Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 9

Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 9SJÓNARHÓLL malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Margir kannast við þá vellíðan sem fylgt getur jóla-hreingerningu, tiltekt í fataskáp eða í skjala-möppum í tölvu og vafalaust hefur slík tilfinning farið um þá sem lesið hafa frumvarpsdrög samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem nýlega voru birt í sam- ráðsgátt stjórnvalda og fela í sér lagahreinsun. Nánar til- tekið er hér um að ræða brottfall lagabálka sem ýmist eiga ekki við lengur sökum breyttra aðstæðna, breytts lagaum- hverfis eða vegna þess að þær ráðstafanir sem þar er kveðið á um eiga ekki lengur við. Elstu lögin eru frá árunum 1900- 1949, tíu bálkar, tólf eru frá árunum 1950-1999 og þrír frá árinu 2000 eða yngri. Sameiginlegt er með þeim að umrædd lagaákvæði hafa lokið hlutverki sínu en gilda þó enn að forminu til. Fáir andmæla tiltekt sem þessari enda er það ótækt í hug- um flestra að í lagasafninu þvælist fyrir lagaákvæði sem engum tilgangi þjóna. Áform samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra eru að mestu form- legs eðlis, en sá þáttur í einföldun regluverksins sem oftar er þrætu- epli varðar aftur á móti efnishliðina; um slíkar breytingar er sjaldnar samstaða. Þetta er eðlilegt enda hafa efnisbreytingar að jafnaði meiri og beinni áhrif á líf fólks og fyrirtækja heldur en hinar formlegu. Vegna þessara áhrifa standa efni til þess að megináhersla löggjafans sé á ein- földun regluverksins að efninu til. Þetta má þó ekki skilja sem svo að formlegar endurbætur séu gagnslausar, þvert á móti. Sum- um kann að þykja það smávægilegt að lög séu felld úr gildi sem ekki þjóna lengur hlutverki sínu í ljósi þess að áhrif þeirra hafi í raun verið orðin engin. Í því samhengi er þó mikilvægt að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt, en aðgerð sem þessi, hreinsun að forminu til, er einn þáttur í því eilífðarverkefni að einfalda regluverkið í víðum skilningi. Jafnvel þótt áhrifin af henni séu kannski ekki upp á líf eða dauða þjónar hún í grunninn góðum og gildum tilgangi; að koma í veg fyrir réttaróvissu. Samandregið er því ljóst að hvort tveggja skiptir máli, formið og efnið og gæti það verið skynsamlegt að nálgast þessi mál með heildrænum hætti, hvort tveggja formhliðina og efnishliðina. Næði hreinsunin til sem flestra málefna- sviða í einu gæti ávinningur af slíku orðið jafnvel meiri en ella. Þá er æskilegt að slík skoðun eigi sér stað með enn reglubundnari og formfastari hætti en er í dag. Á sumum sviðum gæti virði verið fólgið í því að hugsa hlutina með hnitmiðaðri hætti, frá upphafi til enda. Ein leið fyrir löggjaf- ann til þess, t.d. þegar fyrirséð er að lög úreldist á einhverju tímabili, er að setja í þau endurskoðunarákvæði þar sem kveðið er á um endurskoðun þeirra að liðnum tilteknum tíma. Þá er æskilegt að stærri lagafrumvörp sæti ítarlegra mati á áhrifum, t.d. efnahagslegum, líkt og tíðkast víða er- lendis. Allt er þetta til þess fallið að auka gæði lagasetningar og koma í veg fyrir vandamál framtíðarinnar. Einnig eru tækifæri fólgin í því að gera lög og reglugerðir fólki enn aðgengilegri. Viðskiptaráð hefur t.d. bent á að skynsamlegt geti verið að fella breytingar á reglugerðum inn í stofnreglugerðir í stað þess að birta þær í aðskildum skjölum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar frá árinu 2017 var átak boðað í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki setið auðum höndum og sumir ráð- herrar hafa látið sig þessi mál miklu varða. Í fjármálaráðuneyt- inu var ráðist í að fella brott úrelt lög á síðasta ári og einnig hafa sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra auk ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, grandskoðað reglugerðir á sínum sviðum sem leiddi af sér talsvert mikla einföldun reglu- verks, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa