Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.11.1990, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 28.11.1990, Blaðsíða 4
4 BÆJARINS BESTA BÆJARINSBESR Úháð vikublað á Vestfjörðum Útgefandi: H-prent hf. Sólgata 9, ísafjörður S 4560 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson S 94-4277 & 985-25362 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson S 94-4101 & 985-31062 Blaðamaður: Róbert Schmidt S 94-3516 Útgáfudagur: Miðvikudagur Upplag: 3800 eintök Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka: Að Sólgötu 9 S 94-4570 Fax S 4564 Setning, umbrot og prentun: H-prent hf. BÆJARINSBBIA er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða og upplagseftirliti Verslunarráðs. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. - blað sem vitnað er í. ísafjörður: Af bæjarmálum I Golfklúbbur ísafjarðar hefur farið þess á leit við bæjar- ráð að bæjarsjóður veiti fé til uppbyggingar golfvallarins í Tungudal á árinu 1991. Jafnframt fer Golfklúbbur ísafjarð- ar þess á leit við bæjarráð að við skipulagningu svæðisins við Dvalarheimilið Hlíf verði gert ráð fyrir „púttvelli'1. Býðst golfklúbburinn til að veita faglega ráðgjöf. ■ Skátafélagið Einherjar Valkyrjan hefur sent bæjarráði bréf þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til að koma upp varanlegum stöfum (ártal) í Eyrarhlíð til að nota á gamlárs- kvöld. Áætlaður kostnaður við verkið er kr. 215.000.- Bæjarráð vísaði erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. ■ íbúar við Árvelli 2 og 4 í Hnífsdal hafa sent bæjarráði bréf þar sem farið var þess á leit við bæj arsjóð að hann gengi frá opnum skurði sem er fyrir framan húsin, en af honum hefur stafað hætta fyrir börn. Forstöðumaður tæknideildar bæjarins hefur lagt fram niðurstöður sínar á aðstæðum við húsin og leggur hann til að grafinn verði nýr skurður fjær húsunum og að uppgröftur úr honum verði notaður sem vörn. Þá taldi forstöðumaður nauðsynlegt að hafa fram- ræslu á þessum slóðum. I Brunamálanefnd ísafjarðarkaupstaðar hefur lagt til að þeir Hermann Hermannsson, Mjallargötu 1, ísafirði og Gísli Úlfarsson, Sunnuholti 2, ísafirði verði skipaðir í slökkvilið ísafjarðar. I Samþykkt hefur verið að Guðmundur P. Gunnlaugs- son, prentari og skíðaþjálfari sjái um rekstur Skíðheima fyrir skíðaráð árið 1991 en Guðmundur hafði óskað eftir ■því að fá Skíðheima leigða. ■ fþrótta- og æskulýðsráð hefur lagt til að höfðu samráði við svæðisstjóra skíðasvæðis ísafjarðar að drög að verðskrá á aðgangskortum í lyftur á skíðasvæðið veturinn 1991, verði samþykkt. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að árskort fullorðinna hækki úr kr. 8.250.- í kr. 9.000., árskort barna hækki úr kr. 4.000,- í kr. 4.500. Dagskort fullorðna hækki úr kr. 700,- í kr. 750.-, dagskort barna hækki úr kr. 300.- í kr. 350. Hálfsdagskort fullorðinna hækki úr kr. 400.- í kr. 500.-, hálfsdagskort barna hækki úr kr. 200.- í kr. 250.-. Þá er gert ráð fyrir í tillögunni að kvöldkort fullorðinna hækki úr kr. 400.- í kr. 500.-, kvöldkort barna hækki úr kr. 200.- f kr. 250.-. Fjölskyldukort þar sem um er að ræða tvö börn, hækki úr kr. 19.500 í kr. 21.450.-, fjölskyldukort þar sem um er að ræða þrjú börn hækki úr kr. 21.500,- í kr. 23.640,- og að göngukort fullorðinna hækki úr kr. 2.500.- í kr. 3.000,- og að göngukort barna hækki úr kr. 1.250,- í kr. 1.400,- • Hörður Högnason hjúkrunarforstjórí stendur við hlið endurlíf- gunarborðsins sem Rebekkustúkan Þórey á ísafirði færði Fjórð- ungssjúkrahúsinu að gjöf í síðustu viku. ísafjörður: Amiðvikudags- KVÖLDIÐ í síðustu viku færði stjórn Rebekku- stúkunnar Þóreyju, Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði endurlífgunarborð að gjöf. Það var Bjöm Þór Sigur- bjömsson yfirlæknir sem veitti gjöfinni viðtöku ásamt Guðmundi Marinósyni fram- kvæmdastjóra Fjórðungs- sjúkrahússins og Ijósmæðr- um. Endurlífgunarborðið er notað til fyrstu umönnunar á nýburum strax eftir fæðingu og er útbúið til fullkominnar endurlífgunar og annara neyðaraðgerða ef svo ber ísafjöröur: Danshátíö hjá Dagnýju Björk FYRIR stuttu stóð yfir dansnámskeið á ísafirði á vegum Dagnýjar Bjarkar, danskennara. Alls tóku átta hópar þátt í dansinum á aldr- inum frá 4 ára og upp úr. Flestir hópanna voru í Jazz- ballett, Hip Hop og Madonnu dönsum en yngstu hóparnir voru mest í sam- kvæmisdönsum og leikjum. Dagný Björk vonast til þess að geta þjálfað upp pör og hópa frá ísafirði til þess að taka þátt í íslandsmótinu í dansi sem verður á vori kom- anda og ætlar því að koma aftur til ísafjarðar eftir ára- mót til þess að halda annað námskeið. Að síðasta nám- skeiði loknu voru haldnar nemendasýningar hjá hóp- unum og má með sanni segja að hátíðarstemmning hafi ríkt í Sjallanum þá daga sem sýningarnar stóðu yfir. „Á fsafirði er ofsalega mikið af góðum dönsurum en við verðum að passa þau vel, því það er ábyrgðarhlut- verk að kenna dans og til þess þarf að minnsta kosti fjögur ár í námi. Það er því ekki á hvers manns færi að ætla sér að skila því hlut- verki sem skyldi, hvað varð- ar rétt spor og rétta takta í tónlist" sögðu þær stöllur Dagný Björk Pjetursdóttir, danskennari og aðstoðar- kennari hennar, Sigríður Jó- hannsdóttir í samtali við BB. undir, annað hvort á fæðing- arstofu eða skurðstofu, t.d. eftir keisaraskurði. Gjöfin er metin á 965.000 krónur og er frá fyrirtækinu Ohmeda í Bandaríkjunum. Endurlífgunarborðið léttir mjög störf ljósmóðurinnar og eykur jafnframt öryggi við fæðingu nýbura. Aðventukvöld í ísafjarðarkapellu sunnudaginn 2. desember 1990 kl. 21.00 Flytjendur: Sunnukórinn Kór ísafjarðarkirkju Barnakór Tónlistarskólans Stjórnandi: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Rúnar Vilbergsson, fagottleikari. Margrét Gunnarsdóttir, píanó. Agota Joó, píanó og orgel. Sigríður Ragnarsdóttir, píanó og orgel. Tómas Tómasson, flauta. Söngstjóri: Beata Joó

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.