Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.11.1990, Side 7

Bæjarins besta - 28.11.1990, Side 7
BÆJARINS BESTA • • Onundarfjörður: Rafmagnslaust í einn og Mlfan sólahring EFTIR hádegi á fímmtu- daginn síðasta brotnaði einn rafmagnsstaur í sveita- línu í Önundarfirði, sem gerði það að verkum að raf- magn rofnaði við Ingjalds- sand og Arneshrepp og kom ekki á aftur fyrr en um klukkan sjö um kvöldið. Rafmagnstruflanir voru aðfaranótt föstudags og síð- an rofnaði línan kl.8 um morguninn. Frá þeim tíma og fram á miðjan laugardag var algerlega rafmagnslaust á Ingjaldssandi, eða í einn og hálfan» sólatiring. Vegna ófærðar komst viðgerðar- flokkur ekki til Önundar- fjarðar fyrr en á laugardags- morguninn. Viðgerð var lokið um miðjan dag. Rafmagnstruflanir byrj- uðu á Klofningslínu, frá Flateyri til Súgandafjarðar á aðfaranótt föstudags. Línan var aftengd í Staðardal og díselvél keyrð á Suðureyri, því allt kapp var lagt á að koma sambandi á við Ingj- aldssand en þar er ekkert varaafl. Klofningslínan var síðan aftur tekin í notkun á laugardagsmorguninn. Eng- in viðgerð var þó gerð á lín- unni því krap og selta losn- aði af sjálfkrafa. Pá voru rafmagnstruflanir á ísafirði á föstudagskvöldið en engin skýring fannst á þeim truflunum. Talið var að orsök mætti rekja til ísingar á aðalstöðinni á Breiðadal en sökum ófærðar var ekki hægt að komast þangað. Var þá ákveðið að slá línunni inn aftur og hefur hún haldið sínu striki síðan. Þess má geta í lokin að engar raf- magnstruflanir voru á svæð- inu frá Þingeyri suður á Barðaströnd. ísafjörður: Borðtennismót í Menntaskólanum MJÖG fjörugt borð- tennismót var haldið í sal Menntaskólans síðastlið- ið fímmtudagskvöld. Keppt var í tveimur fímm manna riðlum og komust tveir úr hvorum riðli áfram í úrslit. Eftir æsispennandi keppni í úrslitum fóru leikar þannig að í fyrsta sæti varð Baldur I. Jónasson, 2 sæti. Jón A. Sig- urþórsson, 3 sæti., Harald Pétursson, 4 sæti. Hannes Már Sigurðsson og, 5-9 sæti. urðu þeir Unnar Hermann- son, Hermann Porsteinsson, Sigurður Einarsson og Jón Páll Hreinsson. Jól '90 Vasadiskó, útvörp, útvarpsvekjarar og segulbönd í úrvali. AKAI og Konica videospólur og filmur á bæjarins besta verði. ^ Skáktölvur frá kr.7.990.- ^ Sjónvarp 5”, 14”, 21” 'wr* Ath! Opið laugardaga kl. 10-14. ///// straumur SILFURGÖTU 5 ÍSAFIRÐI S. 3321 Mikið úrval af PANTO gleraugita- umgjörðum tóúUaujaJ Dýrfinna Torfadóttir, sjóntækjafræðingur, ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.