Morgunblaðið - 25.11.2020, Page 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
Skólavörðustíg 22 / www.agustav.is / s. 823 0014
Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga 12-16
„EINA ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞÚ LEST
ÞESSI ÆVINTÝRI FYRIR MIG ER SÚ AÐ
ÞÚ VILT EKKI RÆÐA ÞITT EIGIÐ LÍF.”
„JÁTARÐU AÐ ÞAÐ HAFIR VERIÐ ÞÚ SEM
SAGÐIR HONUM AÐ ÉG VÆRI HOMO
SAPIENS?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sakna þín undir
eins.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG FER Í STARFS-
VIÐTAL Í DAG!
VIÐ HVAÐ GETUR
MÚS STARFAÐ?
AÐ PRÓFA
VÖLUNDARHÚS Á
TILRAUNASTOFU
EÐAL!
KRÁ
KARL-
MENN!
HVA?
DO
ÍN
K
Þorsteins er Luca Elías, f 2012. c)
Halla, f. 1983, maki Ragnar T. Ragn-
arsson, f 1985. Synir þeirra eru Einar
Bjarmi, f. 2014, og Emil Rökkvi, f.
2017. d) Laufey, f. 1989, og e) Sveinn
Orri, f. 1996, í sambúð með Kristínu
Lilju Sigurjónsdóttur, f. 1997.
4) Alda Agnes, f. 3.5. 1961, leik-
skólastjóri í Hafnarfirði. Hennar
börn eru: a) Stefán Ágúst, f. 1981,
maki Ragnheiður Halldórsdóttir, f.
1986. Dætur þeirra eru: Alda Gyða, f.
2014, og Karítas Halla, f. 2017. b)
Agnes, f. 1985. Börn hennar eru:
Embla María, f. 2005, og Nökkvi
Marel, f. 2008. c) Aðalsteinn, f. 1990,
sambýliskona Elísabet Erlends-
dóttir, f. 1992. Sonur þeirra er Stígur,
f. 2020. Synir Aðalsteins eru Tinni
Snær, f. 2012, og Tumi, f. 2015.
Systkini Höllu eru Auður, f. 16.5.
1927, húsfreyja í Reykjavík; Páll, f.
19.3. 1930, d. 3.10. 2012, skólastjóri í
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og
kennari í Mosfellsbæ; Þór, f. 27.3.
1932, verkfræðingur í Reykjavík, og
Helga María, f. 24.5. 1942, banka-
maður á Egilsstöðum.
Foreldrar Höllu voru hjónin Að-
alsteinn Eiríksson, f. 30.10. 1901, d.
27.1. 1990, alinn upp í Holti í Þistil-
firði frá 12 ára aldri hjá Kristjáni
Þórarinssyni og Ingiríði Árnadóttur,
kennari, skólastjóri, námsstjóri og
forstöðumaður Fjármálaeftirlits
skóla, og Bjarnveig Ingimundar-
dóttir, f. 31.1. 1902, d. 27.4. 1992,
kennari og húsfreyja, alin upp af
Pétri M. Ólafssyni faktor á Geirseyri
á Patreksfirði og Maríu konu hans
frá átta ára aldri. Aðalsteinn og
Bjarnveig voru lengst af búsett í
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, í
Reykjavík og í Mosfellsbæ.
Halla
Aðalsteins-
dóttir
Sigríður Jóhanssdóttir
húsfreyja á Helgastöðum,
Biskupstungum
Bjarni Þóroddson
bóndi Helgastöðum,Biskupstungum
Valgerður Bjarnadóttir
húsfreyja á Patreksfirði og
Reykjavík
Ingimundur Bjarnason
sjómaður Patreksfirði
Bjarnveig
Ingimundardóttir
húsfreyja og kennari,
Reykjanesi,Rvík,
Mosfellssveit og víðar
Þórunn Bjarnadóttir
f. á Felli í Dýrafirði
Bjarni Jónsson
f. á Hvallátrum V-Barð.
Helga Sigurðardóttir
vinnukona í S-Þing. og Eyjafirði
Jón Guðlaugsson
bóndi og vinnumaður í S-Þing. og
síðast í Eyjafirði
Krístín Jónsdóttir
húsfreyja og verkakona í
Þistilfirði og á Þórshöfn
Páll Eiríkur Pálsson
bóndi í Krossavík Þistilf.,
sjómaður á Þórshöfn
Helga Friðfinnsdóttir
húsfreyja í Kverkártungu á
Langanesströnd
Páll Pálsson
bókbindari og b. íKverkártungu á
Langanesströnd, vinnum.víða íN-Múl.
Úr frændgarði Höllu Aðalsteinsdóttur
Aðalsteinn Eiríksson
kennari, skólastjóri,
námsstjóri og
síðast forstöðum.
Fjármálaeftirlits skóla,
Reykjanesi,Rvík,
Mosfellssveit og víðar
Ámánudagsmorgun orti MagnúsHalldórsson á Boðnarmiði:
Föl er sól við fjallaskarð,
frerinn geislum stirndur.
Ýlir er að ganga í garð,
gormánuður fyrndur.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
um „Yrkingarvélina“:
Ég keypti mér eina yrkingarvél,
sem yndi veitti mér fljótt,
því allan daginn hún yrkir vel
og alveg fram á nótt.
Hún yrkir strax um allt, sem ég bið,
um ástir, kvenfólk og vín.
Á óskatakkann ég alloft styð,
ef mig langar í grín.
Ef kjarngóðar vísur vil ég fá
um vitlausa stjórnmálamenn,
á óskatakann ég ýti þá
og út streyma margar í senn.
Yrkingarvélin kveða kann
klámvísur handa mér,
og kerskni og níð um náungann
við neglur hún ekki sker.
Um mat hún yrkir af mikilli lyst,
svo mér verður um og ó,
og velgju í magann fæ þá fyrst
og finnst vera komið nóg.
Eins og við mátti búast kölluðu
vísur þessar á margar athugasemd-
ir. Eru þetta sýnishorn. Kristjana
Sigríður Vagnsdóttir:
Klámið mun þér kenna
að komast upp á fót.
Þá má raunum renna,
ræsa hjartarót.
Helgi Ingólfsson:
Öflug og stór er þín yrkingarvél.
Önnur finnst vart á því sviði,
því ljóðvélin sú, sem þú lýsir svo vel,
er lýsing á Boðnarmiði.
Guðmundur Arnfinnsson:
Mesta þing er vísnavél
veitt hún getur mörgum lið;
yrkir líka alltaf vel
sem aldrei var mín sterka hlið.
Dagbjartur Dagbjartsson:
Afar fátt ég eftir tel
öðrum gert til sáttar
en eiga svona vísnavél
væri meiriháttar
Friðrik Steingrímsson yrkir þar
sem „Pútún hefur ekki viðurkennt
Biden sem næsta forseta“:
Lítið virðir laga staf
löngum skrautleg sagan hans.
Pútín er nú partur af
plástrateymi forsetans.
Maðurinn með hattinn yrkir:
Um mannsins eðli margt ég veit
- magnast holdsins glíma.
Upp vill blossa ástin heit
eftir háttatíma.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Yrkingarvélin er mikið þing