Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 MENNTUN SLITSTERK OG MJÚK SÆNGURVERASETT fastus.is/rumfot Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Slétt Röndótt Rannsóknir sýna að íslenskirpiltar finna sig almennt síð-ur í skólakerfinu heldur en stúlkur. Slakur árangur íslenskra pilta í lestri, sem meðal annars hefur komið fram í undanförnum PISA-könnunum, er ein birting- armynd þeirrar stöðu og er staðan talsvert áhyggjuefni. Íslenskir pilt- ar standa mun verr í lestri en ís- lenskar stúlkur og verr en kyn- bræður þeirra víðast hvar í Evrópu. Þannig sýna niðurstöður úr PISA-könnuninni árið 2018 að um þriðjungur drengja (um 34%) hefur ekki tök á að skilja þann texta sem þeir eiga að lesa í skól- anum. Þegar þeir eldast þá eru piltarnir jafnframt mun ólíklegri en stúlkurnar til að stunda há- skólanám, þar sem karlar eru ein- ungis um 30% þeirra sem stunda háskólanám hér á landi en konur um 70%. En hverjar eru afleið- ingar þess vanda sem íslenskir piltar standa frammi fyrir í skóla- kerfinu; fyrir þá sjálfa, sem og fyr- ir íslenskt þjóðfélag? Því er erfitt að svara með afger- andi hætti. Þó er ýmislegt sem bendir til þess að íslenskir piltar eigi undir högg að sækja á fleiri sviðum heldur en skólakerfinu hér á landi. Piltar eru til að mynda lík- legri en stúlkur til að nota ólögleg vímuefni, beita ofbeldi og vera ger- endur og þolendur eineltis. Op- inberar tölur sýna einnig að ungir piltar eru mun líklegri heldur en stúlkur til að taka eigið líf, og eru sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karlmanna hér á landi. Enn fremur sýna opinberar tölur að ungir karlmenn eru mikill meiri- hluti fanga á Íslandi, þar sem um 90% fanga eru karlar. Hvernig sem á það er litið þá má halda því fram að staða ungra karlmanna hér á landi er áhyggjuefni. Félagsfræðingurinn C. Wright Mills gerði sannfærandi grein fyrir því, í frægu grundvallarriti sínu í félagsfræði, The Sociological Imag- ination, hvernig persónuleg vanda- mál einstaklinga mætti oft og tíð- um frekar skilgreina sem almenn málefni og úrlausnarefni frekar en vandamál einstaklinga (e. personal troubles, public issues). Það er, að við lítum gjarnan á vandamál ein- staklinga sem einmitt vandamál einstaklinga og gerum okkur því ekki grein fyrir því hvernig vanda- mál fjölda einstaklinga eiga sér rætur í félagslegri formgerð sam- félagsins sem mótar hugmyndir, færni og tækifæri heilu kynslóð- anna. Því er ekki hægt að líta á vandamál ungra karlmanna hér á landi sem einungis vandamál þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, heldur liggur kjarni vandans í ytri formgerð samfélagsins sem með einhverjum hætti hefur brugðist ungum piltum á undanförnum misserum. Það virðist þannig vera eitthvað að í sjálfu kerfinu. En kann það að vera að marg- þættur vandi ungra karlmanna hér á landi, sem lýst er hér að ofan, kunni að stafa af erfiðleikum þeirra til að finna sig í skólakerf- inu á sínum uppvaxtarárum? Kann það til dæmis að vera að bág lestr- arkunnátta íslenskra pilta grafi undan sjálfstrausti, sjálfsmynd, skilningi, víðsýni, þroska og tæki- færum þeirra sem ekki ná valdi á lestri á barnsaldri? Kann að vera að þessar takmarkanir pilta hafi svo jafnvel þær afleiðingar síðar meir að piltarnir verði smátt og smátt utanveltu í samfélaginu, finni sig ekki í hinni hefðbundnu vegferð fjöldans og sæki því í ein- hvers konar flótta frá hefð- bundnum leiðum og gildum sam- félagsins, með aukinni hættu á að enda á einvers konar glapstigum? Fangar eru til að mynda þjóð- félagshópur sem hefur almennt fengið litla menntun. Margir þeirra hafa hætt í skóla á unglingsárum og hafa þess vegna ekki náð grunnliggjandi færni og þekkingu á mikilvægum sviðum hins