Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2020, Page 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2020 L angt er liðið á kvöldið þegar ég tek hús á Adda í Sólstöfum í miðbæ Reykjavíkur. Sannarlega óvana- legur tími fyrir viðtal af þessu tagi en heilmikið rokk í því, þegar maður hugsar út í það. Það er þó ekki rokk sem tafði Adda, heldur lenti hann í Ófærð. Nei, ó-ið er ekki ofvaxið, við erum nefnilega að tala um þriðju seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu úr smiðju Baltasars Kormáks og félaga. Addi vinnur um þessar mundir sem hljóðmaður á settinu á löngum vöktum, myrkranna á milli og rúmlega það, og fyrir vikið gat hann ekki tekið á móti mér fyrr en klukkan 22. Okkar maður er á heimavelli í hljóðinu en hann nam þau fræði í Skotlandi fyrir meira en áratug og hefur gripið annað veifið í hljóð- mennskuna með tónlistinni undanfarin ár. Bæði í tengslum við upptökur á tónlist en um skeið starfaði hann líka hjá Myndformi við tal- setningu á teiknimyndum. „Það er mjög gaman að taka þátt í svona risastóru verkefni eins og Ófærð,“ segir Addi, þegar við höfum komið okkur fyrir í borðstof- unni á heimili hans, sem er eins konar bræð- ingur af rokksafni og íbúð. Á veggnum vakir Hr. Rokk sjálfur yfir okkur, Rúni Júl. Ein- beittur á svip en svalur sem endranær. „Þetta eru auðvitað mjög skrýtnir tímar og sérstakt að vera hitamældur á hverjum morgni í vinnunni, mega ekki umgangast nema örfáa á settinu og þurfa að fara að stífum reglum bara til að fá sér kaffi,“ heldur Addi áfram en sóttvarnir eru að vonum í hávegum hafðar á tökustað sem hefur skilað sér; ekkert smit hefur komið upp til þessa. 7-9-13. „Þetta er rándýrt verkefni, Netflix-sería, og fyrir vik- ið má engan tíma missa. Maður er líka þakk- látur fyrir að hafa vinnu á þessum tímum, því miður á það ekki við um alla,“ segir Addi sem í sumar vann sem smiður við byggingu hótels í miðbænum. Greinilega margt til lista lagt. Nægur tími í Bischofswerda Í venjulegu árferði væri Addi væntanlega á leið í tónleikaferð um heiminn til að kynna nýju plötu Sólstafa, Endless Twilight of Co- dependent Love, sem kom út á dögunum. En heimsfaraldurinn heldur áhöfnum allra hljóm- sveita í landi eins og hver önnur bræla. Sveitin býr að traustu fylgi ytra og hefur drepið niður kúrekastígvéli í flestum heims- álfum á liðnum árum. Hann rifjar upp túr sem Sólstafir fóru í ásamt Kælunni miklu til Bandaríkjanna og Kanada í fyrra á vegum Íslandsstofu og átaks- ins Taste of Iceland. „Íslandsstofa hefur það hlutverk að kynna skyr, íslenskt brennivín, rit- höfunda og tónlist. Ég skil af hverju Kælan mikla var þarna, það eru ungar stelpur á upp- leið, en átta mig ekki alveg eins vel á því hvað við vorum að gera þarna, gömlu karlarnir,“ segir hann hlæjandi. „En þetta var mjög skemmtilegt og ánægjulegt að hafa aldrei þessu vant smá frítíma í New York. Það er ekki venjan á þessum túrum. Ég hef til dæmis kom- ið tvisvar til San Francisco en ekkert séð, ekki einu sinni borgina í dagsbirtu. Af einhverjum ástæðum er hins vegar alltaf nægur frítími í smábænum Bischofswerda í Saxlandi.“ – Og mælirðu með einhverju sérstöku þar? „Nei!