Morgunblaðið - 12.12.2020, Síða 13
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 13
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þ
að er alveg ljóst að þetta
er eitt glæsilegasta fisk-
vinnsluhús í heiminum í
dag og í ljósi þess að við
erum með stóran hluta
af þeim búnaði sem er í húsinu
kemur þetta til með að verða gott
sýningarhús fyrir okkur.
En því miður hefur Covid gert
það að verkum að það vilja allir
fara varlega og það síðasta sem
maður vill fá inn í svona vinnslu
er smit,“ segir Guðjón Ingi Guð-
jónsson, sölustjóri Völku.
„Því miður höfum við ekki getað
nýtt okkur þetta ennþá. Við heyr-
um það alveg á væntanlegum við-
skiptavinum víða um heiminn að
þeir hafa áhuga á þessu,“ bætir
hann við. Spurður hvort það sé að
myndast röð svarar Guðjón að það
sé að minnsta kosti óhætt að segja
að margir bíði spenntir eftir því
að koma og sjá herlegheitin.
Mikil sjálfvirkni
Hann segir vinnslulínurnar fjórar
frá Völku, sem í nýja húsinu eru,
„innihalda okkar nýjustu og full-
komnustu tæki sem sum hver hafa
verið þróuð áfram í nánu sam-
starfi við Samherja. Hver lína
samanstendur af forsnyrtilínu,
flakaþvottavél, vatnsskurðarvél
með fimm skurðarróbótum, bein-
garðsfjarlægingu og bitaflokkara
með fjölda róbóta sem koma bit-
unum áfram í þá afurðaleið sem
þeim ber.“
Þá fara bitarnir frá bitaflokk-
urunum sjálfvirkt að pökk-
unarróbótum frá Völku, en auk
þess að pakka fiskinum í kassana
velja þeir stykkin sem henta best
til þess að ná réttri vigt í hvern
kassa. Fullir kassar renna síðan
áfram að endalínubúnaði frá
Völku en þar er kassinn merktur,
plastfilma lögð yfir, ís rennt í
hann og honum síðan lokað, allt
sjálfvirkt.
Þeir bitar sem eiga að fara í
frystingu renna sjálfkrafa frá
bitaflokkurum inn í lausfrysta.
Þaðan koma bitarnir út frosnir og
fara yfir á nýjan flokkara frá
Völku sem getur pakkað hátt í
500 bitum á mínútu. Þessi nýi
flokkari var þróaður í nánu sam-
starfi við starfsfólk Samherja og
er gott dæmi um þann mikla
ávinning sem náin samvinna há-
tæknifyrirtækja, eins og Völku,
og sjávarútvegsfyrirtækja getur
skilað, útskýrir Guðjón Ingi.
Voru með reynslu
Spurður hvernig hafi verið að
þjónusta viðskiptavin með gang-
setningu á glænýju frystihúsi á
tíma þar sem erfitt er að mæta í
húsið til að leysa úr hnökrum,
segir hann það hafa gengið nokk-
uð vel.
„Það er vegna þess að Sam-
herji gaf sér tíma í undirbúning
og hönnun á húsinu.“ Þá segir
hann jafnframt að komin hafi
verið nokkuð góð reynsla innan
Samherja á uppsetningu og nýt-
ingu vinnslulína Völku þar sem
þrjár slíkar eru í vinnslu Útgerð-
arfélags Akureyrar.
Bíða spenntir eftir því að skoða frystihúsið
Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri Völku, segir marga víðsvegar að vilja fá
tækifæri til að rýna í lausnirnar sem er að finna í frystihúsi Samherja.
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Það má segja að frysti-
hús Samherja á Dalvík
hafi ekki einungis verið
stolt útgerðarfyrirtæk-
isins því að það hefur
einnig verið flaggskip
Völku sem er með fjórar
vinnslulínur í húsinu.
