Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 11
BÆJARINS BESTA 11 Rjúpnaspjall: Á að fríða ijúpuna eða stytta veiðitímabilið? margir veiðimenn vilja stytta veiðitímabilið eða jafnvel friða stofninn í fáein ár • Ásókn í ijúpnaveiði hefur aukist all verulega síðustu ár og segja margir að það hafi töluverð áhrif á ijúpnastofninn. Lítil rjúpnaveiði hefur verið síðustu vikur á Yestfjörðum samkvæmt heimiidum biaðsins. Snjó- laust hefur verið í langan tíma og rjúpnaskyttur fara síður til fjalla við siíkar að- stæður. Þó hafa tveir menn fengið sæmilegan afla. Tómas Árdal á Bfldudal náði 51 rjúpu í fjórum ferðum og Arnfinnur Jónsson frá Þing- eyri náði 46 í fimm ferðum. Á meðan skyttur sitja á sínum byssum og fara lítið til veiða er vert að athuga við- horf þeirra til styttingu rjúpnaveiðitímabilsins, eins og margir þekktir veiðimenn hafa verið að tala um upp á síðkastið. í samtali við Árn- finn Jónsson á Þingeyri segir hann að það þurfi að skoða þessi mál vandlega. „Ásókn í rjúpuna síðustu ár hefur farið ört vaxandi. Fjöldi veiðimanna er orðin ótrú- lega mikill og það hlýtur að hafa áhrif á stofninn. Það mætti vel friða rjúpuna í 2-3 ár eða stytta veiðitímann niður í einn mánuð á ári. Þessar sveiflukenningar sem fuglafræðingar vilja halda fram eru ekki markandi en geta þó átt við einstaka landshluta hverju sinni.“ sagði Arnfinnur. Fleiri veiðimenn taka und- ir þessi orð eins og til dæmis Indriði á Skjaldfönn. Hann er á því að aukin ásókn í rjúpnaveiði hafi afgerandi áhrif á rjúpnastofninn. Á sumum stöðum er varla að finna rjúpu þar sem áður voru hundruðir fugla. Sem dæmi voru veiddar 1000 rjúpur í Lambadalsskógi í Dýrafirði árið 1967 á aðeins þremur dögum af iafn mörg- um mönnum. Þá sáu menn 100-200 fugla hópa en núna telst það gott að sjá 10-20 fugla saman. Hlutur „sið- lausu veiðimannanna" er mjög stór í þessu dæmi. Þar er átt við þá sem veiða utan rjúpnaveiðitímabilsins og nota fjórhjól, snjósleða og nú síðast þyrlur til að komast að rjúpunni. Svæðin eru alltaf að þrengjast fyrir rjúp- urnar og þess vegna hafa margir verulegar áhyggjur af þessu. Fleiri spurningar hafa komið upp varðandi veiðiað- ferðir eins og t.d. að leyfa eingöngu einskota eða tví- skota haglabyssur til rjúpna- veiða. Þessu yrði án efa mjög erfitt að framfylgja en siðvandaðir veiðimenn geta spurt sig þessarar spurning- ar. ■r. Sudureyri: xfir LEIKFÉLAGIÐ Hall- varður Súgandi er um þessar mundir að æfa söng- Ieik í félagsheimili Súgfirð- inga. Heimamenn hafa verið fengnir til að semja texta við ný og gömul lög, sem leik- endur sjá síðan alfarið um að æfa og sýna. Æfingar hófust í síðustu viku og er stefnt að frumsýna verkið laugardaginn 24. nóv- ember. Leikendur verða á milli tólf og fjórtán talsins. Atburðarrás söngleiksins snýst að mestu leyti um mannlíf í Súgandafirði og verður stuttum leikþáttum skotið inn í á milli söngat- riða. Undirleikarar eru þau Stefanía Sigurgeirsdóttir og VignirBergmann. -r. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Til sölu er fasteignin Tangagata 10, suðurendi, ísafirði eign dánarbús Guðmundu Rós- mundsdóttur. Skriflegu tilboði í eignina ber að skila á skrifstofu bæjarfógetaem- bættisins á ísafirði fyrir 1. desember 1990. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Sindri Karlsson í síma 3733 og Ástvaldur Björnsson í síma 3797. Skiptaráðandinn á ísafirði Ágúst Sindri Karlsson ftr. RAMMA MAGfE / ÍSAFU. RÐ ARÐAR Gífurlegt úrval myndaramma! Innramma: Málverk Plaköt Ljósmyndir ýV Saumamyndir og hvað eina. Panta plaköt eftir ykkar óskum. sendi í póstkröfu Móttaka í Bolungarvík hjá Jónu að Heiðarbrún 8. Nánari upplýsingar í síma 94-3472 og 94-4041. BB - 6 ára í dag Bæjarfógetinn á ísafirði ,,,i( Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Atvinna Fólk vantar til starfa: a) Við bókhald, innheimtu o. fl. b) Við símavörslu, ritvinnslu o. fl. (afleysingar) Skrifstofustjóri veitir nánari upplýsingar. 7. nóvember 1990 Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.