Morgunblaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,formaður Miðflokksins, spurði
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð-
herra að því á dögunum hvort nýtt
yrði tækifæri til að kaupa „svokall-
aðar CER-einingar“ til að greiða
fyrir að við Íslendingar „höfum ekki
staðið okkur nógu vel“ í að uppfylla
kvaðir Kýótó-samningsins um lofts-
lagsmál.
Sigmundur hafðieftir formanni
loftslagssjóðs að
hægt væri að kaupa
þessa CER-
syndaaflausn fyrir
innan við tvö hundr-
uð milljónir króna
en áður hefði um-
hverfisráðherra
sagt að kostnaður-
inn hlypi á millj-
örðum króna.
Katrín svaraði því til að vænt-anlega myndu Íslendingar
þurfa að greiða eitthvað fyrir að
hafa farið fram úr losunarheim-
ildum undanfarinna ára, en fjárhæð
lægi ekki fyrir. Þó sagði hún að rík-
ið mundi reyna að sleppa eins bil-
lega frá þessu og unnt væri, sem
auðvitað vekur spurningar um
hvort syndarinn iðrist nógsamlega.
En svo eru aðrar spurningar ogef til vill enn brýnni um þetta
mál allt saman. Hver er bættari með
að Ísland greiði „sekt“ fyrir að upp-
fylla ekki losunarskilyrði Kýótó-
samkomulagsins? Er tryggt – eða
bara líklegt – að þeir sem fá greiðsl-
una nýti hærra hlutfall af endurnýj-
anlegri orku en Íslendingar?
Væri ekki ástæða til að aðrarþjóðir næðu sama árangri og
Ísland náði fyrir áratugum áður en
þær færu að þiggja sektargreiðslur
frá okkur fyrir losun gróðurhúsa-
lofttegunda?
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Erum við
syndaselir?
STAKSTEINAR
Katrín
Jakobsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Árið 2019 og það sem af er árinu
2020 hefur slösuðum í umferðinni
fækkað verulega frá fyrri árum. Þá
hefur bifreiðum í umferð sömuleiðis
fækkað. Þetta kemur fram í um-
fjöllum Félags íslenskra bifreiða-
eigenda (FÍB).
Bendir félagið á gögn Samgöngu-
stofu, en í þeim kemur fram að
slösuðum vegna umferðarslysa hef-
ur fækkað um 24% frá árinu 2016.
Þrátt fyrir það hefur vísitala
ábyrgðartrygginga ökutækja hækk-
að um 20%, en neysluverðsvísitala
um aðeins 11%. Þannig hafa öku-
tækjatryggingar hækkað um 9% að
raungildi frá árinu 2016 til ársins
2020 á sama tíma og slysum fækkar
um fyrrnefnd 24%. Samtals voru
umferðarslys á fyrstu átta mán-
uðum ársins 703 talsins. Á sama
tímabili var umræddur fjöldi 923.
Þá hefur athugun FÍB jafnframt
sýnt að frá árinu 2008 til ársloka
2019 hafa ábyrgðartryggingar öku-
tækja hækkað tvöfalt meira en vísi-
tala neysluverðs. Iðgjöldin tóku
sérstaklega mikið stökk árið 2014,
en frá þeim tíma jukust þau um-
talsvert. Í samanburði félagsins
kemur enn fremur fram að öku-
tækjatryggingar hér á landi eru allt
að tvöfalt dýrari en í hinum nor-
rænu ríkjunum.
Slysum fækkar en iðgjöld hækka
Ökutækjatryggingar hafa hækkað
um 9% að raungildi frá árinu 2016
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ökutæki Tryggingar hafa hækkað
talsvert hér á landi undanfarin ár.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Holdafar rjúpna í haust var í meðal-
lagi hjá fullorðnum fuglum en undir
meðallagi hjá ungum. „Ferlarnir
fyrir holdastuðul stefna niður á við
og bæði fullorðnir og ungir fuglar
2020 voru mun rýrari en 2019,“ segir
í minnisblaði dr. Ólafs K. Nielsen,
vistfræðings og rjúpnasérfræðings
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Heilbrigði rjúpunnar var rann-
sakað á árunum 2006-2018. Í því
skyni var fuglum safnað í fyrstu viku
október ár hvert í Þingeyjarsýslum.
„Eitt af því sem kom í ljós var að
mikill munur var á holdafari rjúpna
eftir árum; ungfuglar voru að jafnaði
í lakari holdum en fullorðnir fuglar
en breytingar á milli ára voru þær
sömu hjá báðum aldurshópum. Þessi
mælikværði á „hreysti“ rjúpunnar
endurspeglar eitthvað sem fuglarnir
hafa reynt í lífi sínu mánuðina á und-
an, þ.e. yfir sumar og haust. Einnig
virðast vera tengsl á milli vetrar-
affalla og ásigkomulags fuglanna í
upphafi vetrar,“ skrifar Ólafur.
Hann segir að í ljósi þessara nið-
urstaðna hafi verið ákveðið að halda
áfram að meta holdafar rjúpna en
nota nú fugla frá veiðimönnum.
Fyrsta kastið var unnið á sama
svæði og heilbrigðisrannsóknin náði
til. Alls fengust 212 fuglar til skoð-
unar. Fuglarnir voru skotnir 1.-16.
nóvember í haust. Flestir náðust í S-
Þingeyjarsýslu, fáeinir í N-Þing-
eyjarsýslu og 20 fuglar voru veiddir í
Víðidal á Fjöllum.
Til stendur að þetta verði hluti af
árlegri vöktun rjúpnastofnsins og er
tilgangurinn sá að auka skilning á
stofnbreytingum rjúpunnar.
Rjúpur mun rýrari
í haust en í fyrra
Holdafar rjúpna
var metið og borið
saman við fyrri ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rjúpa Rjúpnastofninn er vaktaður
og vel fylgst með stofnbreytingum.