Bæjarins besta - 17.12.1990, Síða 25
BÆJARINS BESTA
25
Galtarviti
„Svínahryggur, qúpurog
hangikjöt í jólamatínnu
- segir Valur Fannar vitavörður á Galtarvita, en hann og kona
hans, Guðlaug Tryggvadóttir eru búin að vera á þriðja ár á Galtar-
vita ásamt Lindu Rós dóttur þeirra, sem verður I árs 29. desember
HALLÓ er þetta Valur
Fannar? „Jú það er
hann.“ Komdu sæll og bless-
aður, Róbert hérna á BB. „Já
komdu margblessaður og
sæll.“ Hvað syngur í ykkur
þama á Galtarvita? „Það
syngur allt gott í okkur,
þakka þér fyrir.“ Er fólkið
byrjað á jólaundirbúningn-
um? „Já blessaður vertu, það
er ekki seinna vænna, þetta
líður svo hratt. Eg var að
panta jólamatinn áðan og
jólaskipið kemur líklega
tuttugusta.“
Hvað á svo að hafa í
jólamatinn? „Já, það verður
gott skal ég segja þér, maður
fitnar örugglega um þessi
jól. Við ætlum að hafa svína-
hamborgarahrygg á aðfanga-
dag, rjúpur á jóladag og
hangikjöt á annan í jólum.
Síðan verðum við með gæs á
milli jóla og nýárs.“
Hvað með Þorláksmessu-
skötuna? „Jú, auðvitað verð-
um við með skötu, skárra
væri það nú. Mér var lofað
skötu inn á Suðureyri, en á
bara eftir að nálgast hana,
hvernig sem það nú fer.“ Þú
ert búinn að ná í jólarjúp-
urnar? „Nei, en ég fer upp í
hlíð í vikunni og næ mér í
nokkrar. Þær hafa verið að
spóka sig hérna í hlíðinni
undanfarið."
Hænurnar verpa vel
Hvernig er tíðarfarið búið
að vera í haust? „Alveg stór-
kostlegt, ég get ekki sagt
annað. Það er allur snjór far-
inn, allt autt núna. Maður
bíður bara eftir snjónum til
að komast á milli á sleðan-
um.“ Hvernig líður hænun-
um? „Þeim líður bara vel.
Þær eru hérna úti á túni að
spóka sig í blíðunni. Þær
verpa vel, nema þegar gerir
mikið frost, þá dregur veru-
lega úr varpi. Kannski ég
gefi þeim hitablásara í jóla-
gjöf.“ segir Valur og skelli-
hlær.
En hvernig dafnar dóttir-
in? „Hún dafnar svakalega
vel. Við höfum verið sér-
staklega heppin með það
hvað hún er hraust. Hún
verður 1 árs 29. desember.“
Hvað ætlið þið að vera lengi
á Galtarvita? „Ég veit það
nú ekki, við ætluðum bara
að vera hér í tvö ár, en það
er liðið á þriðja ár núna. Jú,
ætli við verðum ekki í eitt ár
í yiðbót, ég hugsa það. Okk-
ur líður svo vel hérna.“
• Valur Fannar vitavöröur á
Galtarvita. Hann seglst örugg-
lega eiga eftir að fltna vel um
þessl jól, til að birgja sig fyrir
veturinn.
Jólabækurnar
á leiðinni
Á ekkert að lesa yfir jólin?
„Jújú, jólabækurnar eru á
leiðinni til okkar. Við fáum
blöð, tímarit og bækur sent
að sunnan. En maður er
alltaf aðeins á eftir í blaða-
lestrinum eins og gefur að
skilja. Við fáum BB frá Suð-
ureyri reglulega, þannig að
við reynum að fylgjast með
hvað er að gerast í kringum
okkur.“
Eigið þið von á heimsókn
um jólin? „Nei, eða jú, jóla-
sveinarnir koma væntanlega
hingað held ég, þeir eiga
heima í fjöllunum er það
ekki? Við höfum fengið tals-
vert af göngufólki í heim-
sókn í haust. Svo búumst við
að fá hingað snjósleðafólk
eftir áramótin, þegar snjór-
inn er kominn."
Gleðileg jól
Vestfirðingar
Þið eruð þá komin í jóla-
skap á Galtarvita? „Jájá,
það þýðir ekkert annað. Við
eigum nóg að borða og fáum
væntanlega jólalesefnið á
réttum tíma. Við höfum
skarf einu sinni í viku og salt-
fisk líka. Ég verka saltfisk
hérna, veiddi dálítið af
þorski í sumar á slöngubátn-
um, en mig vantar bita af há-
karli til að verka. Ég er bú-
inn að leita til „hákarlanna“
á Suðureyri, þá Leifa Nogga
og Ölla en þeir eiga ekkert.
Nú, svo vona ég bara að Þor-
láksmessuskatan komi á Þor-
láksmessunni. Við viljum
nota tækifærið og óska öllum
Vestfirðingum gieðilegra
jóla og farsæls komandi árs
og vonum að allir hafi það
gott yfir jólin.“ Ég skal
koma þessu til skila Valur.
„Já þakka þér fyrir og gleði-
leg jól.“ Sömuleiðis, skilaðu
kveðju. „Já, ég geri það,
vertu blessaður og sæll.“
sagði Valur Fannar að lok-
um.
Róbert Schmidt
Óska öllum skólabömum
á ísafirði
ogíHnífsdal
gleðilegrajóla
ogfarsæls
nýs árs, með
þökkfyrirárið sem erað líða.
Kærkveðja.
Geiri.
Vestfirðingar
Eigum ávallt til mikið úrval af
vöru til vökva-, vatns- og loft-
lagna.
Sérhæfð viðgerðar- og vara-
hlutaþjónusta.
¥
Vélvirkinn hf.
Hafnargötu 8
415Bolungarvík
A.T.V.R.
ÁFENGIS- OQ TOBAKSVERSLUW RÍKISINS ÍSAFIRÐI
Opnunartímar yfir hátíðarnar
Mánudagur til fimmtudags
17., 18., 19. og 20. desember kl. 10-18
Föstudagur 21. desember kl. 10-20
Fimmtudagur 27. desember kl. 10-18
Föstudagur 28. desember kl. 10-19
Mánudagur 31. desember kl. 9-12
Gleðilega hátíð!