Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.12.1990, Blaðsíða 29

Bæjarins besta - 17.12.1990, Blaðsíða 29
BÆJARINS BESTA 29 lék hann Pál í Svartfugli og ýmis hlutverk í söngleiknum Land míns föðurs, hlutverk Harðar í Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson, bæði í Iðnó og í sjónvarpsgerðinni, Chrispin Usher í Oánægju- kórnum, Andrew í Algjört rugl og Hamlet Danaprins í samnefndum harmleik Wil- liams Shakespeare. Hann lék í leikritinu Kjöt eftir Ólaf Hauk Símonarson og í Sjang-Eng Síamství- burarnir eftir Göran Tun- ström 1989 ásamt Sigurði Sigurjónssyni. Hann lék einnig í einu áramótaskaupi, 1987. Pröstur hlaut viður- kenningu úr afmælissjóði Leikfélags Reykjavíkur sem veitt er ungum leikara fyrir leikafrek á sviði félagsins. Fleira mætti telja upp en við látum þessa upptalningu nægja. Dagur vonar „Maður er mismikið stressaður, það fer allt eftir hlutverkinu hverju sinni. Ég held að ég hafi aldrei verið eins stressaður og í Degi vonar, eftir Birgi Sigurðs- son. Pað fannst mér svaka- legt. Hlutverkið var nokkuð erfitt. Ég var þrjá tíma á sviðinu, meira og minna, og þurfti alltaf að vera svo hátt stemmdur. Og það tók oft á taugarnar. Verkið fékk samt góða dóma. Síðan lék ég aftur í því í sjónvarpsgerð. Það er tvennt ólíkt, skal ég segja þér. Manni hættir alltaf til að gera of mikið, ofleika. Það verður að passa sig miklu meira í sjónvarpi heldur en á sviði. Lárus Ýmir Óskarsson tók mig oft og sýndi mér á skjánum hvernig ég var. Þá gretti ég mig svo mikið og sj ón varpsmyndavélarnar skerpa allt svo miklu meira fyrir áhorfendur. Mér finnst skemmtilegra að leika á sviði, því í sjónvarpsgerð er sífellt verið að taka og klippa, eintómir bútar.“ Hamlet „Að leika Hamlet Dana- prins var mjög skemmtilegt. Þetta var dálítið taugastríð, mér fannst aldrei neitt ganga. Ég er yfirleitt óánægður með flest það sem ég geri.“ Ertu metnaðarfull- ur? „Ja, ég held það. Mér finnst ég alltaf vera ómögu- iegur. Kannski er það líka ágætt. Sýningar á Hamlet voru um 40 talsins og alltaf fullt hús. Þetta gekk mjög vel. En það gekk á ýmsu t.d. man ég sérstaklega eftir at- riðinu, - Að vera eða ekki - þegar ég lá fram á hnén á sviðinu, dróg sverðið úr slíðrinu og átti að segja „Að vera eða ekki“ Þá var klukk- an einmitt að verða níu og • Nú standa yflr æflngar Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal á teikritinu „Við borgum ekki“ eftir Dario Fo sem Þröstur leikstýrir. alltaf þegar þetta atriði kom, þá byrjuðu öll tölvuúrin að pípa út í sal“ segir hann og tekur um andlitið á sér og hlær. „Það brást ekki, alltaf á þessu sama augnarbliki. Þetta voru eins og tónleik- ar.“ Áramótaskaupið Nú lékst þú í einu ára- mótaskaupi, hvernig var það? „Það var voðalega gaman. Mig hefur alltaf langað til að vera gamanleik- ari, hef alltaf ætlað mér það. Svo einhvern veginn hefur það dregist. En ég á eftir að gera það. Ég var svolítið stressaður að horfa á skaup- ið heima í stofu á gamlárs- kvöld og mér fannst það ekkert sérstaklega gott þá. Maður fékk svo lítið að gera sjálfur. Mér finnst ára- mótaskaup eiga að vera leik- stýrð og leikin af 6-7 manna hóp, eins og Spaugstofna er að gera. Ég var beðinn um að leika í áramótaskaupinu núna en ég varð að hafna því. Það var mjög erfið ákvörðun. Ég er búinn að ákveða að vera hér fram í ágúst á næsta ári og það þarf að koma andskoti gott tilboð til að ég breyti þeirri stefnu.“ Síamstvíburamir „Ég lék dálítið sérstakt hlutverk með Sigurði Sigur- jónssyni í Síamstvíburunum Sjang-Eng, eftir Göran Tun- ström. Það var mjög gaman að leika með Sigga, hann er góður leikari. Við lékum samfasta tvíbura, klæddir í sérútbúið leðurvesti með totu samfasta á milli okkar. Við urðum að vera samstillt- ir í öllu, standa upp, setjast og ganga í takt, allt varð að smella saman. Stundum átt- um við að tala heilu setning- arnar þannig að ég sagði fyrsta orðið og hann næsta og svo koll af kolli. Þetta ruglaðist hjá okkur í nokkur skipti, en við björguðum okkur alltaf út úr því. í restina vorum við orðnir mjög samstilltir og vorum reyndar undrandi á því, hvað við vorum samtaka. Stund- um var þetta pirrandi og einu sinni vorum við báðir nærri því dottnir ofan í hljómsveitargryfjuna. Uss, þar munaði mjóu. Siggi steig út fyrir sviðið, en hljómsveit- in var í miðjunni fyrir fram- an. Og hann stígur á hljóm- borðsleikarann og það munaði engu að við færum báðir ofan á hljómsveitina. Já,við vorum heppnir þar.“ Leikaralaunin lág „Leikaralaunin eru skammarlega lág. Það var líka þáttur í því, að við fór- um til Bíldudals. Við vorum bæði í fullri vinnu, ég í leik- listinni og hún sem læknarit- ari. Og ef að dekk á bílnum skemmdist þá fóru fjármálin í rúst. Það stóð alltaf svo tæpt. Fastakaupið mitt var 63 þúsund og svo dreginn skattur af því og samanlagt vorum við með 100 þúsund krónur á mánuði. Það sem bjargaði okkur voru auglýs- ingar sem ég tók að mér að leika í. Það var ágætlega greitt fyrir það. Annars finnst mér leiðin- legt að leika í auglýsingum. Stundum ganga þær í sjón- varpinu í 1-2 ár og allir löngu búnir að fá leið á manni. Svo þegar ' maður er að leika Hamlet t.d. hvíslar fólk á milli sín í salnum - heyrðu er þetta ekki sá sem leikur í klósettpappírsauglýsing- unni? Sumar auglýsingar geta verið hræðilegar og ef maður lendir í slíkum auglýsingum getur allt farið fjandans til. Þú getur ekki stoppað þær, og þess vegna reyni ég að gera eíns lítið af því og ég mögulega get.“ Til Bíldudals „Síðan var ég orðinn eitt-

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.