daglega lífs. Alþjóðlegar rannsóknir sýna þannig að um 60-70% fanga glíma við mikla lestrarerfiðleika. Það er að segja, fangar eru margir illa læsir, eiga erfitt með að skrifa og eru margir þeirra skrifblindir. Meira en helmingur fanga glímir enn frekar við athyglisbrest og of- virkni (ADHD). Hegðun fólks á sér jafnan víð- tækar rætur. Það kann að vera að hluti þess vanda íslenskra pilta sem hér er lýst kunni að eiga sér rætur í því að íslenskir piltar ná ekki tökum á lestri og finna sig ekki í skólakerfinu. Í þessum skiln- ingi má halda því fram að lestur sé grunnlykillinn (e. master key) að öllum öðrum dyrum hvað varðar menntun og starfsframa ungs fólks. Lestur er talinn einn af þeim undirstöðuþáttum að ungt fólk komist áfram í framhaldsskóla og háskóla og öðlist þannig frekari menntun og víðsýni með öllum þeim tækifærum sem því fylgir. Slök lestrarfærni gæti þannig verið steinn í götu íslenskra pilta þegar þeir vaxa úr grasi og haft víðtæk- ari og varanlegri áhrif fyrir ein- staklinga og samfélag en virðist í fyrstu. Það er eitt að bregðast við vandamálunum eftir að þau koma upp. Til að mynda getur reynst mikilvægt að veita þeim ráðgjöf og aðstoð sem standa höllum fæti og glíma við einhvers konar erfiðleika. Neyðarlínur fyrir þá sem eru í sjálfsvígshugleiðingum eru til að mynda mjög mikilvægar. Einnig er til dæmis mikilvægt að veita föng- um kost á kennslu í lestri, skap- andi skrifum og félagsfærni með það að markmiði að efla mál- þroska, félagsfærni og sjálfsmynd þeirra. En hvað sem öllum slíkum aðgerðum líður þá er enn mik- ilvægara að fyrirbyggja vanda- málin áður en þau verða til. Með því að komast að rótum vandans má koma í veg fyrir margvísleg al- varleg félagsleg vandamál ungra íslenskra karlmanna, sem er mun árangursríkara þegar til lengri tíma er litið heldur en að reyna að setja plástra á sár sem eru jafnvel orðin það djúp að þau munu aldrei gróa að fullu – ef þau ná þá að gróa yfirhöfuð. Það er ýmislegt sem bendir til þess að vandi íslenskra pilta eigi sér félags- og menningarlegar or- sakir. Íslenskt samfélag þarf því að bregðast strax við þeim vanda. Við þurfum að byrja á að kortleggja vanda ungra karlmanna með mark- vissum og heildstæðum hætti. Við þurfum þverfaglegar rannsóknir sem skoða félagsheim íslenskra pilta sérstaklega. Við þurfum að prófa ýmsar tilgátur sem snúa að undirliggjandi orsökum vanda ís- lenskra pilta, gagnvirkni ólíkra þátta í lífi þeirra sem og tengslum ýmissa mögulegra áhrifabreyta. Stóra verkefnið er að skilja hvar upptök vandans liggja og finna leiðir og aðferðir til að fyrirbyggja vandann. Lestrarhæfni íslenskra pilta gæti verið eitt púslið í heild- armyndinni, skólakerfið gæti verið stórt púsl, sem og fjölskyldu- aðstæður og fyrirmyndir, svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta þarf allt sam- an að skoða og greina. Lausnin á vanda íslenskra pilta er ekki endilega einföld, en hún er til. Það er okkar að finna hana. Og það sem fyrst. Staða íslenskra pilta er áhyggjuefni Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hs@ru.is Viðar Halldórsson „Það kann að vera að hluti þess vanda íslenskra pilta sem hér er lýst kunni að eiga sér rætur í því að íslenskir piltar ná ekki tökum á lestri og finna sig ekki í skólakerfinu,“ segja Hermundur Sigmundsson og Viðar Halldórsson í grein sinni. Morgunblaðið/Hari ’ Slök lestrarfærnigæti þannig veriðsteinn í götu íslenskrapilta þegar þeir vaxa úr grasi og haft víðtækari og varanlegri áhrif fyrir einstaklinga og samfélag en virðist í fyrstu. Hermundur er prófessor við Háskólann í Reykjavík og Norska tækni- og vísinda- háskólann í Þrándheimi og Viðar er pró- fessor við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.