Morgunblaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020 ✝ Sverrir IngiAxelsson fædd- ist í Reykjavík 25. október 1927. Hann lést 8. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Kristín Ketils- dóttir húsmóðir, f. 14. október 1895 í Hvítárholti, Hruna- mannahreppi, d. 17. nóvember 1955 í Reykjavík. og Axel Valdimar Sigurðsson. f. 28. október 1897 á Smiðjustíg 4 í Reykjavík, d. 18. febrúar 1970 í Reykjavík. Systkini Sverris: Stefanía Ax- elsdóttir Nielsen, f. 17. nóvember 1917, d. 31. mars 1991; Sigríður Axelsdóttir Nash, f. 15. maí 1919, d. 10. júlí 2015; Olgeir Kristinn Axelsson, f. 6. apríl 1921, d. 9. júní 2008; Sigurður Axelsson, f. 29. júlí 1932, d. 29. okt. 2019. Sverrir kvæntist 22. október 1949 Ásu Oddrúnu Þorsteins- dóttur húsmóður. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 31. mars 1952, sérkennari og námsráðgjafi, gift Gunnari Bjarnasyni (d. 2014), byggingameistara. Þau eiga son- inn Sverri. 2) Ragnheiður, f. 19. við Vélstjóraskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan sem vélstjóri vorið 1949 og úr rafmagnsdeild vorið 1950. Hann var vélstjóri á togurum frá Reykjavík 1949-51. Hjá Eim- skipafélagi Reykjavíkur og Skipaútgerð ríkisins 1951-54. Ráðinn vélstjóri hjá Reykjavík- urborg 1954, vann við Reykja- víkurhöfn til 1962, og síðan vél- stjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur til starfsloka 1997. Sverrir tók þátt í störfum Vél- stjórafélags Íslands og Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs vélstjóra og sat í full- trúaráði Sjálfstæðisflokksins um árabil. Sverrir kom mikið að verk- legum framkvæmdum í Vatna- skógi og sat í stjórn sumarbúð- anna um tíma. Hann var sæmdur gullmerki Skógar- manna KFUM árið 2000. Sverrir var formaður byggingar- nefndar KFUM og KFUK þegar félagið byggði nýjar aðalstöðvar við Holtaveg. Hann var gerður að heiðursfélaga þess félags ár- ið 2008. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 25. nóvember 2020, klukkan 13. Athöfninni er streymt á: beint.is/streymi/sverriraxelsson Virkan hlekk á streymið má einnig nálgast á: https:/www.mbl.is/andlat janúar 1954, djákni og verkefnastjóri, gift Hjalta Huga- syni prófessor. Þau eiga börnin Hug- rúnu og Markús. 3) Þorsteinn, f. 11. desember 1955, vél- fræðingur, kvæntur Magneu Einars- dóttur skólastjóra. Þau eiga dæturnar Auði Ingu, Hildi Ingu og Ásu Ingu. 4) Ólafur, f. 27. mars 1965, vélaverkfræð- ingur, kvæntur Ellen Símonar- dóttur bókara. Hann á börnin Grímu Katrínu, Dag Adam og Mirru Kristínu. Móðir þeirra er Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir. Sverrir ólst upp í Austurbæn- um í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. Að lokinni skólagöngu hóf hann sendlastörf og stundaði nám í Kvöldskóla KFUM og var meðlimur þess fé- lags alla tíð. Fimmtán ára hóf hann nám í járnsmíði í smiðju Jóns Sigurðs- sonar og lauk Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1947 og sveins- prófi í eldsmíði 1948. Haustið 1947 hóf hann nám Látinn er einn af mínum nán- ustu frændum, Sverrir Axelsson. Hann og faðir minn, sem voru bæði bræðrasynir og systrasynir, ólust upp saman á tímabili og voru alla tíð afar nánir vinir. Frá því ég man eftir mér var Sverrir stóri frændinn sem var alltaf að. Þeir frændur, pabbi og Sverrir, byggðu saman þriggja íbúða rað- hús við þriðja mann og þar var ekki kastað til höndunum enda voru þeir báðir sérlega vandvirkir og kröfuharðir. Allt var útpælt, hvernig sement skyldi nota, hvað- an glerið skyldi koma, hvernig ofnar skyldu vera og svona mætti áfram telja. Orðatiltækið „til þess skal vanda sem lengi skal standa“ á einstaklega vel við þegar ég hugsa um þá