Morgunblaðið - 30.12.2020, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 11ÁRAMÓT
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Órjúfanlegur hluti af
jólunum
Vantar fyrirtækið þitt gæða
prentefni? Við bjóðum fjöl-
breyttar lausnir hvort sem er í
offset eða stafrænt. Komdu við
í kaffisopa og við finnum leið
sem hentar best hverju sinni.
PRENTVERK
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ViðskiptaMogginn bauð
framkvæmdastjórum
hagsmunasamtaka í at-
vinnulífinu að horfa fram
á næsta ár, líkt og áður
hefur verið gert á þess-
um vettvangi við áramót.
Væntingar á nýju ári
Allt um
sjávarútveg
Efnahagsleg endurreisn er fram-
undan og er leið vaxtar eina raun-
hæfa leiðin. Það er aðdáunarvert
hvernig starfsmönnum og stjórn-
endum fyrirtækja landsins tókst
að halda uppi starfsemi við ótrú-
lega erfiðar og krefjandi aðstæður
á árinu og minnir okkur á mikilvægi öflugs iðnaðar á
Íslandi.
Orkusækinn iðnaður hefur verið burðarstoð í ríf-
lega hálfa öld. Eigi svo áfram að vera – og við því
þarf skýr svör frá stjórnmálamönnum – þarf að ráð-
ast í tímabærar umbætur á umgjörð raforkumála.
Kaupendur raforku eru fjölbreyttari hópur en áður
og verður regluverkið að taka mið af því. Verðlagn-
ing verður að vera samkeppnishæf og á það við um
alla virðiskeðjuna.
Í menntamálum, sem einnig má kalla mannauðs-
mál, er brýnast að fjölga iðn- og tæknimenntuðum
enda vantar þá á vinnumarkað. Einnig er nauðsyn-
legt að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga hing-
að til lands. Þessi mál eru komin vel af stað.
Innviðir landsins eru illa farnir eftir fjársvelti
undanfarins áratugar og skuldinni hefur þar með
verið skellt á framtíðarkynslóðir. Stórauka þarf
framlög til viðhalds og uppbyggingar innviða og
með því er eftirspurn aukin þegar þess er helst
þörf.
Umgjörð nýsköpunar gjörbreyttist til hins betra
árið 2020 og með því er fjárfest í eflingu hug-
verkaiðnaðar, fjórðu stoðarinnar. Með réttum
ákvörðunum, með því að hlaupa hraðar og sækja
tækifærin getur sú stoð hæglega orðið öflugasta út-
flutningsstoð þjóðarbúsins. Þetta á að vera helsta
forgangsverkefni stjórnvalda.
Starfsumhverfi fyrirtækja er á margan hátt óskil-
virkt og óhagkvæmt. Með frekari einföldun reglu-
verks og umbótum þar að lútandi og með því að
stilla skattheimtu og gjaldtöku í hóf má auka verð-
mætasköpun. Má þar nefna tryggingagjaldið og
fasteignagjöld sveitarfélaga sem eru mjög íþyngj-
andi. Einfalda þarf regluverk byggingariðnaðar og
verklegra framkvæmda. Þannig verður nauðsynleg
uppbygging íbúða og innviða hagkvæmari. Hvetja
þarf til fjárfestinga en ekki beita neikvæðum hvöt-
um. Þetta á vel við í loftslagsmálum.
Samtök iðnaðarins
Sigurður Hannesson
Forsenda þess að hér á landi
blómgist áliðnaður til langrar
framtíðar er að rekstrarskilyrðin
séu samkeppnishæf. Álverð ræðst
á heimsmarkaði og því er ekki
hægt að velta umframkostnaði út
í verðið. Það er því mikilvægt að
staðbundinn kostnaður sé samkeppnishæfur.
Þessu fengu Ítalir að kynnast þegar öll álfram-
leiðsla lagðist þar niður fyrir um áratug vegna ósam-
keppnishæfs raforkukostnaðar, en framleiðslan þar
nam þremur milljónum tonna og var því þrefalt meiri
en hér á landi.
Í nýrri orkustefnu sem kynnt var í haust er sam-
keppnishæfni einmitt á meðal grunngilda og eins er
lögð áhersla á þjóðhagslegan ávinning, þ.e. að orkan
nýtist til að ýta undir verðmætasköpun í atvinnulífinu.
