Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1990, Síða 2

Bæjarins besta - 04.01.1990, Síða 2
2 BÆJARINS BESTA Benedikt Kristjánsson verslunarstjóri Vöruvals ásamt þeim (f.v.) Páli Péturssyhi frá Þekkingu h.f. og Sveini Áka Lúðvíkssyni frá Sameind, sem aðstoða starfsfólk Vöruvals við að koma á hinu nýja tölvuvædda sölukerfi. Vöruval: Nýtt sölukerfi í notkun VERSLUNIN Vöruval tekur nú í byrjun janúar upp nýtt sölukerfi frá IBM sem felur það í sér að í versl- uninni verða allar vörur strikamerktar og tölva les verð hvers hlutar við sam- lagningu. Vörur í kjötborði fá sína strikamerkingu á verðmiðum tölvuvogarinnar. Jafnframt verður miði á öllum hillum þar sem fram kemur verð, samanburðar- verð miðað við kíló og upp- lýsingar um þyngd. Þessi breyting á að auðvelda mjög alla afgreiðslu og flýta fyrir viðskiptavinum, auk þess sem öryggi við samlagningu og bókhald fyrirtækisins eykst. Viðskiptavinurinn fær samlagningarstrimil þar sem fram koma allar upplýsingar um vöruheiti, magn, verð, hlutfall virðisaukaskatts af heildarupphæðinni og með hverju er greitt. Verslunin opnar með þessu nýja kerfi á fimmtudag kl. 10. Áfengissala: Dnikkið fyrir 21 milljón í desember EINS og fram kemur í frétt annars staðar í blaðinu var mikið um ölvun um áramótin á ísafirði, og þykir varla nýtt. BB sló á þráðinn til útsölu- stjóra Áfengis og tóbaks- verslunar ríkisins á ísafirði og hann sagði að í desember- mánuði hefðu komið þar í kassann 21 milljón 324 þús- und krónur. Ekki er hægt að fá sundur- liðað hve mikil sala var á bjór, léttum vínum og sterk- um en til samanburðar má nefna að í desembermánuði í fyrra var selt áfengi fyrir 15 milljónir þannig að sé reikn- Jónatan Arnórsson útsölustjóri. ÁTVR fékk fyrir 21 milljón í kassann á jólavertíðinni. að með verðhækkunum er I enda þótt þá hafi enginn salan líklega svipuð og þá, ' bjórinn verið á boðstólum. Áramótin: Mikil ölvun TÖLUVERT var að gera hjá lögreglunni um ára- mótin og var mikið um ölvun í bænum á nýársnótt, en þó minni en verið hefur nokkur undanfarin áramót. Nokkuð var um útköll vegna ryskinga og eyddu tveir nýársnóttinni í fanga- geymslum lögreglunnar. Fólk var mikið á ferli í mið- bænum og það var ekki fyrr en undir klukkan níu að morgni að ró komst á, enda veður gott. Athyglisvert er að enginn var tekinn grunaður um ölv- un við akstur þessa nótt. Jólaböllin voru vel sótt að venju og á þessarri mynd, sem tekin var á jólatrésskemmtnn frímúrara á ísafirði, sést Hurðaskellir rétta krökkunum góðgæti úr pokanum sínum. Mörgum þótti þó öruggara að hafa einhvern sér eldri í fylgd með sér þegar nálgast átti þennan skrítna kall. „Og hafið þið verið góðu bömin þetta árið?“ Frá jóla- trésskemmtun Oddfellow-manna á ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.