tvo. Hvaða orð koma mér í hug þegar ég hugsa um Sverri? Jú, athafnasemi, dugnað- ur, vinnusemi, vandvirkni, ósér- hlífni, trúmennska og útsjónar- semi. En einnig einlæg trú, kærleikur, hógværð, hlýja, glettni og lífsgleði. Ekki er hægt að minnast á Sverri öðru vísi en að nefna Vatnaskóg. Frá því ég man eftir mér talaði hann mikið um Vatnaskóg og alltaf eitthvað sem hann var að byggja upp eða laga þar. Það var í raun ekki fyrr en ég fór sjálfur að starfa þar sem ég gerði mér grein fyrir hversu mik- ið framlag hans var sem sjálf- boðaliði um áratugaskeið. Hann var fastagestur í karlaflokki sem er vinnuhelgi að hausti. Þangað mætti hann og lagði sitt af mörk- um fram yfir nírætt. Einhverju sinni hentum við gaman að því þegar hann tók þátt í að rífa niður gamalt handrið utan við Gamla skála í Vatnaskógi. Haft var á orði að það væri lágmark að Sverrir tæki þetta niður fyrst hann kom nú að því að setja það upp … 70 árum áður. Tímans tönn hafði tekið sinn toll en vönd- uð var smíðin frá upphafi. Þótt líkaminn hafi verið farinn að lýj- ast auðnaðist honum að halda kollinum í góðu lagi allt til enda. Hann fylgdist vel með öllu, hafði skoðanir og gaf ráð. Ég minnist hans með mikilli virðingu og kær- leika og bið Guð að blessa minn- ingu þessa vandaða manns. Fjöl- skyldunni allri sendum við hjónin, systkini mín og móðir samúðar- kveðjur. Sigurður Grétar Sigurðsson. Snemma ársins hafði ég hug- leiðingu á fundi í AD KFUM. Í kaffinu eftir fundinn heilsaði ég Sverri. Hann hélt lengi í hönd mína og talaði um hve gott honum hefði þótt að hlusta á rödd mína, málróminn sem hann þekkti svo vel en hafði ekki oft fengið að heyra í seinni tíð. Ósjálfrátt varð mér hugsað til aðalfunda Skógarmanna KFUM fyrir tæpri hálfri öld þegar við, unglingarnir, kusum alla aðra en Sverri í stjórn sumarbúðanna. Við kunnum ekki að meta hann, fannst hann hryssingslegur en höfðum ekki kynnst umhyggj- unni undir hrjúfu yfirborðinu. Heiðursmaðurinn Sverrir var nefnilega laus við hræsni og til- gerð. Hann tjáði sig umbúðalaust. Þegar ég kornungur vígðist prestsvígslu fékk ég vissulega mörg kort og skeyti en eitt skar sig alveg úr, handskrifað á eyðu- blað fyrir fermingarskeyti sumar- búðanna í Vatnaskógi: „Úr húsi okkar eru þér sendar árnaðaróskir á merkum alvöru- og hátíðisdegi. Ungi maður, nú tekur lífsbar- áttan við. Lífið er hart og á stund- um miskunnarlaust. Ekki biðjum við þér værðardaga. Við biðjum Guð að gefa þér frið og gleði. Hann blessi þér hvern dag og hvert ár. Hann gefi þér styrk og skói fætur þína með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Kær kveðja Ása og Sverrir Axelsson“ Á síðustu árum hefur mér þótt sérstaklega vænt um þessa kveðju og þegar hún barst var ég löngu farinn að meta Sverri að verðleikum. Að öðrum ólöstuðum var hann mikilvægasti sjálfboða- liðinn í öllum verklegum fram- kvæmdum í Vatnaskógi. Fram- sýni hans í vatnsveitu- og frárennslismálum hefur skipt sköpum í stóraukinni starfsemi á staðnum, svo það eitt sé nefnt sem við tökum varla eftir meðan það er í lagi en fyndum fyrir ef það brygðist. Sverrir var einnig í byggingar- nefnd þegar aðalstöðvar KFUM og KFUK voru fluttar að Holta- vegi, gamla húsið endurbætt og byggt við það. Þessar nýju aðal- stöðvar voru formlega teknar í notkun 1994 en störfum Sverris í byggingarnefnd lauk eiginlega aldrei. Lengst af kom hann nán- ast daglega í húsið til að dytta að og lagfæra það sem þurfti. Söngurinn „Kristnir drengir, áfram allir…“ er eins og ortur um Sverri Axelsson. Þar eru þessar hendingar í einu erindanna: Hönd skal ætíð vönd að verki, vinna það sem nytsamt er…. Þannig voru handarverk Sverris. Í þeim fólst lifandi trú sem