Morgunblaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020 Við erum sérfræðingar í malbikun Bíleigandi sem á gamlan Ford-bíl var ekki sáttur við það þegar hann var rukkaður um bifreiðagjöld fyrir þetta ár, enda taldi hann bílinn vera orðinn 25 ára. Hann kærði álagninguna til ríkisskattstjóra og krafðist þess að álagningin fyrir árið 2020 yrði felld niður. Beiðni kæranda var hafnað og í úr- skurði ríkisskattstjóra var vísað til þess að gögn málsins bentu til þess að bíllinn hefði verið framleiddur árið 1995 og væri því ekki eldri en 25 ára. Bíleigandinn skaut úrskurðinum til yfirskattanefndar og krafðist þess að hann yrði felldur úr gildi. Bíleigand- inn vitnaði til laga um bifreiðagjald þar sem segir að bílar sem eru eldri en 25 ára í upphafi gjaldárs, talið frá og með árgerðarári þeirra, skuli vera undanþegnir bifreiðagjaldi. Eigandi bílsins benti einnig á að samkvæmt ökutækjaskrá hefðibíllinn verið ný- skráður í febrúar 1995 en árgerðar ekki getið. Forskráning og toll- afgreiðsla bílsins sé skráð í febrúar 1995. Einkafyrirtæki flutti bílinn inn en ekki umboðið. Bíleigandinn keypti bílinn árið 2003 og var hann þá sagður af árgerð 1995. Framleiðslunúmer bílsins benti einnig til þess og fleiri atriði. Fram- leiðsluár bílsins var tilgreint 1994 í ökutækjaskrá en árgerð 1995 og þótti vafalaust að svo væri. Ágreiningurinn var um hvort bíllinn teldist vera orð- inn eldri en 25 ára, í skilningi ákvæðis laga um bifreiðagjald, í upphafi gjald- árs 2020. Yfirskattanefnd benti á að telja ætti aldur frá og með árgerðarári, í þessu tilfelli árinu 1995, og því var 25. aldursárið 2019. Ekki geti verið áhöld um að í upphafi árs 2020 beri að telja bílinn vera eldri en 25 ára. Yfirskatta- nefnd féllst því á kröfu kærandans. gudni@mbl.is Deilt um hvort Ford væri forn  Yfirskattanefnd úrskurðar um fornbíl AFP Bíll Deilt var um hvort bíll væri orð- inn fornbíll og undanþeginn gjaldi. Tillögur um óbreytta útsvars- prósentu hafa verið gagnrýndar. Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði felldi meirihlutinn tillögu Bæjar- listans um hækkun útsvarsins í 14,52% með þeim rökum að ekki eigi að hækka álögur á íbúa. Tals- maður tillögunnar sagði að nýta ætti hækkunina til þjónustu við viðkvæma hópa. Fleiri fulltrúar í minnihlutanum tóku undir það og gagnrýndu meirihlutann fyrir að ætla sér ekki að fullnýta útsvarið en ákveða þess í stað að hækka gjaldskrár. Fulltrúar Samfylking- arinnar í bæjarstjórn Seltjarnar- ness gagnrýna einnig að halda eigi útsvarsprósentunni óbreyttri á næsta ári á tímum viðvarandi hallareksturs. „Covid-ástandið kallar á aukna þjónustu sveitar- félaga við íbúa sína og því er eðli- legt að við sem höldum okkar tekjum séum tilbúin að leggja 0,78% meira til samfélagsins til þess að styðja við nágranna okkar sem þurfa aukinn stuðning, við eldri borgara bæjarins sem þurfa aukna þjónustu og að börnin okkar fái áfram aðgang að framúrskar- andi skóla-, íþrótta- og frístunda- starfi,“ segir í bókun þeirra. Hækki fyrir viðkvæma hópa FULLTRÚAR MINNIHLUTA GAGNRÝNA ÓBREYTT ÚTSVAR Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Efnahagsleg og félagsleg áhrif kór- ónukreppunnar verða mikil á rekst- ur sveitarfélaga á næsta ári. Sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur hafa nú öll lagt fram til- lögur að fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár, sem eru til umfjöllunar í sveitarstjórnum bæjarfélaganna. Gera þær ráð fyrir verulegum halla- rekstri á næsta ári. Leggja á fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fram í borgarstjórn í dag. Útsvarið er helsti tekjustofn sveit- arfélaganna en í tillögum að fjár- hagsáætlun allra sveitarfélaganna í nágrenni höfuðborgarinnar er gert ráð fyrir að útsvarsprósentan verði óbreytt á næsta ári. Lægst er út- svarið í dag á Seltjarnarnesi og í Garðabæ eða 13,70%, í Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ er út- svarshlutallið 14,48%. Í fjárhagsáætlun Kópavogs er gert ráð fyrir 575 milljóna króna