Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.11.1990, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 28.11.1990, Blaðsíða 8
8 BÆJARINS BESTA Gefðu bókhaldinu líf! íslensk forritaþróun hf. kynnir hinn nýja opusallt viðskiptahugbúnað 29. nóvember nk. kl. 10 á Hótel ísafirði. Viljir þú fylgjast með þróun hugbúnaðar og hvernig hann getur aukið framlegð fyrirtækisins, þá mætir þú á kynninguna. Kynnt verður: framtíðar viðskiptahugbúnaður BfíltSSM myndræn framsetning ISISHffinTl sveigjanleiki ISHIHSiIW skýrslugerð með þrívíddar grafík ISfffíSRM SQLfyrirspurnarmöguleikar Upplýsingar í símum 91 -671511 og 94-3745. B forritaþróun hf OpUS allt t Jóla- tilboc % á Bauknecht uppþvottavélum og þurrkurum. Einstakt tilboð. Frábær greiðslukjör. Opið föstudag til kl. 19. RAFSJÁ Laugardag kl. 13 tií 17. Hóiastíg e Bolungarvík - @7326 Skálavík Bolungarvík 7130 Skálavík Bolungarvík a 7130 Dansleikur laugardagskvöld kl. 23-03. Hinir frábœru ROKKBÆNDUR sjá umfjörið. Aldurstakmark 18 ár. Pöbbinn opinn föstudagskvöld kl. 22-01. Vestfjaróamið: Koprgnimi SÍÐUSTU daga hefur ver- ið mokveiði á Kögur- grunni og við Djúpkrók. Á milli 20-30 togarar eru á svæðinu og er von á fleirum. Togarinn Hálfdán í Búð fékk 30 tonna hal á mánudags- nóttina, en trollið sprakk og aðeins náðist 6 tonn af hal- inu. „Petta hefur verið nokkuð blettótt en sumir hafa verið að fá frá 12 upp í 20 tonn í hali“, sagði Sigurður Ólafs- son stýrimaður á Elínu Por- bjarnardóttur ÍS frá Suður- eyri, en Elín var búinn að fá rúm 40 tonn eftir tveggja daga veiði. Mesta veiðin er í myrkrinu og dregur mjög úr veiði þegar birta tekur. Afl- inn er aðallega þorskur og er hann blandaður. Bolungarvík: 13 vindstig þegarmestvar VERSTA veður gekk yfir Vestfirði síðastlið- inn fimmtudag og föstudag með mikilli snjókomu. Á ísafirði var orðið þungfært á föstudag og þurfti lögregla að hjálpa fólki til vinnu sinnar. í Bolungarvík fór vind- hraðinn mest upp í 13 vind- stig og varð mörgum bolvík- ingnum ekki svefnsamt þá nóttina. Litlar skemmdir urðu að völdum óveðursins en eitthvað af sjónvarpsloft- netum munu hafa gefið sig. Nokkrar rafmagnsslár brotn- uðu í Tungudal við Bolung- arvík með þeim afleiðingum að öll sveitin í Syðridal varð rafmagnslaus. Bæirnir Ósbær og Pjóðólfstunga urðu einnig rafmagnslausir. Slökkvilið Bolungarvíkur var fengið til að afísa krap sem hafði myndast á staurum og línum. Vel gekk af afísa og var allt komið í eðlilegt ástand klukkan sjö um morguninn. -s * Urýmsum áttum: Fullveldisfagnaður SJÁLFSTÆÐISFÉ- LÖGIN í Bolungarvík halda sinn árlega fullveld- isfagnað nk. laugardag í veitingahúsinu Skálavík. Fullveldisfagnaðurinn hefst kl. 20,30 með borð- haldi og skemmtiatriðum. Ræðumaður kvöldsins verður Einar Oddur Krist- jánsson, formaður Vinnu- veitendasambands ís- lands. Að loknum skemm- tiatriðum verður almenn- ur dansleikur þar sem Rokkbændur sjá um að halda uppi fjöri. Sam- kvæmt venju er allt sjálf- stæðisfólk og aðrir velunn- arar flokksins hjartanlega velkomnir á þennan 1. des. fagnað. Þeir sem hyggjast taka þátt í fagnaðinum eru vinsamlegast beðnir að til- kynna þátttöku til Bjargar í síma 7460, Porbjargar í síma 7452 eða Margrétar í síma7158. Fréttatilkynning. Línan SLYSAVARNAR- KONUR á ísafirði munu í næstu viku byrja að selja línur í árlegu Jólahapp- drætti. Það er von okkar að bæj arbúar taki sölukon- um okkar vel eins og þeir hafa gert mörg undanfarin ár en þetta er 18 árið sem Jólahappdrættið starfar. Vinningar eru handunn- ir munirtil heimilisins unn- ir af félagskonum. Sýnis- hornum vinninga verður stillt út í glugga að Hafnar- stræti 8, og verða eflaust með því fyrsta til að setja jólasvip á bæinn. Dregið verður í happdrættinu á jólafundi Kvennadeildar- innar, 1. desember. Ágóða af „Línusölunni" verður varið til eflingar slysa- varnastarfsins á ísafirði. Línan verður einnig til sölu á eftirtöldum stöðum: Hjá Olíufélagi Útvegs- manna, versluninni Einar og Kristján, Hlíf Torfnesi og í versluninni Baðstof- unni. Fréttatilkynning. BÆJARINSBESIA - blað allra Vestfirðinga 4560 - 4570

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.