Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.11.1990, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 28.11.1990, Blaðsíða 12
12 BÆJARINS BESTA ekki stillt með um að geta þess, að við þessa útgáfu hefi ég unnið með þrem ættliðum á sex árum, Sigurði Jónssyni, Árna Sigurðssyni og Herdísi Jónsdóttur, en vinna við þetta seinasta bindi verksins hefir einkum hvílt á herðum Halldórs Sveinbjömssonar, Björns Davíðssonar og Her- dísar Jónsdóttur, auk starfs- manna Prentsmiðjunnar Odda hf. í prentverki og bókbandi. Ég þakka öllum þeim, sem að verkinu hafa unnið, gott og ánægjulegt samstarf. Um leið vil ég nota tækifærið og þakka Hrafni Snorrasyni alveg sérstaklega fyrir hans aðstoð, en hann á heiðurinn af þeirri glæsilegu kápu, sem prýðir þetta síð- asta bindi, en myndin var tekin á verslunarmannafrí- daginn í sumar. Síðazt en ekki sízt þökk-/ um við söguritaranum, Jóni P. Þór, ánægjulega sam- vinnu og umburðarlyndi. Hann hefir lagt sig fram um að þóknast stjórn félagsins í því, að gera verkið sem bezt úr garði. Eftir er svo að sjá hvaða viðtökur bókin fær hjá væntaniegum lesendum. Þeir eru hinn harði dómari, sem við eigum endanlega allt undir“ sagði Jón Páll Hall- dórsson m.a. í ræðu sinni. Ekki verður annað sagt en að bókin sé hin glæsilegasta og sé forsvarsmönnum Sögu- félags ísfirðinga svo og öll- um ísfirðingum til mikils sóma. 250 eintök af bókinni hafa verið bundin inn í vand- að skinnband sem einungis verður hægt að fá hjá af- greiðslu félagsins. Pá verður á næstunni, allt verkið selt í vandaðri öskju sem ætti að verða vinsæl m.a. til afmæl- isgjafa. -s. • Stjórn Sðgufélags ísflrðinga. Suöureyri: Mikil eftirspum um húsnæði og atvinnu SUÐUREYRI hefur ver- ið á milli tannana á fólki mestan hluta þessa árs. Mik- ið atvinuleysi hefur verið á staðnum og margar fjöl- skyldur yfirgáfu húsin sín og fluttu suður í kjölfarið. En nú virðist málið vera að snú- ast við, því eftirspurn um Til sölu Til sölu er Pajero, árg. ’87. Bíllinn er í toppstandi. Upplýsingar í síma 4164. húsnæði og atvinnu hefur verið mikil síðustu vikur. Að sögn Snorra Sturluson- ar sveitarstjóra Suðureyrar- hrepps, er nægt framboð húsnæðis á staðnum. Fjöldi húsa eru til sölu og leigu enda ekki við öðru að búast þegar um sjötíu manns hafa flutt af staðnum á þessu ári. Fyrirspurnir um atvinnu og húsnæði hafa verið miklar upp á síðkastið. Aðallega er þetta fjölskyldufólk sem hef- ur áhuga á að breyta til. • Fjöldi húsa er til sölu og leigu á Suðureyrl. Mlkið hefur verlð um að fjölskyldufólk spyrji eftir atvinnu og húsnæði undanfarlð. ísafjörður: Inntök beggja vatns- bólana stífluðust - kranavatnið illa lyktandi vegna botngróðurs sem komst í inntökin ''ÆKNIDEILD Isa- fjarðabæjar barst fjöldi Fundarboð Adalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Hótel ísafirði 1. desember 1990 og hefst kl. 14.00. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. kvartana síðastliðinn föstu- dag vegna illa lyktandi kranavatns og óhreinindi sem því fylgdi. Við athugun kom í Ijós að krap hafði myndast í stíflunni á Dag- verðardal og náð að komast í inntakið. Við það rifnaði botnsgróður og komsti tals- vert magn í leiðslurnar. Vatnsbólið í Tungudal stíflaðist líka sama dag og varð því vatnslaust um tíma í bænum. Nýtt bráðabyrgða inntak er í vatnsbólinu í Tungudal, vegna jarðganga- gerðarinnar, og eiga slík vandamál ekki að geta skap- ast þar. Starfsmenn Tæknideildar- innar hreinsuðu inntakið á Dagverðardal og komst vatn á skömmu síðar. Að sögn Eyjólfs Bjarnasonar hjá Tæknideildinni var ekkert óeðlilegt að sýninu sem þeir tóku úr vatninu. Krapa- vandamál sem þetta gerir ekki boð á undan sér og því erfitt að sjá fyrir hvort slíkt gerist. Þetta er vandamál sem alltaf verður til staðar yfir vetrarmánuðina.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.