kemur fram í verki og verður þannig öðrum til blessunar. Verk hans voru sprottin af fölskvalaus- um kærleika og bjartri von um að fagnaðarerindi kristinnar trúar næði til sem flestra. Í síðasta erindi söngsins segir sr. Friðrik Friðriksson: Hver í sinni stétt og stöðu standi vel uns endar raun; hver einn trúr með hjarta glöðu himins öðlast náðarlaun. Guði hjá himnum á heima munum eiga þá. Guð blessi ástvini Sverris Ax- elssonar, ávöxt verka hans og minningu hans í hjörtum okkar allra. Ólafur Jóhannsson. Í dag er til moldar borinn góð- ur vinur og félagi, Sverrir Axels- son vélfræðingur. Hann var vélfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur og því fé- lagsmaður í Starfsmannfélagi Reykjavíkurborgar (St.Rv). Hann var árum saman aðalfulltrúi í Fulltrúaráði félagsins fyrir vinnufélaga sína hjá Hitaveitunni, hann kom inn í stjórn St.Rv. 1971 og tveim árum síðar var hann kjörinn varaformaður og gegndi því embætti í mörg ár auk fjölda annarra starfa í nefndum og ráð- um á vegum St.Rv. og BSRB. Samningsréttur opinberra starfsmanna og lífeyrismál, auk hefðbundinna launakrafna og krafna um almenn félagsleg rétt- indi borgarstarfsmanna, voru Sverris heitustu áhugamál alla tíð. Leiðir okkar lágu saman árið 1977, í aðdraganda fyrsta verk- falls opinberra starfsmanna og þar með borgarstarfsmanna, þar var Sverrir í samninganefnd St.Rv., stilltur og yfirvegaður, traustvekjandi og fastur fyrir ef á reyndi. Í minningunni hefur hann síðan alltaf verið þarna einhvers staðar. Á fulltrúaráðsfundum, að- alfundum, á þingum BSRB og ekki skal gleyma aðalfundum líf- eyrissjóðsins, sem hann lét aldrei fram hjá sér fara. Hann gaf kost á sér til starfa í deild eftirlaunafólks félagsins þegar hún var stofnuð og veitti henni forstöðu um árabil. Hann kom í heimsókn til okkar á skrifstofuna, gjarnan með köku undir hendinni, hann hringdi og spurði tíðinda, ekkert fór framhjá honum sem fréttnæmt gat talist og varðaði félagið og/eða BSRB á einhvern hátt. Þegar ákveðið var að láta rita sögu St.Rv. í tilefni 70 ára afmælis félagsins og skipa þurfti ritnefnd kom nafn Sverris auðvitað fyrst upp og þannig má lengi áfram telja. Sverrir fór auð- vitað á eftirlaun, en hann var samt alltaf einhvers staðar nærri, alltaf til taks, boðinn og búinn, alltaf hlýr og notalegur. En nú er hann allur og komið að kveðjustund. Farðu vel, félagi og vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sjöfn Ingólfsdóttir og Garðar Hilmarsson, fyrrv. formenn St. Rv. (nú Sameyki stéttarfélag). Góður vinur er fallinn frá og og minningar frá langri vináttu og okkar starfsferli saman sækja að. Samband okkar hefur ætíð verið náið enda góður vinur og vinnu- félagi. Það er því óraunverulegt að vera að kveðja hann nú eftir svo náið samband til margra ára. Allar minningarnar standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Sverrir var vélfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur frá árinu 1964 og stöðvarstjóri frá 1983 þar til hann lét af störfum á 70. ald- ursári. Ég kynntist Sverri þegar ég hóf störf hjá Hitaveitunni árið 1965 og hófst þar mikil vinátta og unnum við saman þar til hann lét af störfum. Hann var alla tíð mjög samviskusamur og vildi hafa hlut- ina gott betur en í lagi. Eftir að Sverrir lét af störfum fórum við reglulega saman í heim- sókn á Nesjavelli og Hellisheið- arvirkjun þar sem hann fylgdist grannt með starfseminni og upp- byggingu orkuversins. Honum þótti vænt um að hitta gamla vinnufélaga sína og hélt sambandi við þá alla tíð. Sverrir var virkur í félagsmál- um og var liðtækur innan Vél- stjórafélagsins og Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar. Þá var hann