Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.11.1990, Síða 2

Bæjarins besta - 28.11.1990, Síða 2
2 Vestfirðir: Fréttakorn Arnar ráðinn framkvæmdastjóri ■ STJÓRN Togaraútgerðar ísafjarðar hefur ákveðið að ráða Arnar Kristinsson, útgerðarfræðing, nú starfandi hjá Niðursuðuverksmiðjunni hf. á ísafirði, sem framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Stjórnarformanni Togaraútgerðar ísa- fjarðar, Magnúsi Reyni Guðmundssyni var falið á stjórnar- fundi fyrirtækisins í síðustu viku að ganga frá samningum við Arnar. Sjö umsækjendur voru um stöðuna. Einn óskaði nafn- leyndar en hinir voru Arnar Kristinsson, ísafirði, Birgir Valdimarsson, Isafirði, Garðar Rafnsson, Ólafsvík, Halldór Hermannsson, Isafirði, Ólafur Egilsson, Bildudal og Stefán Þór Ingason, (safirði. Norskur togari fékk á sig brotsjó I NORSKI togarinn Stáltor frá Tromsö i Noregi fékk á sig brotsjó 25 sjómílur norðaustur af Horni síðastliðinn föstudag og sendi út neyðarkall klukkan 14.23. Tólf vindstig voru út af Vestfjörðum á föstudaginn þegar brotsjórinn reið y'ir skipið. Flest öll tæki í brú skipsins skemmdust og stýrimaðurinn sem var í brú skipsins mun hafa slasast litillega. Stáltor var á leiðinni á rækjuveiðar á Dohrn-banka. Ekk- ert samband náðist við skipið fyrr en kl. 16 og voru því flug- vél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr send af stað til móts við skipiö. Þau sneru við er Ijóst var að togarinn Harð- bakur frá Akureyri hafði komist í samband við Staltor. Harðbakur kom að Stáltor um kl. 18.30 og fylgdi skipinu til Akureyrar. 500 tonna samdráttur á þorskveiðum ísfirðinga í október I ÞORSKAFLI ísfirðinga minnkaði um tæp 500 tonn í október miðað við sama mánuð í fyrra og er ísafjörður kom- inn í hóp þeirra 5 útgerðarstaða sem léleg þorskveiði í októ- ber, hefur komið hvað harðast niður á. Mestur samdráttur í tonnum talið er á Akureyri en hann er þó hlutfallslega meiri í Keflavík. I Keflavík drógst þorskaflinn saman úr 9.583 tonnum fyrstu 10 mánuði síðasta árs niður í 6.980 tonn nú. Samdrátt- urinn er enn meiri ef aðeins er litið á október mánuð því að í október í fyrra var þorskafli þeirra Keflvíkinga 732 tonn á móti 263 tonnum í ár. Á Akureyri minnkaði þorskaflinn um rúmlega 500 tonn ( október miðað við sama mánuð í fyrra. Ef litið er hinsvegar á fyrstu 10 mánuði þessa árs á móti fyrstu 10 mánuðum síðasta árs kemur í Ijós að þorskafl’ ís- firðinga eykst um rúmlega 3.600 tonn, fer úr rúmlega 9.222 tonnum í 12.859 tonn. Akureyringar veiddu hins vegar 15.200 tonn fyrstu 10 mánuði þessa árs sem er 567 tonnum minna en í fyrra. BÆJARINS BESTA SjÖsIysið á Húnaflóa: Tveggja manna saknað á Húnaflóa - Ísaíjaróarradíó heyröi síöast til mannanna klukkan 18 á sunnudag SKIPULEGRI leit er nú hætt að sjómönnunum tveimur sem saknað er þegar Jóhannes HU 127, 4,5 tonna trilla frá Hvammstanga sökk á Húnaflóa á sunnudaginn. Mennirn- ir sendu út neyðarkall vegna þess að trillan var að sökkva. Ísafjarðarradíó heyrði síðast í mönnunum klukkan 18 á sunnudag. Mikil leit hefur staðið yfir að mönnunum tveimur, um 50 björgunarsveitarmenn, varðskip, þyrla og 25 bátar hafa leitað á svæðinu án ár- angurs. Lausir hlutir úr bátn- um, svo sem fiskiker, línu- bali og austurtrog, fundust á mánudaginn við klettinn Fá- skrúð, skammt norður af Vatnsnesi. Mennirnir sem saknað er heita, Dagbjartur M. Jóns- son, 45 ára, kvæntur og á tvo syni búsettur í Víðidal, og Jónas Sigfússon, 18 ára, bú- settur hjá foreldrum í Gröf í Víðidal. Ráðgert er að ganga fjörur áfram næstu daga. -r. Bikarkeppnin í sundi: Vestfiröir: Vestri hafnaði í þdðja sæti - Helga Sigurðardóttir vann til þrennra gullverðlauna VESTRI frá ísafirði hafnaði í þriðja sæti í bikarkeppni í sundi sem fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Helga Sigurðardóttir vann til þrennra gullverðlauna á mót- inu. Hún sigraði í 200 m. fjór- sundi og í 100 og 200 m. skrið- sundi. Vestraliðið var skipað 19 sundköppum, bæði af strák- um og stelpum. Pálína Björnsdóttir stóð sig vel á mótinu en hún hafnaði í þriðja sæti í 200 m. fjórsundi og í öðru sæti í 100 m. skrið- sundi. í boðsundi karla varð Vestri í fjórða sæti og Birgir Örn hafnaði í þriðja sæti í 100 m. flugsundi. Úrslit urðu sem hér segir: 1 sæti. f A með25.662stig, í 2 sæti, Ægir með 25.116 stig og í 3 sæti, varð Vestri með 22.727. Á eftir komu KR með 22.283 stig. Að sögn Ólafs Þórs Gunnlaugssonar, sundþjálfara Vestra, var þessi bikarkeppni ein sú skemmtilegasta frá því hann hóf störf sem þjálfari 1983. -r. • Helga Sigurðardóttlr vann til þrennra gullverðlauna á bikarmótinu í sundi sem fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Vestflrðingar með mestu tekjumar TVINNUTEKJUR skattframteljenda á aldrinum 20-65 ára voru að meðaltali hæstar á Vestfjörð- um á síðasta ári samkvæmt upplýsingum sem Þjóðhags- stofnun hefur gefið út. Tekj- ur Vestfirðinga námu tæpri 1,1 milljón króna, en lægstar voru þær á Norðurlandi vestra og á Austurlandi, rétt rúm ein milljón. í skýrslu Þjóðhagsstofnun- ar sem nýlokin er úrvinnsla á kemur m.a. fram að á milli áranna 1988 og 1989 var mesta tekjuhækkunin á Vesturlandi og á Vestfjörð- um eða 14-14,2%, en minnst á Reykjanesi 10,4%. í Reykjavík nam hækkunin 10,7%. Á árinu 1987 voru meðaltekjur hæstar á Vest- fjörðum og lægstar á Norð- urlandi vestra eins og í fyrra en munur á milli þessara kjördæma var þá 13,8% í stað 9,2% á síðasta ári. -s. I

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.