góð skref verið stigin nýlega með sameiningum ríkisstofnana með tilheyrandi ein- földun og hagræðingu. Þannig var Fjármálaeftirlitið t.a.m. sameinað Seðlabankanum og ákveðið að leggja Nýsköp- unarmiðstöð Íslands niður nú um áramótin, svo dæmi séu tekin. Einföldun regluverks og stofnanaumgjarðar er nauð- synlegur þáttur í endurreisn hagkerfisins eftir erfið misseri í heimsfaraldrinum. Á nýju og betra ári er lag að bregðast hvort tveggja við þörf fyrir hagfelldara og samkeppnishæf- ara umhverfi til viðskipta og festa í sessi skýrari ferla til þess að auka gæði lagasetningar. Lagahreinsun LÖGFRÆÐI Jón Birgir Eiríksson, sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. ” Í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar frá árinu 2017 var átak boðað í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og al- mennings. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki setið auðum höndum og sumir ráðherrar hafa látið sig þessi mál miklu varða. um að ég tæki það oftast fram yfir dýrari og margbrotnari vín úr þeirra smiðju. Það er blanda úr Chardonnay (35%, 30% Pinot Noir og 35% Meu- nier). Sjö grömm af við- bættum sykri og er sótt í ekr- ur fjögurra bæja, Ludes, Ormes, Mareuil-le-port og Trépail. Þá var ég afar hrifinn af nýjasta árgangi Pol Roger Rosé en húsið sendir aðeins frá sér ár- gangsvín í þessum flokki. Fram að þessu var 2008-árgangurinn í uppáhaldi enda kraft- mikill og ágengur. 2012 er að mínu mati mildari og aðgengilegri en hann getur þó hnykklað vöðvana enda blandan 15% Pinot Noir- rauðvín sem skellt er út í hvítvínið (vin clair) áður en ráðist er í seinni gerjunina. Mörg mögnuð einnarekruvín mætti nefna á lista yfir þau sem sköruðu fram úr á árinu, m.a. Clos des Goisses 2009 og 2010 frá Phil- ipponnat en þó verður að segjast að Les Pierrieres frá Ulysse Collin situr fast í kolli mér eftir fyrstu kynni. Það er 100% Chardonnay og er extra brut, aðeins 1,7 grömm af viðbættum sykri. Brennisteinninn í jarðveginum kemur með áhrifaríkum hætti í gegnum vínið og snertir mann með eftirminnilegum hætti. Kalkríkur jarðvegurinn ryðst einnig fram og skapar sér rými á pallettunni. Þeir sem rekast á þessa flösku eiga að grípa hana, borga uppsett verð og finna út úr því hvernig þeir greiða fyrir hana síðar. Það er vel þess virði! Meistari í Pinot Noir 1522 er Grand Cru-vín úr smiðju Philipponnat og 2012 árgangurinn hefur komið þar afskaplega vel út. Það er 30% Char- donnay og 70% Pinot Noir - sem er einkennisþrúga hússins. Þetta er kröftugt vín og margslungið. Með 4,25 gr. af viðbættum sykri er flauelsmjúk áferðin tryggð án þess að breiða um of yfir einkenni vínsins sem sótt eru í Pinot-Noir-þrúgur úr Le Léon-ekrunni frægu í Ay, auk Mailly- og Chardonnay-þrúga sem ræktaðar eru upp í Verzy. Fyrr á árinu fjallaði ég á þess- um vettvangi um Charles de Gaulle úr smiðju Drappier. Það er 80% Pinot Noir og 20% Chardonnay. Algjörlega fram- úrskarandi vín fyrir það sem vilja aukinn kraft fyrr- nefndu þrúgunnar og eleg- ansinn úr þeirri síð- arnefndu. Gestir Vox Brasserie í desember geta vitnað um hversu stórkost- legt matarvín þetta er, ekki síst með spænskri svínasteik. Louis Salmon er stórkostlegt Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna Louis Sal- mon sem er Blanc de Blancs (Char- donnay) úr smiðju Billecart-Salmon. Nýverið tók RJC að flytja þetta vín til landsins og það er 2007 árgangurinn. Það er með 7 gr. af viðbættum sykri og 50% vínsins er gerjað fyrri gerjun í eik. Vínið er geymt á geri í 10 ár sem trygg- ir því ótrúlegt jafnvægi. Það er nánast ómótstæðilegt þótt full- yrt sér að gott sé að geyma það í 10 ár, uns þess er neytt! Hér er stiklað á stóru og aðeins nefnd örfá vín sem glatt geta augað og bragð- laukana. Vonandi verður kampavínsárið 2021 eins gjöfult og árið 2020, en það er kannski eitt af því fáa sem nefna má því síðarnefnda til hróss. ses@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.