Morgunblaðið - 12.12.2020, Page 24

Morgunblaðið - 12.12.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is R ekja má rætur fiskeld- isfyrirtækisins ÍS 47 aft- ur til ársins 1984 þegar Gísli Jón Kristjánsson hóf útgerð í samvinnu við tvo félaga sína. Fimm árum síðar stofnaði hann eigin útgerð í félagi við konu sína Friðgerði Óm- arsdóttur og rak á eigin kennitölu fyrstu fjórtán árin en sem ÍS 47 ehf. frá árinu 2003. Það var einn örlagaríkan dag árið 2002 að Gísli fékk símtal þar sem hann var beð- inn um að veiða þorsk til áfram- eldis: „Það var aldrei sest niður og verkefnið sett upp í Excel, og hefði ég þá kannski aldrei farið út í þetta,“ segir Gísli kíminn. „En ég man vel þegar ég var staddur á rækjuveiðum í Kolluál þegar Ein- ar Valur Kristjánsson hjá Hrað- frystihúsinu Gunnvöru hringir í mig og spyr hvort ég hafi áhuga á að veiða fyrir þá þorsk í dragnót til að nýta til áframeldis. Það var fyrsta hænuskrefið og svo fylgdu þau hvert af öðru,“ útskýrir hann, spurður um hvernig fyrirtækið tók á sig núverandi mynd. Undirbýr fimmföldun Að veiða þorsk til áframeldis var hægara sagt en gert en með tím- anum náði Gísli ágætis tökum á að meðhöndla fiskinn rétt svo að hon- um yrði ekki meint af og gæti haldið áfram að vaxa og dafna í kvíum Gunnvarar. Stundaði hann þessar veiðar í hartnær áratug og þegar best gekk skaffaði hann um 200 tonn af þorski í eldið ár hvert, eða samtals yfir 1.200 tonn af lif- andi fiski. Eitt leiddi af öðru og fór Gísli að huga að möguleikum í fiskeldi á svæðinu. Eftir samtöl við góða menn og með það veganesti sem veiðarnar fyrir Gunnvöru höfðu veitt honum hóf Gísli fiskeldi í Skutulsfirði 2011 og færði sig ári síðar yfir í Önundarfjörð. Fyrst stundaði hann áframeldi á þorski en hóf eldi á regnbogasilungi 2013 og hefur haldið sig við þá fiskteg- und síðan. Yfirbyggingin er smá og sér Gísli sjálfur um að sækja fiskinn í kvíar, slátra honum og slægja og er regnbogasilungurinn seldur heill til kaupenda, s.s. veitinga- staða og reykhúsa. Starfsmenn eru í dag frá tveimur og upp í fimm eftir árstímum og álagi og uppskeran hefur verið 20 til 150 tonn árlega. Væntanlegt er leyfi til ÍS 47 til að stækka eldið upp að allt að 1.000 tonna lífmassa sem þýðir að umsvifin geta allt að fimmfaldast frá því sem nú er. Gott fóður og vönduð vinnubrögð ÍS 47 er annað tveggja fiskeldis- fyrirtækja á Íslandi sem framleiða regnbogasilung í sjó og segir Gísli að tegundin hafi orðið fyrir valinu bæði vegna þess að verðið var gott á sínum tíma og regnbogasilung- urinn á ýmsa vegu þægilegri við að eiga en laxinn. Á móti kemur að regnbogasilungurinn vex hægar og undanfarin ár hefur markaður- inn þróast þannig að hærra verð fæst fyrir eldislax. Að sögn Gísla munaði ekki síst um lokun Rúss- landsmarkaðar á sínum tíma sem olli verðfalli á regnbogasilungi. Þá hafi markaðssetningu á eldislaxi verði sinnt af miklum krafti, með Norðmenn í broddi fylkingar, en Gísli stendur fast á því að regn- bogasilungur sé mun betra hráefni hvort heldur fyrir reykingu eða matseld af ýmsu tagi. „Við gætum þess vandlega að fóðra ekki fiskinn í hálfan mánuð til þrjár vikur fyrir slátrun sem þýðir að hann verður þéttari í sér, fær betra bragð og minni olía er í holdinu. Þá er regnbogasilung- urinn litsterkari en annar bleikur fiskur og það má greina það á bragðgæðunum hvað fiskurinn okkar er alinn á góðu fóðri frá Laxá.“ Regnbogasilungurinn getur ekki spillt laxveiðiám Stækkun fiskeldisins í Önundar- firði býður upp á verulega aukn- ingu í umsvifum ÍS 47 og væntir Gísli þess að störfum hjá fyrir- tækinu fjölgi í hlutfalli við fiskinn í kvíunum. Hann reiknar með að lífmassinn í fiskeldinu aukist hratt og sótti fyrirtækið nýlega um leyfi til enn frekari stækkunar en burðarþol Önundarfjarðar er áætl- að 2.500 tonn og ekkert annað fyrirtæki nýtir fjörðinn. Sam- kvæmt útreikningum Byggða- stofnunar má reikna með að tíu ný störf verði til fyrir hver þúsund tonn í fiskeldi. Gísli segir ekki útilokað að skipta úr regnbogasilungi yfir í lax enda verði fyrirtækið að fylgja merkjum markaðarins eins og aðr- ir. „Það væri þó ekki óskastaða, en á móti kemur að það væru ef- laust fleiri í regnbogasilungseldinu ef það væri arðbærara.“ Greiðlega gekk að fá leyfi til að stækka eldið en Gísli segir vert að skoða hvort fyrirtæki sem þegar eru með rekstur í fjörðum eigi að njóta forgangs ef þau vilja auka umsvif sín. Eins sé vert að athuga hvort liðka megi fyrir eldi á regn- bogasilungi í sjókvíum á þeim svæðum þar sem hagsmunaaðilar hafa áhyggjur af að óhöpp við eldi á laxi geti spillt laxveiðiám. „Þau seiði sem við kaupum hafa verið meðhöndluð þannig að regnboga- silungurinn getur ekki fjölgað sér og gæti því ekki valdið usla í líf- ríkinu. Gerðar hafa verið tilraunir með eldi á ófrjóum laxi en þær eru ekki komnar jafn langt. Á meðan svo er gæti það sætt ólíka hagsmuni að rækta regnbogasil- ung í stað lax á viðkvæmum svæð- um.“ Gísli hjá ÍS 47 hefur mikla trú á regnbogasilungi en lokun Rússlandsmarkaðar olli verðlækkun og öflug markaðssetning hefur hækkað verð á eldislaxi. Fagmennska einkennir fiskeldið hjá ÍS 47 og gæðin eins og best verð- ur á kosið: „Við gætum þess vandlega að fóðra ekki fiskinn í hálfan mánuð til þrjár vikur fyrir slátrun sem þýðir að hann verður þéttari í sér, fær betra bragð og minni olía er í holdinu,“ útskýrir Gísli. „Ég man vel þegar ég var staddur á rækjuveiðum í Kolluál þegar Einar Valur Krist- jánsson hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hringir í mig og spyr hvort ég hafi áhuga á að veiða fyrir þá þorsk í dragnót til að nýta til áframeldis,“ segir Gísli söguna. Væri ekki óskastaða að skipta yfir í lax

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.