mjög virkur innan KFUM- og KFUK-hreyfingarinnar og hélt mikið upp á starfið í Vatna- skógi þar sem hann sinnti hinum ýmsu verklegum þáttum í sjálf- boðavinnu. Sverrir og eiginkona hans, Ása Oddrún, ferðuðust mik- ið saman innan- og utanlands og voru mikið útivistarfólk, það var honum því mikið áfall þegar hún féll frá eftir erfið veikindi. Við hjónin kveðjum þig, kæri vinur, með miklum hlýhug og þakklæti fyrir okkar kynni og vin- áttu. Sigurður G. Guðmundsson og Helga Ragnarsdóttir. Kveðja frá KFUM og KFUK Það er með virðingu og þakk- læti sem við í KFUM og KFUK kveðjum heiðursfélagann Sverri Axelsson. Sverrir kynntist ungur starfi KFUM á Amtmannsstíg og var virkur í barna- og unglingastarfi félagsins. Þegar hann hafði aldur til færði hann sig yfir í aðaldeild KFUM, kvöldskóla KFUM og Vatnaskóg. Í starfi KFUM og KFUK lágu leiðir Sverris og Ásu Þorsteinsdóttur, eiginkonu hans, saman. Þau voru alla tíð virk í starfi KFUM og KFUK og sýndu með störfum sínum fyrir félagið ævarandi trúfesti og dugnað. Sverrir var verkmaður svo af bar. Framlag hans til KFUM og KFUK mældist ekki í fjölda nefnda- eða stjórnarfunda, heldur í verklegum framkvæmdum, upp- byggingu og viðhaldi af öllum toga. Framlag Sverris til Vatnaskóg- ar er ómetanlegt. Þar var hann verkstjórinn í flestum fram- kvæmdum í fjölda mörg ár. Á ár- um áður, þegar Vatnaskógur var lokaður yfir vetrarmánuðina, leiddi Sverrir vinnuflokka sjálf- boðaliða til að opna staðinn fyrir páska, svo hægt væri að hefja sumarstarfið með vorskólamóti KSS. Yfir sumarmánuðina voru svo vinnuflokkar allar helgar, sem Sverrir undirbjó á virkum dögum svo að sem mest yrði úr verki. Sverrir og Ása ólu vissulega upp sín eigin börn sem öll hafa lagt sitt af mörkum til KFUM og KFUK. En uppeldisáhrifa Sverr- is gætir víðar. Hann ól upp marga unga menn til góðra verka og kenndi þeim að vinna, einkum í vinnuflokkunum í Vatnaskógi. Á efri árum kom sterkt fram að inn- an KFUM og KFUK átti Sverrir mikið í mörgum og margir áttu mikið í Sverri. Á níunda áratugnum, þegar ákveðið var að byggja höfuðstöðv- ar KFUM og KFUK við Holta- veg, var leitað til Sverris að leiða byggingarnefndina. Sinnti hann þeirri forystu af miklum krafti, fórnfýsi og útsjónarsemi. Höfuð- stöðvar félagsins voru vígðar 1994, en hlutskipti Sverris var ekki lokið þó svo að húsið væri ris- ið. Hann hélt áfram að dytta að og sinna viðhaldi að eigin frumkvæði í sjálfboðavinnu meðan heilsa og kraftar leyfðu. Verkstjórinn Sverrir, sem lét í sér heyra ef honum þótti eitthvað mega betur fara, hafði líka sínar mjúku hliðar. Trúin var sterk, kærleikur og umhyggja fyrir samferðafólki risti djúpt. Sverrir var bænamaður. Þau hjónin báðu fyrir fólki og verkefnum, auk þess sem Sverrir hitti félaga sína í húsi KFUM og KFUK, um langt ára- bil, til að biðja fyrir starfi félags- ins. Á hátíðarsamkomu hinn 25. maí 2008 var Sverrir gerður að heiðursfélaga KFUM og KFUK á Íslandi. Með því vildi stjórn fé- lagsins sýna honum þakklæti fyr- ir fórnfýsi og ómetanlegt ævistarf í þágu KFUM og KFUK. Spar- lega er farið með slíkar viður- kenningar í KFUM og KFUK, en fyrir voru aðeins sex heiðurs- félagar, allt frá stofnun árið 1899. Sverrir lagði einstaka rækt við félagið, mætti á fundi og viðburði allt þangað til heilsan gaf sig núna fyrr í haust. Fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi sendum við fjölskyldu Sverris og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Sólveig Reynisdóttir, formaður KFUM og KFUK, Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Mikill öðlingur og öndvegis- maður, Sverrir Axelsson, hefur nú kvatt þetta jarðlíf í hárri elli. Kynni okkar Sverris og vinátta