Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 7
BÆJARINS BESTA
Bíldudalur:
Fiskvinnslan hf. útbýr
rækjuverksmiðju
- sem verður tekin í notkun í desember og mun afkasta 20 tonnum á viku
• Fiskvinnslan hf. á Bfldudal hefur keypt öll tæki af Matvælavinnslunni hf. sem var starfrækt á Pat-
reksfirði fyrir nokkrum árum og hyggst standsetja rækjuverksmiðju I húsnæði fyrirtækisins, en verk-
smiðjan verður tekin í notkun um miðjan desember.
FISKVINNSLAN hf. á
Bíldudal hefur keypt
tækjasamstöðu Matvæla-
vinnslunnar hf. sem var
starfrækt á Patreksfirði fyrir
nokkrum árum. Verið er að
útbúa rækjuverksmiðju í
húsnæði Fiskvinnslunnar og
er búist við að hún verði tek-
in í notkun um miðjan des-
ember.
Sj ávarútvegsráðuneytið
úthlutaði Fiskvinnslunni hf.
rækjuvinnsluleyfi í byrjun
október s.l. og hafa þrír bát-
ar sýnt áhuga á að landa afla
sínum hjá fyrirtækinu. Af-
kastageta rækjuverksmiðj-
unnar verður um 20 tonn á
viku og verða starfsmenn sex
talsins. í samtali við Jakob
Kristinsson frkvstj. Fisk-
vinnslunnar hf. segir hann að
þó svo að markaðsverö- á
rækju sé dapurt í dag, þá sé
þetta gert með langtíma
sjónarmiði í huga. Sú að-
staða sem fyrir í húsinu verð-
ur nýtt, eins og hráefnis-
geymsla, frysti- og starfs-
mannaaðstaða.
Á Bíldudal hefur verið
starfrækt fyrir rækjuverk-
smiðjan Rækjuver í mörg ár.
Par eru tíu rækjubátar og
von er á einum í viðbót sem
var seldur frá staðnum fyrir
nokkru. Heildarrækjukvóti í
Arnarfirði er 700 tonn. Ekki
er vitað hvort sá kvóti komi
til með að skiptast á báðar
rækjuverksmiðjurnar eftir
afkastagetu fyrirtækjana,
eða hvort sú ákvörðun verði
alfarið í höndum rækjuskip-
stjórana á staðnum.
-r.
7
n
• Margir línusjómenn eru hæst ánægðir með ákvörðum Sjávarút-
vegsráðuneytisins um að fella steinbítsreglugerðina út úr kvótalög-
unum sem taka gildl 1. janúar 1991.
Vestfirðir:
Steinbítsreglugerðin
felld frá kvótalögunum
VESTFIRSKIR línusjó-
menn geta nú hrósað
happi, eða allavega sumir,
því Sjávarútvegsráðuneytið
hefur fallið frá setningu
reglugerðar um kvótabundn-
ar steinbítsveiðar, sem átti
að taka gildi 1. janúar 1991.
Margir sveitarstjórnar-
menn mótmæltu reglugerð-
inni harðlega og kváðu hana
dauðadóm fyrir þau byggð-
arlög sem hafa gert út á
steinbítsveiðar alla sína tíð.
Aðrir vildu fá kvóta á veið-
arnar en samþykktu ekki
þau viðmiðunarár sem
reglugerðin byggist á. Ef
settur verður kvóti á steinbít-
sveiðar, verður það ekki fyrr
en í fyrsta lagi þann 1. sept-
ember á næsta ári. 1. janúar
1991 taka nýju kvótalögin við
af þeim gömlu og gilda þau til
1. september það ár. Eftir
það byrjar hvert kvótaár 1.
september.
-r.
r
go« gott ... NlDAR BERGENE
Kong Olav - Eöal konfekt.
Sonja - Ljóst og Ijúffengt.
Sfinx - Gæðakonfekt á góðu verði.
Ramona - Við öll tækifæri.
Munið kjaratilboðin
íslensk /////
Ameríska
J