Nýverið skilaði þýska greiningarfyrirtækið
Fraunhofer skýrslu um alþjóðlega samkeppnishæfni
stóriðju á Íslandi með sérstakri áherslu á raf-
orkuverð. Þar kom fram að ekki væru allir stóriðju-
samningar samkeppnishæfir, sem er áhyggjuefni, og
einnig var áhyggjum lýst af samkeppnisstöðu orku-
sækins iðnaðar á Íslandi með hliðsjón af endur-
greiðslum stjórnvalda á ETS-hluta raforkuverðsins
til stóriðju í Noregi, Þýskalandi og öðrum Evrópu-
ríkjum. Ljóst er að þær endurgreiðslur fara hækk-
andi og grafa undan samkeppnisstöðunni hér heima.
Í kjölfarið á skýrslunni setti iðnaðarráðherra af
stað vinnu við endurskoðun flutningskostnaðar raf-
orku, en samkvæmt skýrslu Fraunhofer erum við
ekki samkeppnishæf þar. Ljóst er að horfa þarf á
heildarsamhengið þegar samkeppnishæfnin er met-
in. Þar spilar margt inn í sem ekki var til skoðunar
hjá Fraunhofer, svo sem styrkjaumhverfi vegna fjár-
festinga, rannsókna og þróunar, stærðarhagkvæmni
og nálægð við markaði, en á öllum þessum sviðum á
Ísland undir högg að sækja.
Góðu fréttirnar eru þær að eftirspurn áls fer áfram
vaxandi, en léttleiki þess veldur því að það nýtist til
að draga úr losun, einangrunargildið dregur úr orku-
og matvælasóun og svo er hægt að endurvinna það
aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eig-
inleikum sínum. Auk þess er orkan hér á landi end-
urnýjanleg og heildarlosun við álframleiðsluna hvergi
minni en hér á landi.
Samál
Pétur Blöndal
Það verður ekki annað sagt en að árið 2020 hafi verið annus horri-
bilis í öllum skilningi, einnig í atvinnulífinu. Nú í lok árs eru meira
en 25 þúsund manns atvinnulaus eða á hlutaatvinnuleysisbótum.
Forgangsverkefni ársins 2021 ætti að vera að skapa atvinnu fyrir
þetta fólk. Til þess þarf að mynda grundvöll til þess að fjárfesting
geti átt sér stað í atvinnulífinu.
Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að reyna, að svo miklu leyti sem hægt
er, að skapa meiri fyrirsjáanleika. Tímasetta áætlun um bólusetningar og skýrari upp-
lýsingar um hvaða áhrif þær munu hafa á sóttvarnaráðstafanir eins og samkomutak-
markanir og lokun landamæra. Við þurfum langtímaáætlun um afléttingu sam-
komutakmarkana og fyrirkomulag á landamærum.
Í öðru lagi þarf að skapa skattalega hvata til fjárfestinga. Fjármála- og efnahags-
ráðherra lagði fram frumvarp fyrr í mánuðinum sem stígur ákveðin skref í þá átt. Á
sama tíma þarf að huga að því að við stöndum einnig frammi fyrir verulegum vanda
vegna hlýnandi loftslags. Fjárfesting er einnig lausnin við þeim vanda. Auknir hvatar
til grænna fjárfestinga myndu því slá tvær flugur í einu höggi.
Í þriðja lagi þarf að tryggja að við skattleggjum okkur ekki út úr þessari kreppu,
eins og reynt var að gera í þeirri síðustu. Raunar er það svo að hluti þeirra skatta-
hækkana stendur enn óhaggaður. Það myndi bitna hart á heimilum og fyrirtækjum og
tefja fyrir endurreisn þeirra. Hið opinbera þarf að standa vörð um grunnþjónustu, svo
sem velferðar- og menntakerfin og öryggi almennings, með því að forgangsraða fjár-
munum til hennar. Á sama tíma er nauðsynlegt að sýna talsvert meira aðhald í öðrum
útgjaldaliðum.
Árið 2020 var annus horribilis vegna utanaðkomandi ógnar sem við áttum erfitt með
að verjast. Það er hins vegar í okkar höndum hvort árið 2021 verði annus mirabilis. Ár-
ið sem uppbyggingin hófst af krafti.
Samtök atvinnulífsins
Halldór Benjamín Þorbergsson