“ Þeir eru fleiri bæirnir með skemmtileg nöfn, svo sem Elko, Nevada. Þar tróðu Sólstafir upp á The Silver Dollar og var boðið upp á krakk í miðju giggi; bandi þar sem allir liðsmenn eru edrú. Lífið á túr er ekki alltaf dans á rósum en yfir sumarið þræða Sólstafir tónlistarhátíðir. Þá er gjarnan lítið sofið. „Við höfum náð allt að tutt- ugu festivölum á sumri og einu sinni tókum við þrjú festivöl á þremur dögum í þremur lönd- um, Belgíu, Hollandi og Póllandi. Þá sá maður ekki rúm í þrjá sólarhringa og náði ekki kríu fyrr en við hlið 21B á Kastrup. Á því ferðalagi var ég feginn að vera ekki lengur fullur eða að nota spítt.“ Hér um bil handteknir í Hollandi Um tíma var Addi í basli með röddina á túrum, prófaði að skipta um sígarettutegund en allt kom fyrir ekki. „Það hvarflaði ekki að mér að þetta tengdist því að ég drakk lítra af viskíi og slatta af bjór á hverjum degi. Núna syng ég í tvo tíma án minnstu vandamála, dag eftir dag. Þetta blasir við. Það var heldur ekki bara röddin; núna er maður til staðar á þessum túr- um og sér heiminn í allt öðru ljósi. Um leið og giggið var búið hér áður var spurt: Hvar er partíið? Í dag þráir maður bara að komast í hreint hótelrúm og hvíla sig fyrir næsta gigg.“ Hótel eru líka ný lífsreynsla, þannig lagað séð. „Þegar maður var að drekka þá var maður bara tékkaður inn á hótel en kom aldrei þang- að sjálfur. Djammaði alla nóttina og fór beint í flug að morgni. Ef partíið barst inn á hótelher- bergi gat það endað með ósköpum, sjónvörp voru mölvuð og allur sá pakki. Einu sinni brut- um við eldvarnakerfi frammi á gangi á hóteli í Hollandi og áður en við vissum af voru mættir slökkviliðsmenn í reykbúningum og með axir og gamalt fólk komið út á stétt. Allir vissu að við bárum ábyrgðina og til stóð að handtaka okkur. Okkur tókst hins vegar að sleppa undan því með því að bjóðast til að borga fyrir við- gerðina á eldvarnakerfinu og morgunmat fyrir alla gesti hótelsins morguninn eftir. Eina vandamálið var að við áttum engan pening, þannig að hljóðmaðurinn varð að hringja heim í konuna sína og tilkynna henni að hann þyrfti að nota spariféð þeirra til að beila þessa fávita út.“ Annar skellur kom á Hellfest í Frakklandi. Þar gengu Sólstafir svo hressilega fram af Ben Barbaud, eiganda hátíðarinnar, að hann hringdi í plötufyrirtækið þeirra, Season of Mist, og bað þá um að koma með hraði og sækja sína menn; einn þeirra væri dauður und- ir bekk um miðjan dag. „Það nennir enginn að standa í svona rugli,“ segir Addi og dæsir. Eins og í Hollandi slapp það þó fyrir horn en Aðalbjörn Tryggvason, Addi í Sólstöfum, hefur gjörbreytt um lífstíl á síðustu sjö árum. Hætti að drekka 2013 og er búinn að vera reyklaus í meira en ár. „Mér finnst gott að reykja sígarettur en það er bara orðið svo mikið vesen, sérstaklega þegar maður ferðast mikið í flugi,“ segir hann. Morgunblaðið/Eggert Varð alveg ofboðslega „óléttur“ Margt hefur gengið á hjá Aðalbirni Tryggvasyni, Adda í Sólstöfum, síðustu árin; uppgjör við alkóhólisma, sambandsslit og vinslit sem hér um bil riðu hljómsveitinni að fullu. En einnig gleðilegri hlutir, eins og velgengni Sólstafa erlendis og fæðing hans fyrsta barns. Á nýju plötunni, Endless Twilight of Codependent Love, er ein af meinsemdum mannlífsins, meðvirknin, í forgrunni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Einu sinni brutum við eld-varnakerfi frammi á gangi áhóteli í Hollandi og áður en viðvissum af voru mættir slökkviliðs- menn í reykbúningum og með axir og gamalt fólk komið út á stétt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.