Öflugar vinnslulínur
frá Völku eru að
finna í húsinu.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þ
etta var auðvitað risaverk-
efni hjá Samherja og
þessi hluti verkefnisins
var boðinn út á evrópska
efnahagssvæðinu. Það fór
þá mikið útboðsferli í gang og vor-
um við í samkeppni við stóra keppi-
nauta meðal annars í Danmörku og
Þýskalandi,“ segir Guðmundur sem
telur viðurkenningu fyrir fyrirtækið
að hafa verið valið í verkið. „Við
stóðum sem betur fer uppi sem sig-
urvegarar og valdir út frá þessu út-
boði. Það eru menn bæði að horfa
til lausnarinnar sem er verið að
bjóða, þeim var mjög umhugað um
góða lausn og gott nýtingarhlutfall
og lágan rekstrarkostnað.“
Hann segir það aðeins lítinn bút
af heildarpakkanum að hafa hlotið
verkefnið því strax tók við heilt ár í
hönnunarvinnu enda margir mis-
munandi aðilar sem koma að húsinu
í heild. „Það var mikið verk bara að
koma saman heildarlausninni því
þetta spannaði allan kæli- og frysti-
búnað í húsinu. Það þarf mikla sam-
þættingu við aðra verkþætti svo
það verði ekki árekstrar.“
Mikil endurnýtingarkrafa
Spurður hvað standi sérstaklega
upp úr í þessu verkefni svarar Guð-
mundur: „Það sem er svolítið
skemmtilegt þarna er að við erum
að nýta bæjarlækinn í gegnum Dal-
vík til þess að fjarlægja varmaork-
una sem ekki nýtist. Það er gríð-
arleg endurnýtingarkrafa á
varmanum frá frystikefinu og hann
er nýttur til upphitunar á öllum
öðrum rýmum hússins, en það er
alltaf ákveðið hlutfall sem þarf að
kasta út.“
Hann segir þá hugmynd að nýta
lækinn ekki hafa verið til staðar í
upphafi heldur hafi hún fæðst í
undirbúningsferlinu. „Það var fyrst
miðað við að kæla með sjó en síðan
var sérstaklega skoðað hvernig
hægt væri að nýta vatnið sem renn-
ur þarna framhjá frystihúsinu. Það
tókst að hanna hlutina þannig að
við þurfum ekkert loft eða sjó, við
nýtum bara bæjarlækinn. Það er
mjög skemmtilegt að þetta skyldi
ganga svona vel upp og kerfið keyr-
ir verulega vel svona.“
Kælismiðjan Frost er í raun al-
þjóðlegt fyrirtæki með verkefni
víða um heim og hefur verið í tölu-
verðum vexti undanfarin ár, sér-
staklega í Rússlandi. „Síðustu
fimmtán ár hefur verið mjög mynd-
arlegur vöxtur hjá félaginu og hafa
erlend verkefni aukist ár frá ári og
þau stækka líka milli ára. […] Við
höfum tekið þátt í nýsmíðum bæði
fyrir íslenskar og erlendar útgerðir
og byggingu nýrra verksmiðja.
Þetta útheimtir gríðarlega tækni-
lega þekkingu,“ segir Guðmundur.
Sem hluti af erlendu markaðsstarfi
munu meðal annars verða kynntar
þær lausnir sem hafa verið notaðar
í frystihúsi Samherja á Dalvík, út-
skýrir hann.
Strangir staðlar
Guðmundur segir mikla þróun eiga
sér stað í kælingabransanum, sér-
staklega í því að finna leiðir til þess
að búa til lausnir sem bæði uppfylla
þarfir viðskiptavina og á sama tíma
fylgja þeim reglum sem yfirvöld í
hverju ríki setja. „Kælimiðlar eins
og koltvísýringur og ammoníak eru
í ákveðnum áhættuflokkum. Í Rúss-
landi er til að mynda ammoníak í
mjög háum áhættuflokki og flokk-
ast í raun meðal sprengiefna. Þar
eru gríðarlega strangir staðlar sem
þarf að fylgja í hönnunarferlinu.“
Þá séu sífellt að aukast kröfur til
kælikerfa byggðar á loftslagssjón-
armiðum og bendir Guðmundur á
að tækni sem nýtir eldri kælimiðla
sé að hopa. Þróunin hefur verið í þá
átt að stöðugt sé að vera að lækka
losunarviðmiðin.
Guðmundur H. Hannesson er nýr framkvæmda-
stjóri Kælismiðjunnar Frosts en er enginn
nýgræðingur og tók þátt í að stofna félagið
árið 1993. Hann segir frystihús Samherja
á Dalvík hafa verið mikla áskorun.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Það tók heilt ár að full hanna kælikerfið í frystihúsinu segir Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Frosts.
Nýta bæjarlækinn