Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.11.1990, Qupperneq 14

Bæjarins besta - 28.11.1990, Qupperneq 14
14 BÆJARINS BESTA Nýjar bækur: Rauðir dagar ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér bókina „Rauðir dagar“ eftir Einar Már Sigurðsson. Bókin segir frá ungri stúlku að norðan sem flyst að heiman til að hefja sjálfstætt Iíf í Reykja- vík. Sögusviðið er höfuð- borgin um 1970, umflotin þeim ókyrru straumum sem þá orkuðu á ungt fólk. Atvinnuleysi, landflótti, húsnæðisskortur, róttækni, uppreisnargirni og ekki síst ástin ráða hér ríkjum á tím- um sem lítt hefur verið sinnt til þessa í bókmenntum. Ein- ar snýr að okkur nýrri hlið í þessari skemmtilegu ástar- sögu. íslenska kynlífsbókin ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér bók sem ber heitið „íslenska kynlífs- bókin“ Bókin sem skrifuð er af Óttari Guðmundssyni, lækni.fjallar á hispurslausan hátt um alla helstu þætti kyn- lífsins. Nöfn meginkaflanna Úrvals niöursuðuvörur gefa góða hugmynd um inni- hald bókarinnar. Kaflarnir nefnast: Kynlífssagan, fyrsta kynfróunin, kynlífið, klám og vændi, kynlífsvandamál, getnaðarvarnir, samkyn- hneigð, afbrigðilegt kynlíf og kynsjúkdómar. Höfundurinn, Óttar Guð- mundsson, útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla íslands 1975 og lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla 1984. Hann hefur síðan unnið sem heilsugæslulæknir í Keflavík, verið læknir hjá SÁÁ og starfar nú á geðdeild Lands- spítalans. Hann hefur um árabil skrifað ýmsar greinar í blöð um læknisfræði og fleira. Óttar nálgast við- fangsefni sitt af fagmennsku og laus við allan tepruskap. Myndskreytingar eru margvíslegar í bókinni, með- al annars eru notuð þekkt listaverk til að útskýra það sem um er rætt. Ég hef lifað mér til gamans BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur sent frá sér bók- ina „Ég hef lifað mér til gamans - Björn á Löngumýri segir frá“ Gylfi Gröndal, rit- höfundur semur sögu Gæði með góðum mat Ameríslca Tunguháls 11 • Síml 82700 GVLFÍ GRÖNDÁl Ér* LJiiti u rttr IFAÐMÉRTl Bjöms, en þetta er fimmt- ánda ævisagan sem hann rit- ar. í kynningu Forlagsins seg- ir m.a.: Saga Björns á Löngumýri er umfram allt fjörleg og ævintýraleg, því af eiginleikum iífsins metur hann mest gamansemi og frelsi. Hann lætur engan kúga sig eða kúska, hvorki bankastjóra, sýslumenn né ráðherra. Kímnin situr jafn- an í fyrirrúmi og frásagnar- gleðin er ósvikin, hvort sem lesið er um bemsku og bú- skap, þingstörf eða málaferli þessa einstæða manns. Bókin er 256 blaðsíður og er prýdd fjölda mynda. Neistar frá sömu sól BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur sent frá sér bók- ina „Neistar frá sömu sól“. Þar ræðir Svanhildur Kon- ráðsdóttir, fyrrum ritstjóri Mannlifs við fimm mann- eskjur. Viðmælendur Svan- hildar eru þau Þórhallur Guðmundsson, Brynjólfur Snorrason, Erla Stefánsdótt- ir, Gísli H. Wium og Jón Sig- urgeirsson. Flest eru þau víðþekkt meðal þeirra sem láta sig dulræn efni og sálar- rannsóknir varða. f kynningu Forlagsins seg- ir m.a.: Þetta eru ekki kraftaverk- eða kynjasögur. Þau sem hér segja frá eiga það sameiginlegt að hafa eitt sinn tekið ákvörðun um að nýta hæfileikana, sem þau fengu í vöggugjöf, í þágu þeirra sem leita að dýpri lífs- fyllingu, tilgangi lífsins - sjálfu almættinu. Neistar frá sömu sól er 204 bls auk 8 litmyndasíðna. Marta Quest BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur sent frá sér skáld- söguna „Mörtu Guest“ eftir Doris Lessing. Sagan segir frá Mörtu, uppreisnargjarni sveitastúlku af breskum ætt- um í Afríku. Hún tvístígur á mörkum bernsku og þroska, sárkvalin í skjóli lítilsilgdra foreldra sinna. Hún elur með sér rómantískar hug- sjónir um réttlátara samfélag í landi þar sem kynþáttakúg- un ríkir og dreymir dagdrauma um persónulegt frelsi hinnar fullorðnu konu. í kynningu Forlagsins seg- ir m.a.: Doris Lessing á stór- an lesendahóp meðal íslend- inga. Með útgáfu „Mörtu Ouest“ á íslensku kynnast þeir fyrstu bókinni í þeim meistaralega sagnabálki sem seinna hlaut nafnið Börn of- beldisins. Verkið er þroska- saga og byggir að miklu leyti á lífi skáldkonunnar - saga nútímakonu í átökum við samvisku sína og samtíð. Marta Ouest er 352 bls. og gefin samtímis út í kilju og bandi. Birgir Sigurðsson, rit- höfundur þýddi. Friöur - kærleikur - lækning BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur sent frá sér bók- ina „Friður, kærleikur, lækn- ing“ eftir bandaríska skurðlækninn Bernie S. Si- egel. Hann hefur unnið ein- stætt brautryðjandastarf til stuðnings sjúklingum og fólki sem styrkja vill mót- stöðuafl sitt gegn sjúkdóm- um. í kynningu Forlagsins seg- ir m.a.: f þessari bók er fólg- inn dýrmætur lykill - sjálfur lykillinn að góðri heilsu og vellíðan. Hér sést hvað læra má af því fólki sem þroskað hefur eiginleika sinn til sjálfslækningar. Hvort sem menn þjást af krabbameini, hjartasjúkdómum, sykur- sýki, alnæmi eða einhverju öðru er leiðin til sjálfslækn- ingar sú sama. Bókin er 262 bls. Helga Guðmundsdóttir þýddi. Meöan nóttin líður BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur gefið út skáldsög- una „Meðan nóttin líður“ eftir Fríðu Á. Sigurðardótt- ur. Þetta er þriðja skáldsaga hennar, en fyrir fjórum árum sendi hún frá sér skáldsög- una „Eins og hafið“ og hlaut fyrir hana mikið lof lesenda og gagnrýnenda. Söguhetja þessarar bókar er Nína, glæsileg og sjálfsör- ugg nútímakona - að því er virðist. Hún situr við rúm deyjandi móður sinnar. En á meðan nóttin líður vakna spurningar og efasemdir um eigið öryggi. Gamlar svip- myndir birtast, í hugskoti Nínu stíga kynslóðirnar fram hver eftir aðra og segja sögu sína. í kynningu Forlagsins seg- ir m.a.: Aldrei hefur innsæi og stílgáfa Fríðu Á. Sigurð- ardóttur risið hærra en í þessari sögu. Bókin er 194 bls. Af fiskum og flugum BÓKAÚTGÁFAN For- lagið hefur gefið út bókina „Af fiskum og flugum - Veiðisaga og vangaveltur“ eftir Kristján Gíslason. Hann hefur fengist við stang-

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.