Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 16
40 dagar til jóla Full búð af raftækjum og heimilistækjum. ///// straumur Opið á laugardag kl. 10-13. &1K™/ Vestfirðir: Ölvuð við akstur UNG stúlka var tekin grunuð um ölvun við akstur á götum ísafjarðar, aðfar- arnótt sunnudagsins. Sömu nótt var lögreglunni á ísa- firði tilkynnt um að maður hefði skorist á púls í Súða- vík. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á ísa- firði þar sem gert var að sár- um hans. Hann reyndist ekki eins illa skorinn og haldið var í fyrstu. Maðurinn mun hafa dottið á rúðu með fram- angreindum afleiðingum. Óskuðu eftir gistingu HELGIN var frekar róleg hjá lögreglunni þrátt fyrir að mikið hafi verið um dans- leiki. Dansleikir voru bæði föstudags- og laugardags- kvöld í Suðavík, á laugar- dagskvöld á Suðurevri og bæði kvöldin á ísafirði. Talið er að á annað þúsund manns hafi verið að skemmta sér á ísafirði og nágrenni um helg- ina og að allir hafi skemmt sér vel a.m.k. ef miðað er við þau litlu afskipti sem lög- reglan þurfti að hafa af dans- gestum. Tveir utanbæjarmenn ósk- uðu eftir gistingu hjá lögregl- unni aðfararnótt sunnudags- ins þar sem þeir áttu ekki í önnur hús að venda. Að sögn lögreglunnar er nokkuð um svona beiðnir og er reynt að verða við þeim ef svo ber undir. Vestfirðir: Góð loðnuveiði út af Vestijörðum GÓÐ loðnuveiði hefur verið út af Vestfjörð- um undanfarna daga. Loðnu- skipið Víkingur fann loðnu- göngu 50 mílur norður af Hornbjargi aðfararnótt föstudags og eru nokkur skip á miðunum núna. Veiðin norður af Hornbjargi var góð og fékk Víkingur um 600 tonn þá nóttina. Um var að ræða blandaða loðnu og var mikið af smáloðnu í aflan- um. Loðnuskipið Höfrungur frá Akranesi landaði 700 tonnum í Bolungarvík á laugardaginn. Sama dag landaði Júpíter 500 tonnum af loðnu. A sunnudagskvöld lönduðu svo fjórir bátar slatta, Víkurberg og Erling, 40-50 tonnum hvor, Júpíter 150 tonn og Höfrungur 200 • Loðnusldpið Höfrungur kom til Bolungarvíkur á laugardaginn með um 700 tonn af loðnu og var þá myndin tekin. Skipið kom síðan aftur að landi á sunnudagskvöld með 200 tonn. tonnum. Loðnuverksmiðjan I 400 tonnum af loðnu á sólar- I duga langt fram í þessa viku. í Bolungarvík bræðir um 3- 1 hring og ætti því þessi afli að -5. Bolungarvík: Bæjarráð samþykkir 200 þúsund króna styrk til Emis BÆJARRÁÐ Bolungar- víkur samþykkti á síð- asta fundi sínum tillögu Kristins H. Gunnarssonar, bæjarráðsmanns um að veita Flugfélaginu Ernir hf. styrk að fjárhæö kr. 200.000.-. Málið verður síðan tekið fyr- ir á bæjarstjórnarfundi á morgun, fimmtudag þar sem endanleg ákvörðun verður tekin. Að sögn Ólafs Kristjáns- sonar, bæjarstjóra í Bolung- arvík sendi hann 1. nóvem- ber sl. Ólafi Ragnari Grímssyni, fjármálaráðherra og Sighvati Björgvinssyni, formanni fjárveitingarnefnd- ar Alþingis, skeyti að beiðni Fjórðungssambandsins þar sem skorað er á fjármálaráð- herra að veita heimild til Flugmálastjórnar til kaupa flugskýli Flugfélagsins Ernis á Isafirði fyrir stofnunina, vegna þess að það myndi leysa hinn bráða fjárhags- vanda félagsins. Er það von sveitarstjórna á Vestfjörðum svo og allra Vestfirðinga að fjármálaráð- herra verði við þessari áskorun svo að Flugfélagið Ernir geti haldið áfram að halda uppi þeirri nauðsyn- legu sjúkraflugsþjónustu sem félagið hefur gert frá stofnun. Sharp myndbandstæki Bauknecht heimilistækl rafsjá Góðir greiðsluskilmálar HAGSTÆTT VERÐ Hólastíg 6 Bolungarvík Sfmi 7326 Jólagardínuefni I úrvali Smar Qutynnszon k £

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.