Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.11.1990, Síða 16

Bæjarins besta - 28.11.1990, Síða 16
16 BÆJARINS BESTA sögur, en undiraldan er þung. Ólafur þekkir Skugga- hverfið í Reykjavík frá fornu fari. Rússneska vetrarstríðið geisar á Frakkastíg. Við Vatnsstíginn kúrir Stjáni grobb yfir skræðunum, en í garði barnakennarans á Lindargötu kúra lífsþreyttar pútur. Hér er friðsæl veröld Reykvíkinga sem gist hafa húsin í hverfinu í áratugi og leikvöllur barna sem leita ævintýranna óttalaus. Bókin er 110 bls. Stóra bamabókin FRÓÐI HF: hefur gefið út þriðju útgáfu ‘ „Stóru barnabókarinnar", sem fyrst kom út fyrir nokkrum árum en hefur verið ófáanleg um langt skeið. Jóhanna Thor- steinsson, fóstra valdi efnið en myndskreytingar gerði Haukur Halldórsson, mynd- listarmaður. I „Stóru barnabókinni“ eru ýmsar perlur sem íslensk börn hafa kunnað vel að meta í gegnum tíðina: Gát- ur, sögur, ævintýri, ljóð, barnagælur, þrautir, þulur, bænir, leikir og föndur. Stóra barnabókin er 96 blað- síður. Valkyrjur og varkvendi FRÓÐI HF. hefur gefið út bókina „Valkyrjur og varkvendi“ eftir bresku blaðakonuna Margaret Nicholas, í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. Bókin er í sama bókaflokki og bæk- urnar „Óráðnar gátur“ og „Heimsins mestu furðufugl- ar“ sem Fróði hefur áður gefið út. í bókinni „Valkyrjur og varkvendi“ eru sannar frá- sagnir af 29 konum, sem af ólíkum ástæðum hafa öðlast sess á spjöldum sögunnar. Sumar gerðu ekki annað en að ganga í berhögg við tíðar- andann með breytni sinni. Aðrar voru misskildar af sagnfræðingum og svo voru þær sem voru svo kaldlyndar og grimmar að það fer hroll- ur um lesandann við að kynnast þeim. Hér segir m.a. frá hneykslanlegum eiginkon- um, frægum hjákonum, kon- um sem gerðust stigamenn eða harðstjórar, ofstækisfull- um konum og drottningum undirheimanna. Valkyrjur og varkvendi er 227 blaðsíð- ur. Vaxandi vængir FRÓÐI HF: hefur gefið út bókina „Vaxandi vængir“ eftir Porstein Antonsson, rit- höfund. Með þessari bók er horfið aftur í aldir um ótroðnar slóðir og nokkur gömul íslensk ritverk dregin fram í dagsljósið, ritverk sem ekki hefur verið hamp- að fyrr. Þofsfeíais Aafoössoii. Meðal efnis má nefna að hér er fjallað um Kristján fjallaskáld og Jónas Guð- laugsson sem sagnahöfuna, óeirðir í Lærða skólanum, sifjaspell og samkynhneigð, stjórnleysinga og uppi- vöðslumann er knésetur yfir- vald, birtir kaflar úr fjórum skáldsögum sem skrifaðar voru á tímabilinu 1777 til síðustu aldamóta og loks get- ið um skrif Jónasar Hall- grímssonar í gegnum ungan og óþekktan mann, sem síð- ar varð hinn þekkti rithöf- undu, Guðmundur Kamban. Hér er á ferðinni rammís- lensk og forvitnileg bók sem gefur nýja innsýn in í hugar- heim íslensks alþýðufólks fyrr á öldum. Bókin er 176 blaðsíður. Hákur: Lýsing á Óshlídarvecri Eins og þeir vita sem ekið hafa milli Bolungar- víkur og ísafjarðar nýlega, hefur vegurinn frá sorp- hreinsunarstöðinni við Skarfasker að Óshólavita verið upplýstur. Komnir eru Ijósastaurar á þennan vegakafla og er tvímæla- laust mikil bót að. Ekki þarf að bera saman öryggið af því annars vegar að aka lýstan veg eða hins vegar að keyra hann myrkan. Á þetta ekki síst við að vetr- arlagi. Uppsetning staur- anna og viðhald er kostað af Vegagerð ríkisins. Raf- magn og perur greiða Bolungarvíkurkaupstaður og ísafjarðarbær að jöfnu. Menn geta deilt um þann háttinn sem á er hafður. Þó er ekki vafi á því að sam- vinna milli þessara tveggja sveitarfélaga