Morgunblaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
Hugsum áður en við hendum!
www.gamafelagid.is 577 5757
„ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ HANN HAFI
REYNT AÐ VARA ÞIG VIÐ.”
„ÞAÐ KÆMI ÞÉR Á ÓVART HVERSU MARGIR
FARA ÚT ÁN ÞESS AÐ BORGA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bíða eftir að hitta
hann aftur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HMM
PÆLDU Í ÞESSU. EF ÞAÐ
VÆRU ENGAR MÝS…
ÞÁ VÆRIR HEIMURINN
AÐ DRUKKNA Í OSTI!
VIÐ HÖFUM ÖLL
OKKAR HLUTVERK
NAMM
NAMM
NAMM
YÐAR HÁTIGN, HRÓLFUR SENDI
SKILABOÐ. HONUM ÞYKIR LEITT
AÐ HAFA EKKI
HITT YÐUR.
JÁ, ÉG FÉKK SKILABOÐIN FRÁ HONUM OG ÉG ER GLAÐUR AÐ
HANN HITTI MIG EKKI!
Einnig var Hilmar sæmdur gull-
merki hjá KSÍ og ÍSI og fékk
merki KRR með lárviðarsveig.
Hilmar er einnig heiðursfélagi í
Múrarafélagi Reykjavíkur.
„Þegar ég fór á eftirlaun bjó ég í
Grafarvogi. Þá frétti ég að það
væri í undirbúningi að stofna félag
eldri borgara í Grafarvogi, sem var
síðan stofnað 1998. Að sjálfsögðu
gengum við hjónin í þetta félag og
tókum þátt í fjölmörgum uppá-
komum, s.s. alls konar afþreyingu,
spilum og handavinnu og við fórum
í fjölda innanlands- og utanlands-
ferða. Í dag heitir félagið Félag
eldri borgara í Grafarvogi – Korp-
úlfar og telur núna nánast þúsund
félagsmenn, en við vorum bara 25
þegar það var stofnað. Ég fékk að
njóta þess að fá að stjórna þessu
félagi í fjögur ár.“
Fjölskylda
Eiginkona Hilmars var Jóna
Guðbjörg Steinsdóttir, f. 6.12. 1928,
d. 30.1. 2019. Foreldrar hennar eru
Steinn Ingvarsson, f. 23.10. 1892,
d.1.3. 1983, og Þorgerður Vil-
hjálmsdóttir, f. 14.8. 1903, d. 29.9.
1990. Þau voru búsett í Vestmanna-
eyjum. Börn Jónu og Hilmars eru
1) Steingerður, f. 6.8. 1949, gift
Bjarna P. Magnússyni, f. 22.3.
1948. Þau eiga fjögur börn, sjö
barnabörn og tvö barnabarnabörn.
2) Guðlaugur Rúnar, f. 10.5. 1953,
kvæntur Sigrúnu Magnúsdóttur, f.
29.1. 1954, d. 2008. Börn þeirra eru
tvö og barnabörn tvö. Sambýlis-
kona Guðlaugs nú er Ásta Ástþórs-
dóttir, f. 7.3. 1955. 3) Atli, f. 23.12.
1959, kvæntur Hildi Arnardóttur, f.
10.1. 1963. Þau eiga þrjú börn og
fjögur barnabörn.
Systkini Hilmars eru Þorsteinn
Rínar, f. 4.6. 1934, d. 9.4. 2014;
Kristín Jóna, f. 17.2. 1937, d. 7.12.
2018, og Ástríður Hafdís, f. 16.6.
1948, d. 16.7. 2014.
Foreldrar Hilmars eru Guðrún
Jónsdóttir húsmóðir, f. 19.6. 1911,
d. 28.10. 2014, og Guðlaugur Þor-
steinsson, sjómaður, fisksali og
hafnsögumaður, f. 27.7. 1909, d. 9.9.
1974. Blóðfaðir Hilmars var Svafar
Dalmann Þorvaldsson, f. 4.1. 1910,
d. 14.2. 1980.
Hilmar
Guðlaugsson
Guðrún Árnadóttir
húsmóðir, Brautarholti
Oddur Jónsson
formaður, Brautarholti
Ástríður Oddsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Þorsteinn Guðlaugsson
sjómaður í Reykjavík
Guðlaugur Þorsteinsson
hafnsögumaður, Reykjavík
Margrét Guðmundsdóttir
húsmóðir, Vatnsleysuströnd
Guðlaugur Þorsteinsson
sjómaður og Árnesingur
Elín Oddsdóttir
húsmóðir, Bala
Jón Teitsson
bóndi, Bala, Gnúpverjahreppi
Kristín Jónsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Jón Eiríksson
múrarameistari í Reykjavík
Guðrún yngri Sigurðardóttir
húsmóðir, Sólheimum,
Hrunamannahreppi
Eiríkur Jónsson
bóndi, Sólheimum, Hrunamannahreppi
Úr frændgarði Hilmars Guðlaugssonar
Guðrún Jónsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Sigurður Norðdal flutti ræðustúfsem hann kallaði „Rímur og
lausavísur“ á aðalfundi Rímna-
félagsins 1958. Þar segir: „Þor-
steinn Erlingsson kenndi mér fyrir
eitthvað fimmtíu árum þessa vísu –
og gat þess um leið, að það væri
eina góða vísan, sem hann hefði
fundið í heilum rímum, sem hann
var nýbúinn að lesa:
Æskan mín var ástargjörn,
að því megið hlæja,
þá var ég eins og önnur börn,
- enn er ég barn, og jæja.
Síðan segir hann að hamingjan
megi vita hversu margt af svona
smáperlum geti leynst í rímunum,
fyrir utan þær vísur úr þeim, sem
þegar hafi komist á alþýðuvarir.
Þetta er athyglisvert sjónarhorn
enda voru rímurnar hið versta torf.
En það breyttist á síðustu öld með
Alþingisrímum og sérstaklega þó
Odds rímum sterka eftir Örn Arn-
arson sem eru bráðskemmtilegar.
Ég gríp hér inn í Eldhúsdagsræðu
Odds sterka:
Veldur frekja Framsóknar
fjárhagsleka skútunnar,
allar tekjur uppétnar –
illa rekin trippin þar.
Þó að Framsókn færi skakkt,
festi á skeri þjóðarjakt,
allt er betra en íhaldsmakt,
eins og Jónas hefur sagt.
Íhald lastar Framsókn frekt.
Framsókn lýsir íhalds sekt.
Kjaftæðið er kátbroslegt.
Kuggurinn lekur eins og trekt.
Hér er starf, sem heimtar mann,
hugumstóran, sjóvanan,
óbilgjarnan, eldrauðan –
Oddur sterki, það er hann.
Og lýkur svo:
Kveð ég hátt, uns dagur dvín
dýran hátt við baugalín.
Venus hátt í vestri skín.
Við skulum hátta, elskan mín.
Árið 1959 kom út Rímnavaka,
rímur ortar á 20. öld, sem Svein-
björn Beinteinsson á Draghálsi
safnaði. Þar eru m.a. vísur úr Hlíð-
ar-Jónsrímum eftir Stein Steinar.
Þar á meðal þessi:
Fellur ofan fjúk og snær,
flest vill dofa ljá mér,
myrk er stofa, mannlaus bær,
má ég sofa hjá þér.
Símon Dalaskáld orti Geirharðs
rímur og er þetta niðurlag 3. rímu:
Hróðrar móður lykta’ eg ljóð,
lóð á þjóð sem kveði fróð.
Bjóðist óðum gæði góð
glóða flóða kærri slóð.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ein góð vísa í heilum rímum