Bæjarins besta - 17.12.1990, Blaðsíða 10
10 BÆJARINS BESTA
f
Sr. Sigurður Ægisson sóknarprestur í Bolungarvík:
Jólahugvekja
Nýja testamentið greinir frá því á einum stað,
að postularnir hafi eitt sinn verið teknir höndum
og leiddir fyrir œðstaráðið í Jerúsalem. Vildu
menn helst aföllu de'yða þessa aumu trúvillinga,
þessa kristnu hunda, sem voguðu sér að ganga í
herhögg við lögmálið og spámennina, ritning-
arnar heilögu. En þá reis upp farísei nokkur í
ráðinu, Gamalíel að nafni, virtur af öllum lýð.
Hann hauð, að mennirnir vœru látnir fara út
stundarkorn. Að því húnu sagði hann:
„ísraelsmenn, athugið vel, hvað þér gjörið við
þessa menn. Ekki alls fyrir löngu kom Pevdas
fram ogþóttist vera eitthvað. Hann aðhylltust um
fjögur hundruð manns. En hann var drepinn, og
allir þeir, sem honum fylgdu, tvístruðust og
hurfu. Eftir hann kom fram Júdas frá Galíleu á
dögum skrásetningarinnar og snéri fólki til fylgis
við sig. Hann fórst líka, og þeir dreifðust allir,
sem fylgdu honum. Og nú segi ég yður: Látið
þessa menn eiga sig og sleppið þeim. Sé þetta
ráð eða verk frá mönnum, verður það að engu,
en sé það frá Guði, þá megnið þér ekki að yfir-
buga þá. Eigi má það verða, að þér berjist við
sjálfan Guð.“
Æðstaráðið féllst á mál hins vitra kenni-
manns. Og hvað gerðist svo? Jú, við þekkjum
framhaldið. Kristnir menn í heiminum í dag eru
nœstum 2 milljarðar að tölu. Og kirkjudeildirn-
ar um 300 talsins. Mannkynið allt losar 5 millj-
arða. Má því segja, að þriðji hver jarðarbúi sé
kristinnar trúar.
Og enn koma því blessuð jólin innan skamms,
færandi birtu og yl, eins og þau hafa gert í bráð-
um 2000 ár í kristnum heimi. Margar kynslóðir,
vítt um storð, hafa í aldanna rás fagnað þeim;
menn, konur og börn lotið þessum eina og sama
frelsara, Jesú Kristi, sem við innan skamms
minnumst hér á landi, í kulda og snjó, þúsund-
um kílómetra frá Betlehem í Gyðingalandi, fœð-
ingarstað hans. Hér skiptir tími engu máli. Eða
fjarlægðir. Boðskapurinn sameinar.
Eiðið er á jólaföstu. Búið að kveikja á Spá-
dómskertinu, Betlehemskertinu og Hirðakert-
inu, og skammt í að logi á Englakertinu. Ogfyrr
en varir er þessi Ijóssins hátíð komin til manna.
Þú, faðir eða móðir, sem hyggst gefa barninu
þínu gjöf um jólin: Gakktu framhjá stríðsleik-
föngunum. Við erum að minnast þess senn, að líf
var gefið á jörð, gegn myrkri, hatri og tortím-
ingu. Pað er ekkert fallegt við dauðann, eða lík-
ingu hans. Þú mótar barnið þitt framar öðrum.
Veldu hið góða ogfagra.
Pú, drykkjumaður, eða kona, sem œtlar að
leggjast í vín á hátíðinni mestu, eins og venjulega,
en átt fjölskyldu, sem þykir vænt um þig: Breyttu
til. Pú ert ekki einn. Líttu í kringum þig. Hugs-
aðu um aðra. Væntingar þeirra. Kvíða.
Pú, lesandi minn, sem ert að búa þig undir að
fagna Jesúbarninu á nœstu dögurn, taka á móti
því, gefa því rúm í hjarta þínu: Gerðu það. En
minnstu þess um leið, að þau eru mörg börnin
sem þjást, bœði hér á landi og úti í heimi. Og það
eru líka margir aðrir, sem líða. Svo ótal margir.
Hugsaðu tilþeirra allra. Biðfyrir þeim. Gleym
aldrei. Pannig gleður þú Jesúbarnið.
Guð blessi þig um jólin. Gleðilega hátíð.