Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020
LÍFSSTÍLL
deild, eða „knitwear“, en þau sögðust sjá
styrkleika í möppunni minni sem hentuðu í þá
deild. Fyrstu viðbrögðin voru þau að ég varð
pínu móðguð. Mér fannst það lummó að fara í
prjónahönnun, verandi Íslendingur með hug-
mynd um lopapeysu í kollinum, eins og það
sé það eina sem er prjónað. En ég ákvað að
slá til eftir smá umhugsun. Mig hafði lang-
að að finna mér sérhæfingu og ákvað að
hlusta og taka mark á þessum ráðlegg-
ingum, enda eru kennarar skólans
meðal fremstu sérfræðinga heims í
fatahönnun. Ég fann á fyrsta degi
að ég var á réttum stað og heill-
aðist af heimi prjónsins. Málið er
að megnið af því sem maður klæð-
ist er prjónað, því prjón getur
verið svo fjölbreytt. Allt niður í
fíngerðar sokkabuxur og upp í
þykkar kápur. Þannig að síðan þá
hef ég verið að prófa mig áfram með
prjónið.“
Made in Reykjavík
Kiosk Grandi er í einu rými gömlu verbúð-
anna í Grandagarði 35. Þar er hátt til lofts
og vítt til veggja og hafið blasir við hinum
megin götunnar.
„Ég hef verið mjög hugsi um umhverfis-
mál og hvernig ég gæti lagt mitt af mörkum
sem hönnuður. Ég hef verið að vinna með
framleiðslufyrirtækjum hér heima og vinn
mikið með íslensku ullina, þótt ég hafi ekki
einskorðað mig við hana. Hún er ekki endi-
lega þekkt fyrir að vera notuð í margt ann-
að en lopapeysur nú til dags en eiginleikar
hennar henta mjög vel í yfirhafnir. Ég
ákvað því að skora á sjálfa mig og þróa
nýja vöru sem væri jafnframt fullunnin í
Reykjavík. Það er vitundarvakning í leið-
inni, en línan heitir Made in Reykjavík og
er til sýnis núna í Hönnunarsafni Íslands á
sýningu sem heitir 100% ull. Ég frum-
sýndi línuna þar og með vídeófrumsýn-
ingu á Trendnet en ekki var hægt að hafa
tískusýningu sökum Covid,“ segir hún.
Magnea segir viðtökurnar hafa verið
ótrúlega góðar og margir sem kíkja við í
Kiosk Granda.
„Greinilegt er að fólk hefur saknað
Kiosk. Svo er ekki verra að fólk vill í
dag styrkja innlendan rekstur, hönn-
un, veitingastaði og listafólk.“
Kápurnar koma bæði
í stuttu og síðu.
Ljósmyndir/Írís Dögg Einarsdóttir
Töff kápa í
myntulit.
Ullarkápa í svörtu
er sparileg og flott.
Ullin hentar í
fleira en lopa-
peysur.