Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 Þingmenn eiga fyrst og fremst að fylgjaeigin sannfæringu. Gott ef það stend-ur ekki bara í stjórnarskránni (meira að segja þessari gömlu sem við erum víst enn að nota). Ákveðinn hópur hamast á þessari skoðun sinni endalaust og sér- staklega þegar erfið mál fara í gegnum þing- ið. Þá er gjarnan talað um flokksaga og múl- bundna þingmenn. Þeir hafi enga sannfæringu og beygi sig grímulaust undir vilja flokksins. En svo snýst taflið við. Eins og um daginn þegar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, tilkynnti, okkur öllum að óvörum, að hann væri hættur að vera með- virkur. Nú þarf varla að taka það fram að ég þekki engan sem telur meðvirkni helsta galla hans. En hafi svo verið er því sem sagt lokið. Tilefnið var sóttvarnaaðgerðir yfirvalda í heimsfaraldrinum. Brynjar segir þær ganga of langt og rökstyður þá skoðun sína. En þá verður allt brjálað (sem er reyndar ekki óþekkt ástand). Fólkið, sem hingað til hefur verið verulega uppsigað við flokksagann, mætir og heimtar að flokkurinn svari fyrir þessi sjónarmið viðkomandi þingmanna. Og hvort þessi skoðun viðkomandi þingmanns sé viðurkennd af flokknum. Missti ég af ein- hverju? Er ekki til eitthvert orð yfir svona hegðun? Sóttvarnir í heimsfaraldri eru viðkvæmt mál og staðan eins og hún er í dag byggist mikið á samstöðu. Sjálfur held ég til dæmis, ef einhver hefur áhuga á að vita, að okkur hafi bara tekist býsna vel til miðað við margar aðrar þjóðir. Ég tek meira mark á fagfólki sem hefur helgað líf sitt baráttu við smitsjúkdóma en fólki sem ekkert veit um sóttvarnir. Til dæmis þeim sem hefur skrifað grein eftir grein síðustu vikur um að við eig- um að fylgja fordæmi Þjóðverja, hvert sem það er. Þar er bylgja núna sem er í það minnsta fjórum sinni verri en sú fyrsta og allt í steik. En þetta eru sjónarmið. Ekki staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir. Þetta eru skoð- anir fólks sem tekur þátt í umræðu. Sum þeirra höfum við meira að segja kosið til að gera nákvæmlega það. Það er hollt fyrir alla að þurfa að svara fyrir ákvarðanir sínar og rökstyðja. Auðvitað er eðlilegt að ræða um sóttvarnir og hvernig við höfum brugðist við. Það er það sem við eigum að gera. Stjórnvöld eiga að gæta meðalhófs og sjá til þess að aðgerð- ir þeirra séu ekki of íþyngjandi. Það á við um sóttvarnir, skatta, eftirlit og allt mögu- legt sem hefur áhrif á daglegt líf. Frelsið er mikilvægt og það ber ekki að hefta nema sýnt sé að þess sé raunverulega þörf og mikilvægir hagsmunir séu í húfi. Sem ég held reyndar að eigi við í þessu tilfelli. En það er hollt að ræða hluti. Það er einfaldlega góð æfing að þurfa að standa fyrir máli sínu og fara yfir það hvort allt sem maður segir standist. Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert sérstakt þegar fólk hættir að tjá skoðanir sínar og beygir sig undir hina viðurkenndu skoðun. Það fallega við tjáningarfrelsi er að það er einmitt það: Frelsi. Frelsi til að vera ósam- mála, frelsi til að segja eitthvað sem gengur jafnvel gegn skoðunum annarra og frelsi til að orða hugsanir sínar. Og þegar það gerist að fólk tjáir hug sinn ættum við að fagna því, alla vega ef það lætur svo lítið að rök- styðja mál sitt. Og trúðu mér: Ef þú ert ósammála þeim sem eru að tjá sig, þá er miklu líklegra til árangurs að svara þessu fólki en að hrista bara hausinn yfir því hvað það er miklir vit- leysingar og krefjast þess að það hafi sömu skoðun og þú. ’Nú þarf varla að taka þaðfram að ég þekki engansem telur meðvirkni helstagalla hans. En hafi svo verið er því sem sagt lokið. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Maðurinn sem óvænt hætti að vera meðvirkur Stöðug viðleitni mannsins til aðbæta hag sinn er kraftur semlíkja má við vatnsafl. Rétt eins og með vatnsaflið þarf að virkja þenn- an kraft skynsamlega. Annars dregur þyngdaraflið hann einfaldlega eftir þeirri leið sem býður upp á minnsta mótstöðu og þá er hætt við því að kraftarnir annaðhvort nýtist ekki til fulls eða valdi jafnvel tjóni. Rétt eins og óbeisluð vatnsföll geta ýmist runn- ið máttlaust og ómarkvisst til sjávar eða flætt yfir bakka sína með látum. Regluverk samfélagsins er farveg- urinn sem á að tryggja að krafturinn sem býr í athafnasemi mannsins nýt- ist sem best. Mikilvægt er að farveg- urinn sé hvorki of þröngur né of víður. Lífskjör okkar velta beinlínis á því. Sláandi niðurstaða OECD um samkeppnishæfni Íslands Í vikunni var kynnt ítarleg úttekt sem ég bað OECD um að gera á ís- lensku regluverki hvað varðar bygg- ingariðnað og ferðaþjónustu. Báðir þessir geirar