Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020
Blaðið sem þú heldur á í dag, lesandi góður, er með harðasta móti; Addi íSólstöfum á forsíðunni og Mike Patton og Mr. Bungle á baksíðunni.Grjóthart í bak og fyrir, mætti auðveldlega segja. Er það vel, eins og
menn myndu orða það uppi í háskóla. Sem kunnugt er lá ofboðslega vel á al-
mættinu þegar það skóp rokkið, á áttunda degi, að því er fram kemur í kvæð-
inu. Voru það ekki glyströllin í Kiss sem voru þar að verki? Hvar værum við
án rokksins? Alltént héti Sæmi rokk bara Sæmi og Garðar í rokkinu væri
með annað einkanúmer á bílnum. Mögulega væru afleiðingarnar víðtækari.
Málmurinn, hliðargrein rokksins,
kom sjónarmun síðar til sögunnar,
eða árið 1970 og fagnar því fimm-
tugsafmæli sínu á þessu dæmalausa
ári. Jafnan er í þeim efnum miðað
við útgáfu fyrstu plötu Black Sab-
bath, sem bar nafn sveitarinnar, 13.
febrúar það ár. Það má því alveg líta
á þetta tölublað Sunnudagsblaðsins
sem síðbúið framlag Morgunblaðs-
ins til þeirra hátíðahalda. Auðvitað
rennur blaðinu blóðið til skyldunnar
enda hélt það um tíma úti sjálfri
Járnsíðunni. Geta önnur íslensk
dagblöð státað af því?
Það er svaðalegt rokk í viðtalinu við Adda í Sólstöfum, eða Aðalbjörn
Trygggvason, eins og hann heitir víst í Þjóðskrá. Sólstafir fóru alla leið með
lífernið á sínum tíma og gerðu usla víða um völl, líkt og Addi fer yfir án þess
draga neitt undan. Í dag er öldin önnur, allt bandið edrú og nýtur þess í botn
að túra heiminn og syngja sína sálma með aðdáendum í New York, Bógóta,
Bischofswerda og víðar. Þegar aðstæður, Þórólfur, Svandís og Guð almátt-
ugur leyfa. Sjálfur sleit Addi sig lausan úr fjötrum fíknarinnar fyrir sjö árum
og hvetur fólk á nýju Sólstafa-plötunni til að týnast ekki í myrkrinu og með-
virkninni. Það sé alltaf von.
En allri hörku fylgir mýkt og dásamlegt er að hlusta á Adda lýsa reynslu
sinni af því að verða faðir í fyrsta sinn, rúmlega fertugur. Það kom honum til
dæmis í opna skjöldu að hann varð ofboðslega „óléttur“ sjálfur meðan á með-
göngunni stóð. „Ég grét af minnsta tilefni, það var eins og ýtt hefði verið á
einhvern takka sem vonlaust var að slökkva á,“ rifjar hann upp hlæjandi.
„Þetta voru bara tár, tilfinningar og fleiri tár. Alveg stórkostlega skrýtið.“
Íslendingar stunda sín málmvísindi víða og auðvitað var okkar maður með
puttana í nýrri og langþráðri plötu frá Mr. Bungle vestur í Ammríku, Steinar
„Husky“ Höskulds, líkt og upplýst er hér á baksíðunni. Skárra væri það nú,
rokkið hefur verið órjúfanlegur hluti af okkur frá áttunda degi.
Grjóthart í
bak og fyrir
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’ Auðvitað rennurblaðinu blóðið tilskyldunnar enda hélt þaðum tíma úti sjálfri Járnsíð-
unni. Geta önnur íslensk
dagblöð státað af því?
Elva Geirdal
Já. Til dæmis ef þig klæjar í nefið
ertu að fara að verða reiður. Ef
þig klæjar í augun ertu að fara að
sjá eitthvað fallegt.
SPURNING
DAGSINS
Ertu
hjátrúafull
(ur)?
Roman Hasa
Já. Ég trúi. Til dæmis er föstudag-
urinn þrettándi vondur dagur.
Elísabet Ólafsdóttir
Nei, í raun ekki. Ég segi reyndar 7,
9, 13. Þannig að kannski meira en
ég átta mig á.
Páll Helgason
Ekkert svo. Sáralítið.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Eggert
MAX HAGAN
SITUR FYRIR SVÖRUM
Bollywood
á Zoom
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
Komdu með
skóna þína í
yfirhalningu
Mannbroddar - Mikið úrval
Við erum hér til að aðstoða þig! --
Hvaðan ertu og hvað ertu að gera á
Íslandi?
Ég er frá Nýja-Sjálandi. Ég var hér á ferðalagi fyrir tíu árum og
hitti maka minn á degi tvö. Ég hef verið hér síðan. Við erum gift og
eigum tvo drengi.
Ertu dansari?
Já, og danshöfundur. Ég hef unnið við það hér af og til og dansa oft á
Menningarnótt, á viðburðum og hátíðum og víðar. Svo kenni ég dans,
eins og Bollywood-dans.
Hvernig byrjaðir þú í Bollywood-dansi?
Ég hef lært klassískan indverskan dans síðan ég var tveggja ára en
ég á ættir að rekja til Indlands. Þessi klassíski dans er mjög form-
legur og líkist helst ballet. Seinna fór ég að læra Bollywood-dans.
Hvernig dans er Bollywood-dans?
Bollywood-dans er blanda af vestrænum, austrænum og
indverskum dansi. Það er hiphop, það er jazz. Þessi dans er mjög
leikrænn og mikið um svipbrigði. Maður tjáir sig mikið með and-
litinu, alls konar tilfinningar. Þetta er eins og leikhús.
Geta allir dansað Bollywood?
Auðvitað! Allir geta lært Bollywood-dans. Fólk kemur bara í leik-
fimifötum og við byrjum alltaf með upphitun sem er Bollywood-
zumba. Svo verður dansinn flóknari. Þetta er svaka skemmtilegt
og góð brennsla.
Ertu með ný námskeið á næstunni?
Nei, vegna Covid höfum við þurft að fresta námskeiðum en þau
byrja vonandi aftur í janúar. En í staðinn ætla ég að bjóða upp á
Zoom-tíma frá og með mánudeginum.
Max Hagan er danshöfundur og dansari. Hún mun bjóða upp á
námskeið í Bollywood-dansi í gegnum Zoom sem hefst eftir helgi.
Allar upplýsingar má finna á facebooksíðu Bollywood Iceland og á
heimasíðunni https://bollywood-iceland8.webnode.com/.