Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 6
Að baki er tíðindamikið og fordæmalaust ár í íslensku viðskipta- og efna-
hagslífi. Á mörgum sviðum hefur mikið gengið á og aldrei í nútímasögu
landsins hefur hagkerfið skroppið jafn harkalega saman. Stærsta atvinnu-
grein landsins, ferðaþjónustan, hvarf svo að segja á einni nóttu og í kjölsog-
inu af brotthvarfi hennar hafa nær allir aðrir atvinnuvegir landsins þurft að
fóta sig upp á nýtt.
Fyrir dyrum er mikil hagræðing og uppstokkun og þar mun skilja milli sig-
urvegara og þeirra sem ekki ná að standa af sér storminn stóra.
Margt af því fólki sem er í forystu íslensks atvinnulífs hefur veitt Viðskipta-
Mogganum viðtal á árinu sem er að líða. Þá hafa einnig forystumenn á ólík-
um sviðum erlendis sest niður með blaðamönnum og veitt ómetanlega inn-
sýn í mál sem ofarlega hafa verið á baugi síðustu misserin.
Hér á opnunni getur að líta nokkur dæmi um innlegg viðmælenda blaðsins
á árinu. Auk þessara viðtala birtu blaðamenn ViðskiptaMoggans fréttaskýr-
ingar um ýmis málefni á árinu sem ástæða þótti til að varpa skýrara ljósi á.
Rætt við forystufólk
innanlands og utan
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020VIÐTÖL 2020
Við búum yfir svokölluðum gríðargögnum um fast-
eignamarkaðinn á Íslandi. Þar nýtum við okkur gervi-
greind sem tekur markaðsupplýsingar sem teknar eru saman á
ólíkum stöðum, greinir þær og kemur á framfæri með þeim hætti
sem fólk getur hagnýtt sér. Þessi gögn eru m.a. sótt með því að
við kaupum aðgang að þinglýstum kaupsamningum fasteigna, við
keyrum saman upplýsingar af fasteignavefjum og fleira og tökum
m.a. inn í þær niðurstöður sem kerfin okkar hafa áður komist að.
Þannig lærir kerfið smátt og smátt og verður sífellt öflugra við að
upplýsa fólk um raunverulega stöðu markaðarins. […]
Tekjumódelið er í þróun en við tengjum t.d. lántakendur eða
kaupendur og þjónustuveitendur saman. Við búum til virði fyrir
þessa aðila með því að einfalda fólki ferlið sem það er í á hverjum
tíma og vonumst til að neytendur launi okkur það með því að
klára ferlið á Aurbjörgu.“
19. febrúar
Auður Björk Guðmundsdóttir frkv.stjóri Two Birds
”
Það eru mikil mistök að miða allt út frá sjálfum
sér, því það er ekki veruleikinn. Það eina sem
dugar er að stunda langtímamarkaðssetningu í öllum
miðlum í bland, og um allt land. Það skilar árangri til
lengri tíma. Svo ítreka ég aftur og aftur að strategía er
gríðarlega mikilvæg. […]
Áhrifavaldar eru mjög ofmetnir. Málið er að þeir segj-
ast gjarnan vera með svo og svo marga fylgjendur, en svo
eru kannski bara 30% sem sjá efnið frá þeim, svo maður
tali nú ekki um vélmennin (e. bots) sem eru ansi fyrirferð-
armikil á samfélagsmiðlum. […]
80-90% af markaðsfólki í heiminum vita ekkert hvað þau
eru að gera, þótt þau haldi kannski að þau viti allt og
kunni allt, og telji nóg að setja bara auglýsingu á Face-
book.“
26. febrúar
Mark Ritson markaðssérfræðingur
”Það er ekkert mál að finna bílastæði niðri í bæ. Við er-um með fjögur þúsund stæði í bílakjöllurum og þús-undir af stæðum ofanjarðar. Það er bara ekki satt þegar sagt erað fólk komi ekki í bæinn út af bílastæðavanda. […]Það eru bæði skiptar skoðanir meðal félagsmanna og stjórn-
armanna í félaginu. Félagið tekur ekki opinbera afstöðu, enda
er það ekki pólitískt. Við vinnum fyrst og fremst að markaðs-
setningu fyrir miðborgina, og ég vil bara segja það að reglu-
legar upphrópanir örfárra kaupmanna við Laugaveginn um að
allt sé ómögulegt í miðborginni er versta markaðssetning sem
til er. Ef sú mantra er síendurtekin í fjölmiðlum fer fólk að trúa
því. Það er alltaf verið að hamra á því að bærinn sé að tæmast
af verslunum en ekki er minnst á 60 nýja rekstraraðila í mið-
borginni sem bæst hafa við, bæði verslanir, veitingahús og
kaffihús.“
”
15. janúar
Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku
Okkar spá gerir ráð fyrir því að það muni taka ein-
hverjar vikur eða mánuði áður en allir vilja fljúga með
MAX-vélunum. En þegar þær verða komnar í loftið og fólk sér
að þær eru öruggar þá teljum við að það verði ekki þröskuldur
fyrir neinn að fara um borð í MAX-vélarnar. [...]
