Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 12
AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is ÞITT BESTA ÁR HEFST MEÐ RÚMI FRÁ HÄSTENS Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt finna fyrir því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmda- stjóri Foldar uppboðshúss, áætlar að veltan hafi aukist um 20% milli ára. Salan hafi aukist á netuppboðum ásamt því sem salan hafi gengið von- um framar á tíu einkasýningum í ár. Spurður um strauma á listaverka- markaðnum segir hann að síðustu tvö ár hafi verið stígandi í sölu á verkum eftir samtímalistamenn. Hvað snertir eldri verk segir Jó- hann að verk listamanna sem voru starfandi um miðja síðustu öld og fram eftir 1970 verði sífellt eftirsótt- ari, ekki síst abstraktverkin. Ný kynslóð kaupenda Hluti ástæðunnar sé að ný kynslóð kaupenda sé að koma inn á mark- aðinn sem tengi betur við þessa lista- menn en frumherjana. Spurður um verðþróun segir Jó- hann verðið hafa verið á uppleið í ár, þótt ekki hafi verið hægt að halda stór uppboð í sal síðan faraldurinn hófst. Þá hafi markaður með prent- og upplagsverk styrkst síðustu tvö ár, ekki síst með grafíkverk. „Ein af ástæðunum fyrir því hvað gengið hefur vel í þessum geira er að Íslendingar sem hafa ekki farið til út- landa hafa varið peningunum sínum í aðra hluti. Ef allt fer í gang með bólu- efni og ferðaviljinn vaknar á ný gæti komið smá stöðnun aftur í eftir- spurnina í þessum geira.“ Eitt það besta síðustu 30 ár Guðmundur Jónsson, eigandi gall- erísins Listamenn á Skúlagötu, segir myndlistarmarkaðinn hafa verið líf- legan í ár. Raunar sé þetta eitt besta árið síðan hann hóf listaverkasölu fyrir 30 árum. Þá hafi innrömmun gengið vel sem og sala á samtímalist. Möguleg skýring á góðri sölu sé að margir hafi notað tækifærið og hugað að heimilinu í faraldrinum. Árni Már Erlingsson, einn eigenda Gallery Port á Laugavegi 23, segir söluna um jólin hafa verið þá mestu síðan galleríið var opnað í marsmán- uði árið 2016. Meðal skýringa sé samstillt átak fólks um að styðja við listamenn sem hafi horft fram á mikið tekjufall í ár. Að kaupa sín fyrstu verk Gallery Port sérhæfir sig í sölu verka eftir myndlistarmenn sem út- skrifuðust fyrir 10-15 árum. Að sama skapi eru margir kaupendur ungt fólk að kaupa sín fyrstu verk. Árni Már segir einu gilda hvort um sé að ræða málverk, prentverk eða skúlptúra. Eftirspurnin hafi verið með ágætum í ár. Meðal annars hafi mikið selst af lágmyndum Ásgeirs Skúlasonar sem unnar voru úr ein- angrunarlímbandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veltan hjá Gallerí Fold jókst um 20% milli ára. Meðal annars á netinu. Eitt besta árið hjá galleríum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar þriggja gallería í miðborginni segja söluna á listaverkum sjaldan hafa verið betri en í ár. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Betra er að lifa en ekki. Meðfangið fullt af verkefnum, fremur en aðgerðalaus. Af þeim ástæðum þakkar maður fyrir árið 2020 þótt ekki sé hægt að halda því fram, að minnsta kosti ekki fullum fetum, að maður sakni þess sér- staklega. Einhvern veginn hafði maður talið sér trú um að mesti hrollurinn kæmi upp þegar minn- ingabókinni yrði flett upp á árinu 2008 – en næsta örugglega hefur 2020 vinninginn. Hvert sem litið er blasa viðgríðarlega stór verkefni sem bíða úrlausnar. Skapa þarf tugþús- undir starfa. Eigendur fjölmargra fyrirtækja