Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 3
BÆJARINS BESTA 3 Vestfirðir: „LÍÚ er bara af- leitur samniflgsa ? «11 - þverhausar og það þarf að jafna um þá segir Reynir Traustason AMNIN G ARNIR um olíuverðstenginguna voru samþykktir hjá yfir- mönnum fiskiskipa á Vest- fjörðum með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðisgreiðsl- um sem fram fóru á sunnu- dag og á mánudagsnóttina síðustu. Um 90% af þeim sem tóku afstöðu voru sam- þykkir, 69 með og átta á móti. f samtali við Reyni Traustason formann Skip- stjóra og stýrimannafélags- ins Bylgjunnar, kvaðst hann vera ánægður með útkom- una og að hún hefði verið eins og hann bjóst við. „Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún segirokkur, að það sem við höfum ver- ið að gera er rétt, með því að semja á þessum nót- um, en aftur á móti er það svo seinnitíma vandamál að leysa þetta olíuverðsteng- • Reynir Traustason, formað- ur Skipstjóra og stýrimannafé- lagsins Bylgjunnar. ingamál. Það er ekkert leyst þrátt fyrir þetta. Það er ein- ungis búið að lagfæra hana en það eru mjög margir sem eru óánægðir með hana og það hlýtur að kalla á einhver samræmd viðbrögð allra sjó- manna. Það er mjög erfitt fyrir yf- irmenn að ganga fram með breytingar, þrátt fyrir að þeir séu jafnframt að breyta þessu fyrir undimenn, vegna þeirrar áhrifastöðu sem við erum í. Hún er nánast engin og það er bent á okkur og sagt að við séum best settir og að við séum að berjast gegn landverkafólkinu og undirmönnum þrátt fyrir að þessir samningar sem Bylgj- an gerði yfirfærist sjálfkrafa á undirmenn. Um það var samið hjá þeim í vor, að vísu óformlega með munnlegu samkomulagi, að þeir fengju allt sem við næðum fram.“ Hvað með Farmanna og fiskimannasambands ís- lands? „Þeir fara fram á nákvæm- lega það sama og við, nema þeir fá ekki tímakaupið sem við fengum. Tímavinnan hjá okkur verður 0,6% af kaup- tryggingu, sama og hjá vél- stjórum á Vestfjörðum. Þar stendur hnífurinn í kúnni. LÍÚ vill ekki yfirfæra það ákvæði á alla sjómannastétt- ina þó að það sé smámál. Tímakaup er sáralítið notað hjá þessari stétt og í raun ekkert því til fyrirstöðu að menn samþykki það. Það sem er að gerast núna er það að Kristján Ragnars- son er að stefna öllum flot- anum í verkfall, eins og dæmið lítur út núna, út á skíterí og þvermóðsku að geta ekki látið þá hafa allt samkomulagið okkar, en að vísu ekki allan Vestfjarða- samninginn. LÍÚ er bara af- leitur samningsaðili, það verður að segjast eins og er. Við höfum átt samskipti við þá bæði beint og óbeint og því miður eru þetta þver- hausar og það þarf að jafna um þá.“ sagði Reynir Traustason að lokum. -r. Afskorin blóm • Pottablóm • Jólastjörnur Gjafavörur • Kort • Búsáhöld • Leikföng Sportvörur • Hestavörur • Heimilistæki AEG handverkfæri • Raftæki • Hljómtæki Hljómplötur ...og Lottó 5/38 Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 10.00-12.30 og 13.30-18.00. Föstudaga kl. 10.00-12.30 og 13.30- 18.30. Laugardaga kl. 13.00-20.00 Sinarffuðfjinyisson k £

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.