Morgunblaðið - 12.12.2020, Page 22

Morgunblaðið - 12.12.2020, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Merry Christmas Gleðileg Jól Feliz Navidad God Jul FroheWeihnachten Gleðilega hátíð Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is S kipin tvö eru eins og fram hefur komið smíðuð í Kína og eru langstærstu skip ís- lenska flotans, 26.169 brúttótonn. Skipin, sem eru um 180 metrar að lengd (nánast eins og tveir fótboltavellir) og 31 metri að breidd, geta tekið 2.148 gámaeiningar. Frystigámatenglar eru um 500 talsins. Þau sigla milli Ís- lands, Evrópu og Grænlands og eru því hönnuð þannig að þau standist kröfur um „ísklassa“ sem er skilyrði til að mega sigla við Grænland. Blaðamaður hringdi í Örn Engil- bertsson, yfirvélstjóra á Brúarfossi, í vikunni til að fræðast nánar um vél- búnað skipanna. Þegar blaðið náði tali af Erni var skipið í Álaborg í Danmörku og var að taka olíu. Úthaldið er orðið ansi langt hjá Erni vélstjóra. Hann hélt til Kína 10. ágúst ásamt nokkrum úr áhöfninni til að taka við Brúarfossi og undir- búa heimsiglinguna. Heimsiglingin hófst 13. október og til Reykjavíkur kom skipið 25. nóvember. Þaðan var haldið til Grænlands, síðan til Reykjavíkur og að því búnu var siglt til Evrópu. „Það þurfti einhver að halda áfram sem þekkti til í vélar- rúminu og ég tók það á mig. Ég kem heim 16. desember og fer þá í lang- þráð frí. Ég hlakka auðvitað mikið til,“ segir Örn yfirvélstjóri. Aðalvél skipanna heitir Man BOW, sjö sýlindra og er 17.000 kW/ 23.098 hestöfl. Þetta eru öflugustu vélar sem settar hafa verið í íslensk skip, segir Örn. Talsvert öflugri vél- ar en í Goðafossi og Laxfossi, sem voru áður stærstu skip íslenska kaupskipaflotans.Vélarrúmið er ekki ósvipað en það er ennþá hærra og stærra. Aðbúnaður fyrir vélstjór- ana er sá besti sem Örn hefur kynnst, enda allt nýtt í vélarrúminu. Ásrafallinn, sem skipsskrúfan knýr, er 3.600 kW og síðan eru fjórar ljósavélar, ein er 1.340 kW og þrjár eru 1.980 kW. Öllu er stjórnað í gegnum tölvur úr stjórnherbergi en vélbúnaðurinn sem slíkur er hefð- bundinn. „Það er nýtt að öllu er meira og minna fjarstýrt,“ segir Örn. Menungunarbúnaður er gríðar- lega fullkominn. Skipin eru útbúin sérstökum olíuhreinsibúnaði sem dregur úr útblæstri á brennisteini og því umhverfisvænni en eldri skip félagsins. Svokallaður „skrubber “ þvær afgasið frá aðalvél og ljósa- vélum. Afgasið fer í gegnum sjóbað sem hreinsar út sótmengun og brennistein. Hluti af afgasinu er svo nýttur aftur. Öflugir veltitankar hafa slegið í gegn hjá áhöfninni. Metið er hve skipið er mikið lestað og hvað stöð- ugleikinn er mikill. Síðan er sjó dælt í tankana svo siglingin verði mýkri og skipin velti minna. „Þetta er nýj- ung fyrir okkur og kemur rosalega vel út. Við höfum lent í slæmum veðrum en skipið hefur varla hagg- ast,“ segir Örn. Hann segir að áhöfnin sé mjög ánægð með skipið. „Við sem vinnum í vélinni höfum þurft að læra margt nýtt og erum langt í frá fullnuma,“ segir Örn, og bætir við að þetta komi með tíð og tíma. „Það er mjög ánægjulegt að vera treyst fyrir vél- búnaði í svona nýju og flottu skipi.“ Sigurður Valur Rafnsson verður yf- irvélstjóri Brúarfoss á móti Erni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflugustu vélar íslenska flotans Nú eru hin nýju flutn- ingaskip Eimskips, Dettifoss og Brúarfoss, bæði komin í áætlunar- siglingar. Vélbúnaður skipanna er afar öflugur og fullkominn. Ljósmynd/Eimskip Í vélarrúmi Brúarfoss. Örn yfirvélstjóri er fremstur en síðan koma Sindri Bjarna Davíðsson 3. vélstjóri, Sigurður Valur Rafns- son 1. vélstjóri, Guðmundur Elías Sigurðsson rafvirki, Ingvar Þór Ólafsson 2. vélstjóri og loks Helgi Bragason dagmaður. Ættingjar áhafnarinnar biður spenntir í bílum sínum þegar Brúarfoss lagðist að bryggju. „Við komumst alla leið,“ sagði Karl Guðmundsson skipstjóri við Örn vélstjóra á bryggjunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.