Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Ómar Garðarsson fréttaritari í Vestmananeyjum R agnar Þór Jóhannsson, líka nefndur Raggi togari, er 32 ára og kemur úr öllum áttum. Eigum við ekki að segja það þannig. Aðallega sjómað- ur, smáútgerðarmaður, ekki stór og hef aldrei farið hefðbundnar leiðir. Er í raun alfarið á móti þeim. Það virkar fyrir suma en ekki fyrir mig. Verð að gera hlutina á minn hátt eða alls ekki. Það er áhugaverðasti þátt- urinn í lífinu; að fara sína eigin leið. Ég er bara með eina reglu; gerðu það með stæl eða slepptu því. Það á ekki síst við um útgerð og það sama gerði maður þegar maður fékk sér í glas,“ segir þessi vaski sjómaður sem byrjaði snemma til sjós. „Ég var nýorðinn 17 ára þegar ég missti mömmu. Var löngu byrjaður á sjó á þeim tíma. Hún dó 25. janúar 2006 og ég á loðnu fyrir norðan land þegar ég fæ kall um að þetta sé að verða búið. Ég rétt næ hingað til Eyja um morguninn og hún deyr um kvöldið. Það var með ólíkindum að ég skyldi ná að kveðja hana mömmu mína. Hún hét Júlía Ólöf Bergmanns- dóttir og fór alltof fljótt.“ Þetta hefur verið mikið áfall fyrir ungan mann? „Já. Það var áfall og setti gott strik í reikninginn en lífið varð að halda áfram en allt tekur þetta tíma.“ Fimmtán ára á sjó Ragnar fór á sjóinn strax eftir grunnskóla, 15 ára gamall. Hafði reyndar ekki aldur en um haustið réð hann sig á Gullberg VE sem seinna varð Kap VE eftir að Vinnslustöðin keypti út- gerðina. Fylgdi Ragnar með í kaupunum. Honum líkaði vel á sjónum þótt sjóveikin plag- aði hann fyrstu árin. „Það er skemmtilegast að vera á nótinni, mesta fjörið og mest um að vera. Mikið í húfi með hvert kast. Fannst þetta spennandi og mér líkaði líka vel á netum. Mesta spennan á nót og netum og miklar tekjur.“ Upp á líf og dauða við Færeyjar Ragnar lenti í slagvaski við Færeyjar á gömlu Kap þar sem þeir voru á landleið með 1.000 tonn af kolmunna. Þetta var í apríl 2015. Sex til átta metra ölduhæð, hávaðarok, 20 til 30 metrar og fiskidæla frammi á losnar. Þeir fara þrír út að festa dæluna. „Það var slegið af og ég er að taka í pokaspilið frammi á hvalbak til að skorða dæluna af. Þá kemur brotsjór fyr- irvaralaust framan á bátinn sem fer á bólakaf. Ég þrykkist áfram eins og bíll hafi keyrt á mig á 100 km hraða. Ég næ að vefja mér utan um rekkverkið, set höndina fyrir andlitið og hún brotnar í tvennt. Önnur löppin þvælist ein- hvern veginn inn í rekkverkið og er í kássu.“ Þarna var þetta spurning um líf og dauða og Ragnar fann að hann var illa slasaður en það var bara einn kostur í stöðunni; að koma sér niður af hvalbaknum. „Það eina sem ég hugs- aði á meðan ég var að reyna að ná andanum aftur var: Ef þú kemst ekki niður núna ertu dauður. Á næsta augnabliki labba ég niður stigann. Um leið og ég er kominn undir bakk- ann og veit að ég er kominn í skjól hníg ég nið- ur. Allt gaf sig en þarna hugsaði ég: Stattu þig drengur. Þú átt einn séns, annars ertu dauður. Þetta hugsaði ég á meðan ég var í kafi, vafinn utan um rekkverkið og allur brotinn.“ Næst var að koma Ragnari í skjól og haft var samband við Landhelgisgæsluna sem ekki gat sent þyrlu vegna veðurs og stefnan tekin á Færeyjar. „Ég var bara strappaður niður á börum við matarborðið. Öskubakki á bring- unni á mér og sígarettupakkinn og kveikjari við hliðina,“ segir Ragnar hlæjandi. „Þar lá ég í tólf klukkutíma með brúsa til að pissa í. Það var ákveðin upplifun get ég sagt þér en þeir hugsuðu vel um mig strákarnir.“ Í Þórshöfn var Ragnar lagður inn á sjúkra- hús þar sem gert var að sárum hans og aðgerð gerð á fæti og handlegg. Eftir tvo mánuði var Ragnar kominn á sjóinn aftur. „Ég var ekki hræddur að byrja en auðvitað situr þetta í manni. Gerir mann líka varkárari ef eitthvað er,“ segir Ragnar og er þetta ekki í eina skipt- ið sem hann hefur horfst í augu við dauðann á sjónum. Sjórinn fossaði inn og engar lensur „Lubban sökk undan mér fyrir einu eða tveim- ur árum. „Ég var fenginn til að fara á skytterí með Leó Snæ Valgeirsson, Jógvan Hansson söngvara og Friðrik Smárason lögfræðing. Við vorum komnir lengst vestur fyrir Eyjar þegar allt í einu kemur gat á bátinn. Sjórinn fossaði inn og engar lensur virkuðu og allt sló út.“ Þannig byrjuðu vandræðin en þau áttu eftir að aukast. Lensurnar virkuðu ekki og var aus- ið með fötu um leið og siglt var á hægri ferð til Eyja. Kominn var austankaldi, beint í nefið, og ekki fýsilegt að fara fyrir Klettsnefið á bát sem var að sökkva í þess orðs fyllstu merk- ingu. Kallað var eftir aðstoð. „Þeir ausa og ausa en hafa ekki undan. Ég vissi að ég yrði í vandræðum þegar ég var kominn fram hjá Faxaskeri.