Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 14.11.1990, Blaðsíða 5
BÆJARINS BESTA 5 - þrír rækjuskipstjórar af tíu vildu ekki skrifa undir löndunarsamning hjá Rækjuveri hf. • Þrír rækjuskipstjórar vildu ekki skrífa undir löndunarsamning hjá Rækjuveri hf. Það eru Ýmir BA, Driffell BA, og Katrín BA. RÆKJUVER hf. á Bíldudal hefur gert löndunarsamning við sjö af tíu rækjuskipstjórum á Bíldudal. Hinir þrír vildu ekki skrifa undir og létu þeir keyra fimm tonnum af rækju til Isafjarðar í Niðursuðu- verksmiðjuna hf. á mánu- dagsnóttina og hyggjast halda því áfram, eða þar tii nýja rækjuverksmiðjan hjá Fiskvinnslunni á Bíidudal tekur til starfa. f samtali við Ólaf Óskars- son frkvstj. Rækjuvers hf. sagði hann ástæðuna fyrir gerð þessa löndunarsamn- ings væri sú að fyrirtækið væri að tryggja sér hráefni fyrir vertíðina, því búið væri að úthluta öðrum aðila á staðnum leyfi til rækju- vinnslu. „Við gerðum okkur strax grein fyrir því að eitt- hvað af þessum bátum vilja landa í nýju verksmiðjuna þegar þar að kemur og það var alveg eins gott að láta það koma í ljós strax heldur en að vera að bíða eftir því. Við erum búnir að ráða fólk og viljum reyna að tryggja því fasta vinnu út vertíð- inna“. sagði Ólafur Óskars- son. BB hafði samband við Guðlaug H. Þórðarson rækjuskipstjóra á Katrínu BA, en hann er einn af þeim þremur rækjuskipstjórum sem ekki vildu skrifa undir samninginn, og spurði hann hvers vegna þeir vildu ekki skrifa undir. „Fyrir mitt leyti að þá get ég ekki séð neina ástæðu til að gera löndunar- samning við Rækjuver hf. þegar við erum skikkaðir til að landa okkar rækju þang- að. Samningurinn er óupp- segjanlegur og það er ekki verið að gefa mönnum neinn valkost. Maður hefur heyrt að það sé verið að koma upp nýrri rækjuverksmiðju hérna á staðnum og mér þykir það eðlilegara að komið sé með svona samning þegar sú verksmiðja er komin í gang. Við höfum ekkert að gera með neinn samning þegar við megum ekki landa rækj- unni á öðrum stað en í Rækjuveri, það segir sig sjálft. Þess vegna viljum við ekki skrifa undir og munum ekki gera það.“ sagði Guð- laugur H. Þórðarson. Eins og áður hefur komið fram fór rækjan í Niðursuðu- verksmiðjuna hf. á ísafirði og samkvæmt upplýsingum sem fengust þar ætlar fyrir- tæjið að halda áfram að taka við rækju frá þessum aðilum ef um áframhald verður að ræða. Rækjuveiði byrjaði í Arnarfirðinum á föstudaginn fyrir helgi og eftir tveggja daga veiði var aflinn 30 tonn. -r. Glampafrí gler I öllum glerjum endurkastast ákveðið hlutfall þess Ijósmagns sem í gegnum þau fara. Þetta veldur oft óþægilegum skuggum og glýju í aug- um. Einnig virðast glerin oft gráhvít og stafar það af því að umhverfið speglast í glerjunum. Flestirkannast við vandamálið sem fylgirmynda- töku, þar sem augu gleraugnabera sjást ekki sökum glampa. Svona mætti lengi telja. Óþægindi vegna endurkasts ogglampa eykst í hlutfalli við stærð og styrkleika glerjana. Til eru glampafrí sjónglersem koma að mestu leyti í veg fyrirþessi óþægindi og eru þau framleidd bæði í gleri og plasti. Margir fá það á tilfinninguna að glampafrígler dragi að sér ryk og óhreinindi en svo er ekki. Það er eingöngu vegna tæ'rleikans sem meira berá öllum flekkjum og óhreinindum. Þrífið þessiglerásama hátt og önnurgler, en varist þó að nota þurra klúta og skinnklúta. Efskipta þarf um annað glerið, getur orðið lítilsháttar blæbrigðamunur á glerjun- um en hann er þó oftast óverulegur. Leiíaðu aðstoðar fagmannsins og líttu við í Gullauga. ullauaa Dýrfinna Torfadóttir, sjóntækjafræðingur, ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.