Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.11.1990, Síða 11

Bæjarins besta - 28.11.1990, Síða 11
BÆJARINS BESTA 11 ísafjörður: Fjórða bindi Sögu ísafjarðar komið út KOMIN er út á vegum Sögufélags ísfirðinga, fjórða og síðasta bindið af Sögu ísafjarðar og Eyrar- hrepps hins forna, sem nær yfir tímabilið frá 1921 -1945, tímabil millistríðsáranna. í tilefni af útkomu bókarinnar hélt stjórn Sögufélagsins kynningarfund á Hótel ísa- firði, síðastliðinn sunnudag þar sem bókin var kynnt. Jón Páll Halldórsson, stjórnar- maður í Sögufélaginu flutti ávarp við þessi tímamót og sagði þá meðal annars: „Árið 1977 setti stjórn Sögufélags ísfirðinga fram þá hugmynd, að bæjarstjórn ísafjarðar minntist 200 ára afmælis ísafjarðarkaupstað- ar með vandaðri sögu um ísafjörð og Eyrarhrepp. Þessari hugmynd var vel tek- ið, og var félaginu falin framkvæmd verksins, en bæjarstjórn tók að sér að bera kostnað af söguritun- inni. í samráði við bæjar- stjórn var Jón P. Þór, sagn- fræðingur, ráðinn söguritari í ársbyrjun 1979, og vann hann að verkinu samfleytt, þar til á miðju seinasta ári, en þá fluttist hann og fjöl- skylda hans til Svíþjóðar, þar sem hann er nú búsettur. Af því leiðir, að hann á ekki kost á að vera með okkur hér í dag. Það orkaði alltaf tvímælis, hvernig staðið skuli að verki, eins og hér er um að ræða. Alls konar samtalsbækur, þar sem lítt er skeytt um heimildir og rubbað er af á skömmum tíma, setja nú mjög svip sinn á alla bókaút- gáfu. Þegar hér var ýtt úr vör, voru allir aðilar sam- • Ólafur Helgl Kjartansson, forseti bæjarstjórnar tekur við IV. bindi Sögu ísafjarðar úr hendi Jóns Páls Halldórssonar. mála um, að fyrst og síðast skyldi það haft að leiðarljósi, að verkið yrði vandað - bæði efni og ytri búningu - þannig að hér yrði um traust og vandað heimildarrit um sögu mannlífs í Skutulsfirði að ræða. Stjórn Sögufélagsins hefir lagt kapp á, að aldrei væri kvikað frá þessu upphaflega markmiði. Þetta leiddi að sjálfsögðu til þess, að verkið tók lengri tíma og kostnað- urinn varð meiri. Það er al- veg ljóst, að ýmsum hefir vaxið þessi kostnaður í aug- um og þótt verkið ganga hægar, en æskilegt hefði ver- ið. Það er trú okkar sögufé- lagsmanna, að við ísfirðing- ar höfum nú eignazt traust og vandað heimildarrit um sögu bæjarins og menn séu eftir atvikum sáttir við þann • Saga Isafjarðar IV. blndi. kostnað, sem það hefir haft í för með sér. ísafjörður á sér langa og merka sögu. Það var því ljóst í upphafi, að þetta verk yrði mikið að umfangi, eins og raunin hefir orðið. Þetta verk er nú orðið 1287 blað- síður og er prýtt milli 7 og 800 myndum og teikningum. Verkinu er skipt í fjögur bindi, sem öll eru svipuð að stærð.“ Stðar í ræðu sinni segir Jón: „Fyrstu tvö bindin voru unnin í Prentstofunni ísrúnu hf., en hin tvö síðari hjá H- Prenti hf. Þessi tvö prent- verk hafa séð um setningu, umbrot og filmuvinnu. Meg- inhluti þessa verks er því ís- firzkt handbragð, sem ég heid, að við getum öll verið stolt af. Fyrri tvö bindin voru prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar í Reykjavík og bundin hjá Bókfelli hf., en tvö hin síðari eru prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda hf. í Reykjavík og einnig bundin þar. í