“ Söngvarinn mikli ætlaði ekki að deyja Ragnar sér að Jógvan er ekkert farið að lítast á þetta. „Hann kemur inn í stýrishús til mín á meðan hinir eru að ausa. Þá byrjaði ég að syngja: Ó María mig langar heim. Ég gleymi ekki svipnum á honum. Ég einn lélegasti söngvari sem uppi hefur verið en Jógvan lista- söngvari eins og við öll vitum. Hann horfir á mig og segir með sínum færeyska hreim: „Raggi, ég skal láta þig vita af því að ég er ekki að fara að deyja núna. Ég kom með alltof mik- ið brennivín með mér til Vestmannaeyja.“ Þeir misstu fötuna og Ragnar skipar öllum í björgunarvesti og lætur gera björgunarbátinn kláran. Þá var staðan orðin svört. Hann sendir út neyðarkall; erum að fara niður við Klett- snefið. „Lubban, eins og kafbátur og stefnið, komin á kaf. Ég horfi á rafmagnstöfluna og hugsa: Hvenær fer hún í kaf? Sjálfur stóð ég í sjó upp á mið læri.“ Þegar þeir koma fyrir Klettinn er bara eitt í stöðunni; að sigla bátnum upp í fjöru utan við höfnina í Eyjum. Og enginn þeirra dó. Draumur um trillu Þá er komið að tímamótum í lífi Ragnars, hann hætti að drekka, er með fjölskyldu, og síðast en ekki síst kominn í útgerð. Hann hafði lengi dreymt um að fara í trilluútgerð og skellti sér í skóla til að ná sér í réttindi. Það var fyrsta skrefið og árið 2017 er hann kominn í útgerð með vinum sínum Ágústi Halldórssyni og Daða Ólafssyni. Þeir kaupa bát, sem nefndur er Júlía eftir móður Ragnars. „Það reyndist mjög áhugavert en þarna fékk ég tilgang í líf- inu. Það breyttist allt mitt viðhorf, mér fannst þetta gaman og kolféll fyrir þessum smáút- gerðarbransa. Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að vera trillusjómaður,“ segir Ragnar, sem stóð einn eftir í útgerðinni eftir að að- stæður breyttust hjá félögum hans. Eftir eitt ár stækkar hann við sig og er kom- inn á hörkubát, níu metra, 8,28 brúttótonna Cleopötru 31. „Fyrsti báturinn sem við keypt- um var 1980-árgerð af Skagstrendingi. Rétt rúmir 6 m og með 20 ha Bukh-vél. Sá nýi, sem ég keypti í mars, er með 400 ha Yamaha-vél, yfirbyggður og með öllum þægindum. Tölu- verð breyting en nauðsynleg því síðasta sum- arið á gamla bátnum hugsaði ég: Ef þú ætlar að lifa þetta af skaltu kaupa þér stærri bát. Þú ert alltof kaldur karl til að róa á opnum bát. Slappst nokkrum sinnum með skrekkinn en þú ert ekki endalaust heppinn,“ segir Ragnar Þór sem horfir björtum augum til framtíðar. Allt eða ekkert Hann stundar strandveiðar á sumrin og gerir út á leigukvóta á veturna. Er kominn á fullt í félagsmálin sem formaður Farsæls, félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjum. „Ég hef trú á því að með dugnaðí og vinnu komistu áfram í lífinu. Þú verður að leggja allt þitt í þetta, allan frítíma, allan þinn pening til þess að eignast eitthvað eftir tíu ár. Þú ert skip- stjórinn, vélstjórinn, hásetinn, reddarinn í landi og með bókhaldið. Ég er tilbúinn. Alveg eins og þegar ég hætti að drekka og eignaðist peyjann minn. Það er annaðhvort allt eða ekk- ert.“ Ragnar tók við formennsku hjá Farsæli í október og segir að þar sé verk að vinna. „Efst á blaði eru strandveiðarnar þar sem við viljum tryggða 48 daga á ári. Það fái allir sína tólf daga í mánuði. Þarna gildir eitt skref í einu, við gleypum ekki heiminn en förum þetta í smá- skrefum. Það voru 18 á strandveiðum frá Eyj- um í sumar og hafa aldrei verið fleiri. Og þetta er svo gaman. Ég líki þessu við þegar ég var að fara í lunda í Elliðaey þegar ég var peyi. Sama tilfinningin, veiðitilfinningin sem maður fékk sem peyi. Sama hvort það er fugl eða fiskur, skiptir ekki máli,“ segir Ragnar Þór Jóhanns- son af sannfæringu og krafti sem er hans aðal. En hvað um kvótakerfið? „Það er ekki full- komið en á meðan það er við lýði verður maður að vinna með því en ekki móti.“ „Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að vera trillusjómaður“ Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Ragnar Þór Jóhannsson missti móður sína ungur, tók slaginn við Bakkus og hafði betur. Hefur oftar en einu sinni komist í hann krappan. Horfst í augu við dauðann og var nálægt því að drekkja sameiginlegri þjóðargersemi Íslands og Færeyja. Nú er hann kominn í útgerð og með konu og barn, Bjarteyju Kjartansdóttur og soninn Líam, og horfir björtum augum til framtíðar. Ragnar Þór Jóhannsson eða Raggi togari hefur marga fjöruna sopið. Sjómennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík Sími 599 1450 sjomennt@sjomennt.is Átt þú rétt á styrk ? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.