þurfa að reisa rekstur úr rústum þar sem eigið fé hefur þurrkast upp og skuldaklukka ríkis og sveitarfélaga gengur í hröðum takti og í ranga átt. En líkt og nefnt var hér að ofanþá er það betra hlutskipti að hafa eitthvert verkefni en ekkert og þau sem nú blasa við eru ekki óyfirstíganleg. Gott er að hugsa til fólksins sem nuddaði rykið úr aug- unum í stríðslok 1945 og sá að reisa þurfti heila álfu úr rústum – raunverulegum rústum. Nú í dag standa húsin enn og innviðir sam- félagsins, félagslegir og í formi steypu, eru allt aðrir og veigameiri en þá. Mikilvægustu vopnin á leiðinniáfram eru tvö – dugnaður og skynsemi. Þeim þarf að beita í jafn- vægi svo að vel megi takast til. Það er óhætt að treysta þeim sem hætta eigin fé til þess að finna það jafnvægi fljótt og vel. Meiri hætta er af þeim sem hyggjast byggja upp með fé sem aðrir eiga eða hafa aflað. Á þeim þarf að hafa sér- stakar gætur og þar skiptir skyn- semi og gagnrýnin hugsun öllu máli. Mikilvægasta áramótaheitið er að láta ekki blekkjast og horfa raunsæjum augum á veruleikann eins og hann blasir við. Fari það blessaðHeimavellir reyndust ekki áheimavelli í Kauphöll Íslands. Skömmu eftir að fyrirtækið var skráð á markað var því kippt það- an aftur. Hvað olli liggur ekki al- veg fyrir en vegna hatursáróðurs verkalýðsforystunnar í garð hagn- aðardrifinna leigufélaga hafa fáir viljað snerta á þessu sviði mark- aðarins. Það mun koma skjólstæð- ingum ofstopamannanna í koll, ekki síst þegar þeirra eigin leigu- félög renna á rassinn. Skeljungur gæti verið á leið úrKauphöll – alltént vilja gírugir og gíraðir fjárfestar taka félagið yfir, búta það niður og losa undan tilkynningarskyldu þeirri sem hvíl- ir á skráðum félögum. Lífeyris- sjóðirnir malda í móinn. Vilja ekki selja á of lágu verði en óttast á sama tíma að lenda í stimpingum við gamla fjandvini. Þeir eru sein- þreyttir til vandræða og hafa sjald- an reynst lunknir í refskák. Þeir eru líka minnugir þess þeg-ar þeim var gefið loforð á vett- vangi eina sjávarútvegsfyrirtækis- ins sem skráð er í Kauphöll þess efnis að ef þeir gengju ekki að yfir- tökutilboði sem einkafjárfestir var knúinn að lögum til að leggja fram, myndu þeir halda sínum hlut og áhrifum. Það stóðst ekki og eftir standa lífeyrissjóðirnir sem áhrifa- litlir minnihlutaeigendur í feiki- öflugu félagi. Það er huggun harmi gegn að félaginu gengur blússandi vel – en það er ekki vegna aðkomu þeirra. Eimskipafélagið – óskabarniðsjálft er ekki aðeins í ólgu- sjónum milli Reykjavíkur og Rotterdam. Tvívegis hefur stærsti einkafjárfestirinn í félaginu lagt fram yfirtökutilboð á árinu. Fyrra tilboðið var dregið til baka vegna kórónuveirunnar, síðara tilboðið undir svipuðum formerkjum og fyrrnefnt tilboð í skráða fiskveiði- hlutafélaginu. Það er gott að hafa lífeyrissjóðina með – svo lengi sem þeir geta sig hvergi hreyft. Þessi dæmi öll vitna um dálítiðbrogaðan hlutabréfamarkað. Það munar um hvert félag sem virk viðskipti eru með í Kauphöll sem í eru örfá félög. Og misgengið birtist víðar. Hið gríðargóða og eftirtektarverða gengi Marels ger- ir það að verkum að félagið trónir yfir öllum öðrum félögum landsins sem virka sem dvergar við hlið ris- ans. Helst er það Arion banki sem bætir hlutföllin. Það gæti Íslands- banki einnig gert á nýju ári. Von- andi ganga skráningaráformin þar á bæ eftir. Kauphöll í ólgusjó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.