Morgunblaðið - 17.11.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.11.2020, Qupperneq 8
Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Ó endanlega oft hefur bandaríska bílaframleið- andanum Tesla verið spáð dauða. Spádóm- unum hefur farið fækkandi á síðustu árum en viðkvæðið hefur verið að þegar stóru bílaframleiðendurnir myndu hasla sér völl á markaðnum myndu þeir ýta „sprotanum“ út af sviðinu. Það hefur þó ekki gerst. Tesla er nú metið á 387 milljarða dollara. Fyrirtækið keppti um nokk- urt skeið við Toyota um titilinn verð- mætasti bílaframleiðandi heims. Síð- arnefnda fyrirtækið er í dag metið á 194 milljarða dollara. eða rétt um helminginn af því sem óskabarn Elon Musk er talið rísa undir. Risinn rumskar Volkwagen er stærsti bílafram- leiðandi heims, sé litið til fjölda fram- leiddra eintaka. Því skiptir máli hvernig þýski risinn hreyfir sig á þessum markaði. Og hann hefur látið til sín taka á þessu sviði, að miklu leyti gegnum tengiltvinn-tæknina en einnig e-Golf sem notið hefur mikilla vinsælda frá því að hann kom fyrst á markað 2014. En hann byggði á eldri tækni sem gerir ráð fyrir dísel- eða bensínvél í húddi og ljóst var að fyrirtækið myndi eins og allir aðrir á þessum markaði hanna nýjan bíl frá grunni sem tæki tillit til þess að í stað bensíntanks þarf að koma fyr- irferðarmikilli rafhlöðu fyrir undir bílnum og mótorar sem knýja dekkin áfram eru minni og allt öðruvísi hugsaðir en tæknin sem sprengi- hreyfillinn byggir á. Á þessari stað- reynd kveikti Nissan fyrr en aðrir og kom Laufinu á markað 2010, fimm árum eftir að Tesla kynnti Roadster í fyrsta sinn til sögunnar og sama ár og Tesla fór á markað (tveimur árum áður en S-bíllinn var kynntur til sög- unnar). Golfinn var millileikur Þótt flestir hafi gert sér grein fyr- ir að e-Golf væri tímabundið svar VW við mjög hratt vaxandi spurn eftir rafbílum, hefur þess alllengi verið beðið að fyrirtækið kæmi fram með bíl sem skákað gæti Nissan Leaf og Tesla 3 sem hafa borið höfuð og herðar yfir aðrar bílategundir á markaðnum. Nissan hefur afhent ríf- lega 500 þúsund Lauf út á mark- aðinn og Tesla hefur selt yfir 650 þúsund eintök af 3 og afhent yfir 200 þúsund eintök af bílnum nú þegar. Og nú hefur svarið litið dagsins ljós í ID.3 og í því felast meiri tíðindi en þau sem tengjast bílnum sem slík- um. Hann er byggður á MEB- undirvagninum (þ. Modularer E- Antriebs-Baukasten) sem bíla- framleiðendurnir Audi, SEAT, Skoda ásamt Volkswagen, sem heyra undir VW-samstæðuna, hafa þróað í sameiningu og verður nýttur sem grunnur að mörgum ólíkum raf- bílum á komandi árum. Er honum ætlað að tryggja hagkvæmni í fram- leiðslunni, mikið innanrými en minna ytra byrði (sem skiptir máli þegar kemur að loftmótstöðu) og staðlað form utan um þær rafhlöður sem Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stundum fær maður það á tilfinninguna að bestu hönnuðirnir hafi farið í kaffi þegar kom að aft- urhleranum en það á ekki við í tilviki ID.3. Þar var enginn í kaffi. Stærsti bílaframleiðandi heims hefur slegið tóninn um með hvaða hætti hann hyggst hasla sér völl á sviði rafbílavæðingarinnar. ID.3 er yfirlýsing um að Volkswagen ætlar sér vænan skerf af kökunni sem þar er til skiptanna. Enn á fyrirtækið þó eftir að koma fram með nýjungar á sviðinu sem koma því í sjálft bílstjórasætið í kappakstrinum um leiðtogahlutverkið á rafbílamarkaðnum. Volkswagen hnyklar smávöðvana ID.3 er stærri en hann virðist. Það er galdurinn við hönnun bílsins. Bíllinn er skemmtilega sportlegur þegar hann er kominn á 20 tommu felgur. 8 | MORGUNBLAÐIÐ » 100 kW með 58 kWs rafhlöðu » Sjálfskiptur » Afturdrifinn » 201 hestafl / 310 Nm » 0-100 km/klst. á 7,3 sek. » Hámarkshraði 160 km/klst. » 0 g/km CO2 » 15,4 kWst / 100 km » Eigin þyngd 1.805 kg » 385 l farangursrými Umboð: Hekla » Grunnverð 5.190.000 kr. » Verð á prófuðum bíl: 6.890.000 kr. Volkswagen ID.3 Pro Performance

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.