þessu sambandi get ég vikulega á afgreiðslu flugfé- lagsins Ernis í Reykjavík þar sem þau eru mikið sótt af Vestfirðingum búsettum í Reykjavík. Sömu sögu er að segja af afgreiðslu Flugleiða í Reykjavík. Þangað fara 50 blöð sem einnig eru mikið sótt af Vestfirðingum auk þess sem okkur hefur verið tjáð að blaðið sé kærkomin afþreying fyrir þá farþega Flugleiða sem eru að bíða eftir flugi út á land. Á ísa- fjarðarflugvöll fara síðan 40 blöð, 50 í Bókaverslun Jónasar Tómassonar á ísa- firði og 50 blöð geymum við sjálfir hjá okkur. í þessari upptalningu má ekki gleyma okkar traustu áskrifendum sem fer fjölg- andi með degi hverjum. í dag eru þeir rétt innan við 500, víðsvegar á landinu og um allan heim og vel hefur tekist að innheimta áskriftar- gjaldið (burðargjaldið). Restin 2-300 blöð fara í 8 verslanir, hótel og vídeóleig- ur á ísafirði. Vera kann að ýmsum þyki „undarlega stór- ir bunkar af blaðinu liggja frammi á afgreiðsluborðum um allan ísafjarðarkaup- stað“ eins og Hlynur segir í grein sinni. Þeim hinum sömu skal bent á að BB tek- ur meira pláss en Vestfirska fréttablaðið enda ekki hægt að jafna þeim saman þar sem BB er öllu jöfnu 16 síður að stærð en Vestfirska aðeins 8. Til þess að ná stærð BB þyrfti Vestfirska fréttablaðið að vera 12,5 síður vikulega. Þá burði hefur blaðið ekki sýnt og á líklega enn langt í land. Til að ljúka þessari upp- talningu um útbreiðslu BB og orðum ritstjóra Vest- firska fréttablaðsins um upp- lýsingar upplagseftirlits Verslunarráðs sem bæði blöðin eiga aðild að birtum við hér síðustu skýrslu sem við sendum Verslunarráði um upplag og útbreiðslu á BB. Fréttir og „fréttir“ í upphafi var BB aðeins dreift á ísafirði sem sjón- varpsdagskrá með auglýsing- um. Eftir að ákveðið var að gera blaðið að alvöru frétta- blaði fórum við að færa út kvíarnar hvað varðar dreif- ingu. Fyrstu árin voru fréttir blaðsins nær eingöngu bundnar við ísafjörð og ná- grenni en eftir því sem blað- inu óx fiskur um hrygg og út- breiðslan jókst fórum við að reyna að sinna hinum byggð- arlögunum betur, fréttalega séð. Það teljum við okkur hafa gert vel, sérstaklega á síðasta ári og þvf sem er að líða. Hins vegar verða þær raddir æ háværari að Vest- firska fréttablaðið standi ekki undir nafni og að BB sé búið að taka við því hlut- verki sem Vestfirska hafði að markmiði í upphafi. Til gamans birtum við því hér tvær töflur. í þeim kemur annars vegar fram, skipting á fréttum frá hinum ýmsum stöðum á Vestfjörðum sem birst hafa í blaðinu, fyrstu 10 mánuði þessa árs og svo sundurliðun á þeim málefn- um sem birst hafa í blaðinu þessa sömu 10 mánuði. Svona í lokin vonast ég til þess að þessar upplýsingar nægi lesendum blaðsins, auglýsendum og ekki síst Hlyni Þór Magnússyni, rit- stjóra. Undirritaður hefur nóg annað við tímann að gera en að svara greinum sem varla eru svaraverðar og vona að þessi orð mín verði þau síðustu um dreifingu og upplag vestfirskra blaða. Er það síðan ósk mín að við get- um haldið áfram samkeppn- inni, á grundvelli jafnréttis. Lifðu heill, Hlynur Þór Magnússon. Sigurjón J. Sigurðsson ritstjórí Bæjarins besta. Jóladagatölin eru komin! HAMRABORG HAFNARSTRÆTI 7 S 3166

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.