyrstu dögum þessa mánaðar samþykkti Alþingi frumvarp fjár- málaráðherra um svokallaða tekju- fallsstyrki fyrir einstaklinga og lögaðila í atvinnurekstri sem urðu fyrir verulegum tekjumissi 1. apríl til 31. október. Samkvæmt mati fjármálaráðuneytisins má ætla að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna tekjufallsstyrkja geti orðið að há- marki 23,3 milljarðar. Í lok síðustu viku kynnti fjár- málaráðherra viðspyrnustyrki sem leysa tekjufallsstyrkina af hólmi. Með þeim er verið að styðja fyrir- tæki til að viðhalda lágmarks- starfsemi þangað til við komumst út úr kófinu. Eðli máls samkvæmt er töluverð óvissa um kostnaðinn en ráðuneyti fjármála telur að hann geti ekki orðið hærri en 20 milljarðar. Verkefninu ekki lokið Hér er ekki sett fram heildstætt yfirlit yfir allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, s.s. 900 millj- óna króna stuðning við tómstunda- iðkun barna tekjulágra foreldra, átak í geðheilbrigðismálum, viðbót- arframlög til heilbrigðiskerfisins eða umfangmiklar fjárfestingar í innviðum, s.s. samgöngum, stofnun sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu eða stóraukinn stuðning við rannsóknir og þróun fyrirtækja. En verkefninu er ekki lokið – langt í frá. Um það verður varla deilt að ríkissjóði hefur verið beitt af miklu afli samhliða markvissum aðgerð- um í peningamálum. Auðvitað má ýmislegt gagnrýna og það skal ját- að að stundum en ekki oft langar mig að setjast upp í stúku við hlið- ina á þeim sem allt veit betur. En það væri svipað og að varn- arleikmaður tæki til fótanna út af vellinum og upp í áhorfendastúk- una í miðjum leik þegar sigur er í augsýn. Eftir Óla Björn Kárason » Líkt og á vellinum eru utanvallarsér- fræðingar nauðsynlegir, hitta stundum naglann á höfuðið og veita þegar vel tekst til nauðsynlegt aðhald. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Vörn fyrir launafólk og fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.