Morgunblaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna
lýsti því yfir í gær að það hygðist
sækja um leyfi fyrir bóluefni sínu
gegn kórónuveirunni hjá bandarísk-
um og evrópskum heilbrigðisyfir-
völdum, en lokaniðurstöður prófana
benda til þess að það sýni 94,1%
virkni.
Stephane Bancel, framkvæmda-
stjóri Moderna, sagðist í yfirlýsingu
sinni trúa því að bóluefni fyrirtækis-
ins yrði nýtt og öflugt tæki til að
breyta stefnu heimsfaraldursins og
hjálpa til við að koma í veg fyrir
sjúkrahúsvist og dauðdaga.
Byrja um miðjan desember
Moderna stefnir á að geta byrjað
að gefa fólki fyrri skammtinn af
tveimur sem þarf um miðjan desem-
ber, verði leyfi veitt til þess, og er
gert ráð fyrir að um 20 milljón
skammtar af efninu verði fáanlegir í
Bandaríkjunum fyrir lok þessa árs.
Þá stefnir fyrirtækið á að framleiða
allt frá 500 milljónum til eins millj-
arðs skammta af efninu á næsta ári.
Bandaríski lyfjarisiinn Pfizer og
þýska líftæknifyrirtækið BioNTech
sóttu um svipuð leyfi í síðustu viku,
og er gert ráð fyrir að bóluefni
þeirra, sem þótt hefur sýna svipaða
virkni og bóluefni Moderna, fari í
dreifingu í Bandaríkjunum eftir 10.
desember næstkomandi.
„Bylgja ofan í bylgju“
Tíðindin koma á sama tíma og
seinni bylgja kórónuveirunnar er
enn í fullum gangi. Féllu markaðir í
Asíu og í Evrópu í gær nokkuð á ný,
þar sem ekkert lát virðist vera á
fjölgun nýrra tilfella.
Anthony Fauci, yfirmaður sótt-
varna í Bandaríkjunum, varaði við
því í gær að samlandar sínir mættu
eiga von á „bylgju ofan í bylgju“, þar
sem svo virtist sem fjöldi Banda-
ríkjamanna hefði verið á ferðinni um
þakkargjörðarhátíðina, sem fram fór
síðastliðinn föstudag.
Hátíðin markar jafnan upphaf
jólahalds í Bandaríkjunum og er
venjan sú að efnt sé til mikillar veislu
með stórfjölskyldunni. Greindu
bandarískir fjölmiðlar frá því um
helgina, að þrátt fyrir tilmæli um að
slíku yrði haldið í lágmarki í ár hefði
umferð um bandaríska flugvelli verið
sú mesta í síðustu viku frá upphafi
faraldursins.
Jerome Adams, landlæknir
Bandaríkjanna, sagði sömuleiðis að
gera mætti ráð fyrir stórri bylgju, og
hafa helstu forvígismenn heilbrigðis-
yfirvalda þar lýst yfir áhyggjum sín-
um vegna komandi jólahátíðar.
AFP
Þakkargjörð Nokkur örtröð var á bandarískum flugvöllum fyrir helgi
vegna þakkargjörðar. Er óttast að smitum muni fjölga þar mjög á næstunni.
Moderna sækir um leyfi
Stefna á að hefja dreifingu bóluefnisins fyrir jól Lokaniðurstöður benda til
94,1% virkni Fauci varar við að tilfellum muni fjölga eftir þakkargjörðarhátíðina
Talsmenn stjórnvalda í Íran sökuðu í
gær ísraelsku leyniþjónustuna
Mossad, sem og hóp stjórnar-
andstæðinga sem gerður hefur verið
útlægur frá Íran, um að hafa myrt
kjarneðlisfræðinginn Mohsen
Fakhrizadeh í síðustu viku.
Sagði Ali Shamkani, varaaðmíráll
og yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ír-
ans, að aðgerðin sem felldi Fakhriz-
adeh hefði verið „mjög flókin“ og
treyst á fjarstýrð vopn, þannig að
enginn árásarmanna hefði verið á
staðnum.
Sakaði Shamkani meðal annars
útlagahópinn „Heilaga stríðsmenn
alþýðunnar í Íran“, MEK, um að
hafa staðið að árásinni ásamt Ísrael,
en hann bar ábyrgð á því fyrir rúm-
um 15 árum að ljóstra upp um kjarn-
orkuvopnaáætlun Írans, sem og þátt
Fakhrizadehs í henni.
Talsmenn MEK neituðu ásökun-
um Íransstjórnar í gær og sögðu
þær enn eitt dæmið um vænisýki
klerkastjórnarinnar.
Íhuga svör við árásinni
Fakhrizadeh var borinn til grafar í
gær og hétu írönsk stjórnvöld því að
þau myndu heiðra minningu hans
með því að leggja enn meira fjár-
magn í kjarnorkurannsóknir hans,
en hann hefur verið sagður faðir
kjarnorkuáætlunar Írans.
Voru nokkrir háttsettir ráðamenn
viðstaddir útförina, þar á meðal
varnarmálaráðherrann Amir Hat-
ami og Hossein Salami, yfirmaður
byltingarvarðarins.
Írönsk stjórnvöld eru nú sögð
íhuga svar við árásinni sem felldi
Fakhrizadeh, og hafa harðlínumenn
á íranska þinginu kallað eftir því að
alþjóðlegum eftirlitsmönnum með
kjarnorkumálum landsins verði vís-
að úr landi.