rekstrarhalla á samstæðu bæjar- félagsins á næsta ári. Í Hafnarfirði er áætlaður rekstrarhalli á A- og B-hluta sveitar- félagsins talinn geta orðið 1.221 milljón króna á árinu 2021. Í Garðabæ er gert ráð fyrir 499 milljóna króna halla á A-hluta bæj- arsjóðs en samstæðureikningur bæj- arfélagsins verði neikvæður um 71 milljón króna. Í tillögu að fjárhagsáætlun Mos- fellsbæjar er gert ráð fyrir 567 millj- óna króna halla á rekstri sveitar- félagsins (A- og B-hluta). Á Seltjarnarnesi er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðu- reiknings bæjarfélagsins verði nei- kvæð um 136 milljónir kr. Gangi þetta eftir verður saman- lagður halli sveitarfélaganna fimm nálægt þremur milljörðum króna á komandi ári. Verja grunnþjónustuna Í kynningu á fjárhagsáætlun Kópavogs kemur fram að megin- markmiðið sé að verja grunnþjón- ustuna og fylgja eftir öflugri fram- kvæmdaáætlun. Framlög til velferðarmála aukist um 16%, eink- um vegna veirufaraldursins og fjár- hagsaðstoðar, fjárfest verði fyrir 3,9 milljarða á næsta ári og vegur þar þyngst bygging nýs húsnæðis Kárs- nesskóla. Lagt er til að fasteigna- skattur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði lækki, lóðarleiga, vatnsskattur og holræsagjald haldast óbreytt milli ára en sorphirðugjald í Kópavogi hækkar á næsta ári skv. áætluninni. Í kynningi á fjárhagsáætlun Hafn- arfjarðar kemur fram að megin- áhersla sé lögð á að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa bæjarins. Heild- arálagning fasteignagjalda lækki með lægri fasteignasköttum og vatns- og fráveitugjöldum til að koma til móts við hækkun fasteigna- mats og almennt sé gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2021 haldist óbreytt eða hækki í takt við vísitölu. Bærinn hyggst fjárfesta fyrir 4,3 milljarða á næsta ári, milljarði meira en á þessu ári, og haft er eftir bæjar- stjóra í kynningu á fjárhagsáætlun- inni að sala á hlut í HS Veitum hjálpi mjög mikið í viðspyrnunni og komi í veg fyrir að lagðir séu skuldaklafar á bæjarfélagið. Í greinargerð fjárhagsáætlunar Garðabæjar segir að ekki verði dreg- ið úr grunnþjónustu vegna sam- dráttar skatttekna, álögum haldið eins lágum og kostur er og ýtrasta aðhalds gætt. Álagningarhlutföll fasteignagjalda breytast ekki milli ára, gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir rúma 3,5 milljarða á næsta ári. Þá hækkar sorphreinsunargjald úr 31 þúsund krónum í 41 þúsund á næsta ári svo dæmi séu tekin. Í Mosfellsbæ eru framkvæmdir fyrirhugaðar fyrir tæpa 2,6 millj- arða, sem að mestu renna til skóla-, gatna- og veitumannvirkja, leik- skólagjöld eiga að lækka um 5% en aðrar gjaldskrár á sviði skóla- og frí- stundamála hækka til samræmis við stefnumörkun lífskjarasamning- anna, að því er segir í umfjöllun um áætlunina. Fram kemur í bókun bæjarstjóra Seltjarnarness við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun næsta árs, sem fram fór í seinustu viku, að ekki sé gert ráð fyrir niðurskurði eða skerðingu á þjónustu við íbúa, fjárhagsstaða Sel- tjarnarnesbæjar sé sterk og skuldir langt undir viðmiðunarmörkum. Undir skuldaviðmiði Heildarskuldir sveitarfélaga mega ekki vera hærri en 150% af reglu- legum tekjum. Í Kópavogi verður áætlað skuldaviðmið 106,5% af tekjum á næsta ári. Nettóskuldir með lífeyrisskuldbindingum eru áætlaðar 43,8 milljarðar. Í Hafnar- firði er gert ráð fyrir 1.750 milljóna króna lántökum og afborgunum lána upp á um tvo milljarða. Skulda- viðmiðið á að verða um 114% í lok næsta árs. Í Garðabæ er áætlað að skuldaviðmiðið verði 88,3% í lok næsta árs og í Mosfellsbæ er það áætlað 113,3% á næsta ári. Þungur róður í kórónukreppu  Gert er ráð fyrir verulegum hallarekstri í fjárhagsáætlunum fimm sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu utan Reykjavíkur  Meirihlutarnir í öllum bæjarstjórnunum leggja til óbreytt útsvar á næsta ári Morgunblaðið/Hari Í skugga faraldurs Umræður um fjárhagsáætlanir standa yfir þessa dagana í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.