Það verða tækifæri fyrir Icelandair eins og önnur fyrirtæki
sem munu koma sterk út úr faraldrinum. Icelandair verður eft-
irsóttur mótaðli hjá flugvélaframleiðendum og fjármögn-
unarfyrirtækjum á næstu árum og við hyggjumst nýta okkur
þá stöðu. [...] Það að reka flugfélag mun alltaf fela í sér vanda-
sama samninga við flugstéttir. Það kemst ekkert félag undan
því, ekki einu sinni þau sem stofnuð eru ný frá grunni. Ryanair
lendir t.d. reglulega í vanda með þetta og þannig má í raun telja
upp öll flugfélög heimsins.“
26. ágúst
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
” Ef þessi kreppa dregst á langinn þá er ekki hægt aðorða það með einfaldari hætti en að segja: við höfumekki efni á þessu, við höfum ekki efni á allri þessari opinberuþjónustu og þurfum að aðlaga okkur að breyttum veruleika.Rétt eins og hin hagsýna húsmóðir myndi gera. Að heimilið
hefði ekki lengur efni á þeim lífskjörum sem heimilismenn
hefðu tamið sér. Fyrir þeim væri engin innistæða. Þau lífskjör
birtast okkur hvarvetna dagsdaglega, frá leikskólastiginu inn á
hjúkrunarheimilin, útgjöldin renna út í gegnum almannatrygg-
ingar, menntastofnanir, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið,
þessa stóru útgjaldaliði okkar. Ef hagvöxtur lætur á sér standa,
þá náum við ekki endum saman í allt of mörg ár.
Staðan nú er hins vegar þannig að við þolum nokkur ár af
hallarekstri án þess að skuldahlutföllin stefni í mikið óefni.
2. september
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
”
Við höfum séð nokkur fyrirtæki fara í gjaldþrota-
meðferð eftir að kreppan hófst og ef hún heldur
áfram mun skapast þrýstingur á mörg fyrirtæki. Heilu at-
vinnugreinarnar, á borð við flugið, munu lifa af ef stjórnvöld
eru reiðubúin að styðja við þær í gegnum kreppuna. [...] Þjóð-
ríki taka lán í fullvissu þess að þegar komið er að skuldadögum
muni þau geta fengið lán hjá öðrum til að endurfjármagna lán.
Og þegar komið er að skuldadögum á nýja láninu munu þau
endurfjármagna aftur og svo er þetta endurtekið út í hið óend-
anlega. Hvað myndi gerast, í slíku umhverfi, ef fjármagns-
markaðir yrðu á ný veiklaðir og það yrði annað „skyndilegt
stopp“ í fjármagnsflæðinu, líkt og í mars á þessu ári. Þegar
þau geta ekki lengur endurfjármagnað skuldir sem komnar
eru á gjalddaga.“
9. september
Lee Buchheit sérfræðingur
”
Þessi markaður hefur breyst gífurlega á síðustu árum.
Ég hef verið spurður að því í 20 ár hvort hann sé ekki
að mettast og ég held að svarið við því sé nei. Það eru um 20
þúsund ferðavagnar í landinu núna og þeir eru allir í mikilli
notkun, líklegast meiri notkun en nokkru sinni fyrr. Og val
fólks breytist. Einu sinni voru allir með fellihýsi og nú eru þau
að hverfa af markaðnum. Færri vilja tjaldvagnana en áherslan
er öll á hjólhýsin. Þar eru mikil sóknarfæri. […] Fyrir fimm ár-
um seldum við ekkert af uppblásnum fortjöldum. Eitt og eitt
kannski. Núna seljum við þau í gámavís. Það eru mörg hundruð
slík tjöld farin í ár og eftirspurnin er gríðarleg. Ég veit ekki
hvað skýrir þessar breytingar en markaðurinn breytist með
mjög afgerandi hætti.“
8. júlí
Arnar Barðdal eigandi Víkurverks
”