hófust fyrir rúmum fjórum ára- tugum síðan, þegar boðað var til vinnuflokks í Vatnaskógi, einu sinni sem oftar. Vinnuflokkurinn var að sjálfsögðu undir forystu at- hafnamannsins Sverris Axelsson- ar. Hann hafði gott lag á að virkja aðra til verka í Vatnaskógi, enda vandað til allra starfa. Vart var sú framkvæmd um áratugi í Vatnaskógi sem Sverrir kom ekki þar að með einu eða öðru móti. Hann var framúrskarandi vandvirkur og ábyggilegur í hví- vetna í öllum sínum framkvæmd- um. Ekki naut aðeins Vatnaskógur starfskrafta Sverris, heldur einn- ig uppbygging nýbyggingarinnar á Holtavegi, sem nú hýsir aðal- stöðvar KFUM og KFUK. Sverri var fastur fyrir og lauk við öll sín verk með sóma. Orðin í Rómverjabréfinu voru Sverri hugleikin en þau hljóða svo; Réttlætt af trú höfum við því frið við Guð sakir Drottins vors Jesú Krists. Einnig var sálmur sr. Friðriks Friðrikssonar honum oft í huga; Dýrlegt kemur sumar með sól og blóm, senn fer allt að vakna með lofsöngs- róm, vængjaþytur heyrist í himingeim, hýrnar yfir landi af þeim fuglasveim. Guði sé lof, er sumarið gefur blítt, gefur líka í hjörtunum sumar nýtt, taka að vaxa ávextir andans brátt, eilíf þar sem náðin fær vöxt og mátt. Vil að lokum þakka fyrir ára- tuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning Sverris Ax- elssonar vildarvinar Vatnaskóg- ar. Bjarni Árnason. Fallinn er góður vinur og félagi til margra ára. Fráfall Sverris kom mér í opna skjöldu. Ég var búinn að spjalla við Sverri í síma, eins og svo oft í gegnum árin. Hann sagðist hafa verið fluttur á Landakot eftir að hafa fengið lungnabólgu. Sér liði þokkalega, færi í æfingar af og til. Þegar frétt kom um kórónusmit á Landakoti varð mér hugsað til Sverris. Ég hringdi en enginn svaraði. Mig grunaði strax að ekki væri allt með felldu, þar sem ég vissi að hann væri með undirliggjandi sjúkdóm og nú er sá ótti staðfest- ur. Kynni okkar má rekja allt til ársins 1950 eða þar um bil, þegar ég byrjaði að fara í vinnuflokka í Vatnaskóg. Þar kynntist ég því að mörg verkefni hvíldu á herðum Sverris. Viðhald ýmissa vatns- lagna og ekki síst rafstöð staðar- ins sem var sett upp og byggt var yfir áður en ríkisrafmagn kom á staðinn. Kalda vatninu var dælt frá vatnsuppistöðu með sérstakri dælu sem kallaðist „hrútur“. Við- hald þessarar dælu hvíldi aðallega á Sverri. Það má segja að Skóg- urinn hafi átt hug hans allan um áratuga skeið. Það var fastur liður hjá þeim Leifi, bróður mínum, sem féll frá fyrir nokkrum árum, og Sverri að fara á hverju vori upp í Skóg til að undirbúa staðinn fyrir dvalarflokkana. Sagt var að þeir hefðu graut í potti ásamt öðru nesti sem Ása eiginkona Sverris hafði útbúið. Báðir voru þeir í stjórn Skógarmanna. Þrátt fyrir að Skógurinn ætti stóran hlut í Sverri var allt starf KFUM Sverrir Ingi Axelsson Okkar ástkæra dóttir, móðir, amma, systir og unnusta, ELSA ESTER SIGURFINNSDÓTTIR sjúkraliði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 7. nóvember. Útförin fer fram í Vídalínskirkju, Garðabæ föstudaginn 27. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna getur athöfnin bara farið fram að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Útförinni verður streymt á vefslóðinni https://www.facebook.com/groups/3616417225086635 Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vija minnast hennar er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein og aðstandendur þess. María Jóhannsdóttir Sigurfinnur Jónsson Rúnar Geir Björnsson Dagný Björk Erlingsdóttir María Ósk Sóley Ósk Erlingsdóttir Sigurjón Kári Sigurjónsson Elsa Rós Díana H. Sigurfinnsdóttir Kristjón Jónsson Atli Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.