Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 12
12
BÆJARINS BESTA
Dýrafjörður:
„Það sem búið er
að kanna lofar góðu“
- segir Guðbjöm Charlesson umdæmis- og flugyallarstjóri um forkönnun á
landsvæði í Dýrafirði undir alþjóðlegan flugvöll fyrir vestfirðinga
• Með tilkomu alþjóðlegs flugvallar geta Vestfirðingar sent erlendis flestar sjávarafurðlr.
Ai
NÆSTU dögum fer
'ram forkönnun á veg-
um Flugmálastjórnar á land-
svæði í Dýrafirði undir al-
þjóðlegan flugvöll. Áður
hafa farið fram lítilsháttar
kannanir á svæðinu og lofa
þær góðu að sögn Guðbjörns
Charlessonar umdæmis- og
flugvailarstjóra á ísafirði.
Forkannanirnar felast í því
að mæla landið, athuga jarð-
lög og hindrunarlágmörk og
kanna aðflugsskilyrði. End-
anlegrar niðurstöðu er ekki
að vænta fyrr en eftir ára-
mót. Ef byggður yrði al-
þjóðlegur flugvöllur í Dýra-
firði á næstu árum eða
áratugum, er verið að tala
um 1800-2000 metra langa
flugbraut sem gæti tekið við
flestum tegundum flugvéla.
Rannsóknirnar verða að
vera mjög nákvæmar til þess
að sé hægt að ákveða hvort
af framkvæmdum verði eður
ei. Staðurinn þykir mjög
ákjósanlegur undir alþjóð-
legan flugvöll og er sá eini
hér á Vestfjörðum sem gæti
tekið við flugvélum í myrkri
með góðu móti. Langt er síð-
an ákveðið var að byggja al-
þjóðlegan flugvöll í hverj-
um landsfjórðungi á íslandi.
Slíkur flugvöllur væri Vest-
firðingum kærkomin búbót
fyrir utan samgönguöryggis-
þáttinn. Hægt yrði að senda
sjávarafurðir erlendis með
fragtflugvélum svo aðeins
eitt dæmi sé nefnt. En þetta
mál skýrist fljótlega eftir
áramótin.
-r.
Suöureyri:
Sextíu
ogátta
fluttir
ALLS hafa sextíu og
átta manns flutts bú-
ferlum frá Suðureyri frá
áramótum. Mikið at-
vinnuleysi var í sumar þeg-
ar togari Freyju hf. var í
slipp í Reykjavík í rúma
tvo mánuði.
Þrátt fyrir mikla blóð-
töku hafa tvær fjölskyldur
flutt á staðinn (nýi sóknar-
presturinn og hitaveitu-
stjórinn) auk aðkomufólks
sem starfar við fiskvinnslu.
Súgfirðingar hafa áður
staðið af sér storma álíka
og þennan og er það von-
andi að jafnvægi komist á
mannlífið fyrr en síðar.
JHCák uxir :
Eru bæjarútgerðir
í uppsiglingu?
Togaraútgerð ísafjarð-
ar hlutafélag keypti Haf-
þór RE af ríkissjóði. Skipið
var gert út til rækjuveiða
frá ísafirði og ávann sér
kvóta þar með. Núna var
það keypt til þess að fá
kvótann heim í hérað.
Kvótinn er alls 660 tonn af
rækju og 165 tonn af
þorski. Þorskinn er hægt
að veiða á innan við einni
viku, nánast því í einu
hali. Til þess að liðka til
fyrir bankaábyrgð ís-
landsbanka, en það er sá
sem leyfði sér að hækka
vextina um daginn án
þess að spyrja forsætis-
ráðherrann (forsjárráð-
herrann), samþykkti bæj-
arstjórn ísafjarðar
bakábyrgð fyrir 50 millj-
ónum króna. Þessi ábyrgð
er einföld. Það þýðir að
ganga verður að Togara-
útgerðinni áður en bær-
inn verður látinn borga.
En bærinn mundi þurfa að
borga kostnaðinn við
innheimtutilraunina ef
ekkert fengist.
Margir spyrja af hverju
stendur bærinn í því að
veita ábyrgð? Er ekki
miklu eðlilegra að aðrir en
sveitarfélögin standi í
atvinnurekstri? Á ekki
ísafjarðarkaupstaður nóg
með sínar skuldir eins og
nú er komið? Þeir svart-
sýnustu segja einfaldlega
að með bæjarábyrgðinni
hafi bæjarstjórnin verið
að taka á sig ómældar
fjárhæðir. Ekki er auðséð
að það sé rétt að óbreyttu.
Vissulega skal undir það
tekið að það sé ekki hlut-
verk sveitarstjórna að
standa fyrir átvinnu-
rékstri.
ísafjörður og
Bolungarvík líka?
Þetta var um ísafjörð.
Auðvitað var eðlilegra að
kaupin ættu sér stað án
afskipta bæjarstjórnar
sem leggur að veði 50
milljónir af framtíðar-
aflafé skattborgara á
ísafirði. Án atvinnu er
ekkert mannlíf.
í Bolungarvík hafa
bæjaryfirvöld stigið
skrefinu lengra. Þar hefur
verið rætt um að kaupa
hlutabréf í Græði hf.
Heyrst hafa tölur á bilinu
100 til 200 milljónir. Bæj-
arstjórn mun hafa gert
tilboð í bréfin. Ekki er
vitað um fjárhæð.
Reyndar er um það talað
að fleiri komi inn í málið
síðar með hlutabréfa-
kaupum. Hvort það verður
skal ósagt látið. En eitt er
víst að þrýstingur minnk-
ar mjög um leið og bæj-
arstjórnin er búin að taka
ákvörðun. Þá snúa fjár-
magnseigendur sér ann-
að. Kvótinn er hvort eð er
kominn inn í bæjarfélagið.
Allt snýst þetta um
kvóta. Til þess að fá fisk
verða menn helst að
kaupa hann óveiddan. Þá
þarf að kaupa kvóta. En
með þessu haftakerfi sem
fiskveiðistj ófnunm er fer
verðið á óveiddum fiskn-
um, kvótanum, upp úr
öllu valdi. Þetta er orðið
einn allsherjar uppboðs-
markaður rétt eins og
verðbréfamarkaðurinn í
New York þar sem verðið
á pappírnum hækkar eða
lækkar eftir því hvernig
vindar blása. Olían fer
upp eða niður eftir því
hvernig liggur á mönnum
við Persaflóa.
Kvótinn er ekkert betri.
Samt skal haldið á.
Sennilega verður ekki
linnt fyrr en að lands-
byggðin verður orðin al-
gerlega lömuð, kannski
að frátöldu kjördæmi
sj ávarútvegsráðherra.
Hann vill nú úthluta
steinbítskvóta um allt
land. Þó veiðist hann við
Vestfirði. Þeir fyrir austan
geta selt steinbítskvót-
ann.
Ástandið er nefnilega
orðið þannig að í raun eru
þeir útgerðarmenn klár-
astir sem aldrei fara á sjó.
Þeir sem eiga kvóta geta
selt hann og komast bet-
ur af en með því að vera að
veiða fisk. Það breytir þó
ekki því að sveitarfélögin
eru nauðug viljug að
reyna að framlengja líf
sitt og keppa því á upp-
boðsmarkaðnum.