mætti að skaðlausu vera miklu meiri en hún er nú og ætti reyndar að vera það. Það er fleira sem hægt er að gleðjast yfir varðandi veginn um Óshlíð. Veg- skálarnir hafa þegar sann- að gildi sitt. Nú hefur verið aukið mjög við varnar- girðingar á þeim stöðum öðrumþar sem hættast er við snjóflóðum á vetrum og grjóthruni á öðrum árstímum. Allt þetta ásamt stórkostlegum vegabótum milli kaupstaðanna tveggja auðveldar ÖO samskipti ibúanna að miklum mun. Miðað við þróun í byggð á Vestfjörðum ber sveit- arfélögum að hafa miklu nánara samstarf til hag- ræðis fyrir þá sem á Vest- fjörðum vilja búa. Vænt- anleg jarðgöng ýta enn frekar undir þessa þróun. Annars væri til lítils barist. Ljós yfir ísafirði Hinn 17. nóvember síð- astliðinn var haldin bók- menntavika á vegum Menningarráðs ísafjarðar. Fengin voru skáld, ljóð- skáld, rithöfundar og þýð- endur til að lesa úr verkum sínum og annarra. . Auk þess lék Kristján Bjarnason á gítar. Þessi menningar- viðburður mæltist vel fyrir af þeim sem hann sóttu. Ástráður Eysteinsson einn af fremstu bókmennta- fræðingum íslendinga af yngri kynslóðinni flutti fróðlegan fyrirlestur um það helsta sem er á döfinni í íslenskum nútímabók- menntum. Auk þess lásu úr verkum sínum og þýðing um þau Ingibjörg Haralds- dóttir, Rúnar Helgi Vignis- son og Þorsteinn Antonsson sem gerði grein fyrir leit sinni að verkum óþekktra rithöf- unda íslenskra frá fyrri öldum. Einnig las Hlynur Þór Magnússon, ritstjóri úr Átakanleg avisaga Margrétar Róbertsdóttur FRÓÐI HF: hefur gefið út ævisögu Margrétar Ró- bertsdóttur sem nefnist „Lífsstríðið - Frá þriðja ríki Hitlers til Þorlákshafnar" eftir Eirík Jónsson. Æviferill Margrétar er lyginni líkastur og erfiðleikar og hörmungar framan af við hvert fótmál. Lífshlaup flestra er sem sam- felld paradísarganga í sam- anburði við það sem hún hefur mátt þola. Margrét fæddist og ólst upp í Þriðja ríki Hitlers. Hún lýsir reynslu stríðsáranna sem ung stúlka og þeim hörmungum sem tóku við þegar Rauði herinn hernumdi austurhluta Þýska- lands í stríðslok og eirði engu. Eftir miklar hremm- ingar komst hún til íslands og réði sig sem vinnukonu á sveitabæ í Fljótshlíðinni. Ekki voru erfiðleikarnir þó að baki því fyrstu ár íslands- dvalarinnar reyndust ótrú- lega erfið. Um síðir birti þó til. Mar- grét giftist íslendingi og fann að lokum hamingjuna. Hún býr nú í Þorlákshöfn. Lífs- stríðið er 189 blaðsíður. Sögu ísafjarðar, 4.bindi. Einnig aðstoðuðu nem- endur úr Menntaskólanum á ísafirði, bæði við upp- lestur og með veitingum. Þessi upplýsing á ísa- firði var ekkk síðri en sú sem komið hefur verið á til Bolungarvíkur (eða öfugt) þótt hún sé allt annars eðlis. Hún þjónar samt sama tilgangi sem sé þeim að gera mönnum lífið bærilegra en ella. Því ekki lifir maðurinn af brauði einu saman. Ekki spilltiþað fyrir að eiga skáld sem uppalið er á ísafirði og þekkir þar staðhætti og mannlíf. Rúnar Helgi Vignisson notar efni í sögu sína „Nautnastuld" sem Vestfirðingar kannast vel við. Efni sem er nálægt bæði í tíma og rúmi, þótt það komi kannski sumum spánskt fyrir sjónir í með- förum hans. Rúnari eru færðar ham- ingjuóskir í tilefni af út- komu bókarinnar. Sögufélag ísfirðinga hefur unnið þrekvirki með útkomu 4. og síðasta bindis af Sögu ísafjarðar og á hrós skilið og ham- ingjuóskir. Þama er fólg- inn ómetanlegur fróð- leiksbrunnur. Það var svo sannarlega ljós yfir ísa- firði. Þökk sé Menningar- ráði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.