vega hvor um sig um 9% í landsframleiðslu okkar og eru því mjög mikilvægir fyrir íslenskt efna- hagslíf og lífskjör almennings. Í kynningu á úttektinni kom fram af hálfu OECD að Ísland væri á heild- ina litið minna sam- keppnishæft en öll hin Norðurlöndin og aðeins rétt við meðaltal allra OECD-ríkja. Þetta er óviðunandi og skerðir lífskjör okk- ar. En hver er ástæðan? Jú, ein helsta ástæðan er sú að Ísland er með þyngstu reglubyrði allra landa OECD þegar kemur að veitingu þeirrar þjón- ustu sem skoðuð var í skýrslunni. Við skorum þar ekki bara undir meðaltali heldur lægst af öllum löndum OECD. Nauðsynlegt að bregðast við Þetta er sláandi niðurstaða sem nauð- synlegt er að bregðast við. Óþarfa regluverk hamlar verðmætasköpun, dregur úr samkeppni og skerðir lífs- kjör. Mat skýrsluhöfunda er að óþarfa regluverk og samkeppnis- hindranir á þessum tveimur sviðum skerði landsframleiðslu Íslands um u.þ.b. 1% eða um 30 milljarða króna. Það er til mikils að vinna að leysa þessi verðmæti úr læðingi með því að losa þau úr höftum óþarfa reglubyrði. Í skýrslunni eru hvorki fleiri né færri en 438 tillögur til úrbóta á regluverki, langflestar í bygging- ariðnaði. Það verður ekkert áhlaupa- verk að hrinda þeim í framkvæmd. Eðlilega munu ýmsir sem eiga hags- muna að gæta veita slíkum breyt- ingum viðnám. Engin ástæða er til að hundsa slík sjónarmið en á sama tíma skulum við hafa hugfast að tillög- urnar byggja á nákvæmum saman- burði við lönd sem við viljum almennt bera okkur saman við. Þessi lönd búa ekki við viðlíka reglufargan og við höfum búið til, og reynslan sýnir að við getum bætt lífskjör með því að ryðja óþarfa hindrunum úr vegi. Samkeppnishæfni stóriðju Í vikunni var líka kynnt önnur úttekt sem ég óskaði eftir um samkeppnis- hæfni Íslands, en hún lýtur að raf- orkukostnaði stóriðju. Vaxandi um- ræða hefur verið um þetta mikilvæga málefni og afar ólík sjónarmið komið fram. Það hefur hamlað umræðunni að trúnaður ríkir um orkuverð. Um- ræðan hefur því byggst á takmörk- uðum upplýsingum en þýska fyrir- tækið Fraunhofer fékk fordæma- lausan aðgang að orkusamningum til að vinna skýrsluna. Hún er því tíma- mótainnlegg í umræðuna. Meginniðurstaða úttektarinnar er að raforkukostnaður stóriðju á Íslandi skerðir almennt ekki samkeppnis- hæfni hennar gagnvart samanburð- arlöndunum, sem voru Noregur, Kan- ada (Quebec) og Þýskaland. Fyrri löndin tvö eru stærstu álframleið- endur Vesturlanda og því ljóst að við samanburðinn var ekki ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur. Engum dettur í hug að gera lítið úr þeim áskorunum sem stóriðja á Vest- urlöndum stendur frammi fyrir vegna aðstæðna á heimsmörkuðum og samkeppni frá öðrum heims- hlutum. Við ættum ekki eingöngu að hafa áhyggjur af þeirri stöðu út frá efnahagslegu sjónarhorni heldur líka umhverfislegu. Ef stóriðja hér á landi flyttist til annarra landa og yrði þar knúin jarðefnaeldsneyti yrði það skelfilegt bakslag fyrir baráttuna við loftslagsbreyt- ingar; öll viðleitni okkar í orkuskipt- um myndi blikna í samanburði við slíka þróun. Við gerum okkur líka grein fyrir að orkuverð er ólíkt eftir atvinnugrein- um og tegund orkusamninga, hér sem annars staðar, og meðaltöl segja ekki alla söguna. Það er hins vegar ánægjuleg niðurstaða að við erum al- mennt samkeppnishæf gagnvart Noregi og Kanada og bjóðum lægra verð en býðst í Þýskalandi. Mikilvægt er að standa vörð um þessa stöðu og stuðla að því að við verðum áfram samkeppnishæf. Ýmis tækifæri geta verið til þess, m.a. með því að stuðla að auknu framboði á raforku og auk- inni samkeppni á orkumarkaði. Í skýrslunni eru líka vísbendingar um að mögulega þurfum við að huga bet- ur að flutningskostnaði orkunnar. Verðlagning hans byggir á regluverki sem full ástæða er til að rýna. Ég fól einmitt í vikunni Deloitte að skoða þann þátt sérstaklega, bæði flutning og dreifingu. Stöðnun jafngildir afturför Það gildir um alla þætti samkeppn- ishæfni okkar – löggjöf, reglugerðir og almennt samkeppnisumhverfi – að við megum aldrei sofna á verðinum, verða værukær og staðna. Helstu sam- keppnislönd okkar munu ekki gera það. Stöðnun jafngildir því afturför. Við eigum í harðri alþjóðlegri sam- keppni um fólk, um viðskiptatækifæri, um verðmætasköpun. Við höfum náð undraverðum árangri sem þjóð og með árvekni og réttum ákvörðunum munum við gera það áfram. Samkeppnishæfni Íslands snýst um bætt lífskjör Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Það er til mikils aðvinna að leysa þessiverðmæti úr læðingi meðþví að losa þau úr höft- um óþarfa reglubyrði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.