Árásin hafi verið
„mjög flókin“
Fakhrizadeh borinn til grafar í gær
AFP
Útför Fakhrizadeh var borinn til
grafar í gær. Íran hefur sakað Ísr-
aelsmenn um að hafa myrt hann.
Scott Morrison,
forsætisráðherra
Ástralíu, for-
dæmdi í gær-
morgun tíst sem
Zhao Lijian, tals-
maður kínverska
utanríkisráðu-
neytisins, setti á
Twitter-síðu sína
um helgina, en
þar mátti sjá svið-
setta ljósmynd af áströlskum her-
manni, sem hélt á blóðugum hníf upp
að hálsi afgansks barns.
Saksóknarar í Ástralíu rannsaka
nú meinta stríðsglæpi 19 ástralskra
hermanna, sem voru mögulega
framdir á árunum 2005-2006.
Sagði Morrison að myndbirtingin
hefði verið ógeðfelld og svívirðileg
móðgun gagnvart herafla Ástralíu
og hvatti hann Twitter til þess að
fjarlægja færsluna, en hún birtist á
opinberum reikningi í eigu kín-
verska ríkisins. „Þetta er algjör sví-
virða og ekki réttlætanlegt á nokk-
urn hátt. Kínversk stjórnvöld ættu
að skammast sín alfarið vegna
þessa,“ sagði Morrison. „Þetta er
þeim til minnkunar í augum heims-
byggðarinnar.“
Áframhald á fyrri deilum
Hua Chunying, talskona utanrík-
isráðuneytisins, varði hins vegar
myndbirtingu samstarfsmanns síns,
og gaf til kynna að áströlsk stjórn-
völd ættu að skammast sín fyrir
framferði hermanna sinna. Sagði
hún það staðreynd að ástralskir her-
menn hefðu „slátrað saklausum
borgurum“ í Afganistan.
Málið þykir enn eitt dæmið um
versnandi samskipti Ástrala og Kín-
verja, en hinir síðarnefndu tóku því
illa þegar Ástralar studdu kröfur um
óháða alþjóðlega rannsókn á upp-
tökum kórónuveirufaraldursins.
Hafa Kínverjar sett ofurtolla á
ástralskar vörur og hafa ríkisfjöl-
miðlar ráðist á Ástralíu ítrekað und-
anfarna mánuði.
Scott
Morrison
Fordæmir
tíst tals-
manns Kína
Deilur Ástrala og
Kínverja magnast
Stórtíðindi urðu í grænlenskum
stjórnmálum um helgina þegar
Erik Jensen felldi Kim Kielsen,
formann grænlensku landsstjórn-
arinnar, í formannskjöri Siumut,
stærsta stjórnarflokksins, með 39
atkvæðum gegn 32. Vivian Motz-
feldt, forseti þingsins, var kjörin
varaformaður og Inga Dóra Guð-
mundsdóttir Markussen hlaut kjör
sem varaformaður skipulagsmála
flokksins.
Kielsen hefur verið formaður
Siumut, sem telst til jafnaðar-
mannaflokka, undanfarin sex ár,
en flokkurinn hefur borið æg-
ishjálm yfir aðra í grænlenskum
stjórnmálum frá því að lands-
stjórnin var sett á fót árið 1979.
Stefna Kielsens hefur hins veg-
ar verið umdeild, og kölluðu
nokkrir þingmenn Siumut eftir því
að hann segði af sér á síðasta ári.
Jensen, sem þá gegndi embætti
auðlindaráðherra, var á meðal
þeirra. Hann kaus hins vegar að
sitja hjá í haust, þegar vantrausts-
tillaga var borin fram gegn Kiel-
sen, en tillagan var felld með
minnsta mun.
Kielsen gaf til kynna eftir að
niðurstaðan var ljós að hann hygð-
ist sitja áfram sem formaður
landsstjórnarinnar, þar sem þing-
ræði er við lýði í Grænlandi. Jen-
sen sagðist ekki ætla að þrýsta á
Kielsen að segja af sér, en gerði
ráð fyrir að hann myndi ræða mál-
ið við Kielsen fljótlega. Er talið
líklegt að Kielsen muni fljótlega
víkja sæti fyrir Jensen, en þingið
gerði nýlega vetrarhlé á störfum
sínum til næsta febrúar.
Aukin áhersla á sjálfstæði
Jensen sagði í samtali við
fréttavefinn highnorthnews.com að
hann hygðist leggja meiri áherslu
á sjálfstæðismál Grænlands og að
Grænlendingar tækju yfir fleiri
þætti úr höndum Dana. „Við erum
á leiðinni til sjálfstæðis. Það er
það sem færir hlýju í hvert græn-
lenskt hjarta,“ sagði Jensen.
Stefnir Jensen m.a. á að Græn-
lendingar taki í meiri mæli yfir
velferð dýra, innflytjendamál,
flutninga og utanríkismál. Þá
myndi Grænland sækjast eftir
auknum utanríkisviðskiptum.
Kielsen felldur í formannskjöri Siumut
Grænlendingar taki fleiri mál í eigin
hendur Inga Dóra annar varaformanna
Erik
Jensen
Kim
Kielsen