Morgunblaðið - 12.12.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 12.12.2020, Síða 28
lega tengt kórónuveirufaraldrinum. Það voru 53 útköll á stóru skipunum sem er nokkuð undir meðaltali fyrri ára,“ segir Örn Smárason, verk- efnastjóri sjóbjörgunar hjá Lands- björg. Hann segir að þessa breytingu megi meðal annars rekja til þess að ferðamönnum hafi fækkað mikið. „Björgunarskipið á Ísafirði hefur mikið verið að sinna sjúkraflutn- ingum af skemmtiferðaskipum og eins leit og björgun í Horn- strandafriðlandinu, þeir fara úr næst- um þrjátíu útköllum í fyrra niður í níu. Þrátt fyrir að útköllin [á lands- vísu] séu enn nokkuð mörg þá erum við ánægð með að alvarleiki útkall- anna hefur verið eilítið minni í ár en í fyrra.“ Örn segir alveg ljóst að af öllum verkefnum ársins standi upp úr um- fangsmikil leit að skipverja sem féll útbyrðis 18. maí þegar fiskiskipið sem hann var á var á leið til hafnar á Vopnafirði. „Það fór gríðarlega mikill tími í skipulag á leitinni og tóku þátt þrjú stór björgunarskip og átta minni bjargir í leit í um þrjá daga. Þetta var skelfilegur atburður og flókið verk- efni, kallaði á mikinn mannafla. Sennilega voru um 90 manns í verk- efninu að leita á sjó og á landi á sama tíma þegar mest lét.“ Í aðgerðunum komu við sögu björgunarbátar og -skip, drónar, flug- vél Landhelgisgæslunnar og neðan- sjávardróni. Fjörur voru gengnar beggja vegna fjarðarins og svæði tví- leituð. Allt kom þó fyrir ekki og til- kynnti lögreglan á Austurlandi 25. maí að skipulagðri leit væri hætt án þess að skipverjinn kæmi í leitirnar. Faraldurinn truflar félagsstarf Kórónuveirufaraldurinn truflaði sem betur fer ekki björgunargetu félags- ins á árinu, að sögn Arnar. „Við erum búin að vera með hugann mikið við þetta og fórum strax mjög skilvirkt í það að koma til okkar fólks leiðbein- ingum um búnað og persónuvarnir. Í sjóbjörgun hefur blessunarlega lítið reynt á þetta en menn hafa nýtt hanska og grímur. Sem betur fer hafa sjúkraflutningar á sjó hitt einmitt á þann tíma sem eru lægðir í faraldr- inum, en mest var af þeim í sumar. Við höfum verið mjög heppin hvað þetta varðar og sem betur fer ekki þurft að fara í nein Covid-tengd verk- efni.“ Hann segir hins vegar að kórónu- veirufaraldurinn hafi haft áhrif á allt félagsstarf og æfingar. „Það er auð- vitað bagalegt, en menn eru hringinn Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is F jöldi útkalla er svipaður og í fyrra. Þeim hefur fækkað meira hjá stóru björgunar- skipunum okkar, sem er að einhverju leyti alveg klár- um landið að einbeita sér að því að halda sér útkallshæfum og draga því mikið úr innra starfi, æfingum og öðru slíku. Þó svo að við munum ná okkur aftur á strik er ekki gott að geta ekki haldið öllu við eins og venju- lega.“ Slysavarnir sjómanna Þá segir hann að helstu verkefni næsta árs verði áætluð endurskoðun á námsefni félagsins auk þess sem mikilvægt sé að leggja áherslu á slysavarnir sjómanna og minna á neyðarrásina. Stefnt hefur verið að umfangsmik- illi endurnýjun björgunarflota félags- ins. Spurður hvort faraldurinn hafi haft áhrif á þau áform, svarar Örn: „Í sannleika sagt þá óttuðumst við í mars að þurfa að gera algjört hlé á því verkefni og bjuggum okkur undir það. En í sumar ákvað ríkisstjórnin að aðstoða okkur við að endurnýja þrjú af þrettán stóru björgunar- skipunum. Það er vissulega minna en við vonuðum en við erum mjög fegin yfir þeim stuðningi sem þó er og nú er verið að ljúka við útboðsgögn vegna útboðs sem fer í gang strax á næsta ári.“ Morgunblaðið/Eggert Alvarlegum útköllum fækkaði Útköll björgunarskipa og -báta Landsbjargar 2016 til 2020 Heimild: Landsbjörg *Það sem af er ári 2020 2016 2017 2018 2019 2020* Stærri skip 61 64 64 91 53 Minni skip og bátar 56 75 83 106 96 Samtals 117 139 147 197 149 Breyting milli ára 22 (19%) 8 (6%) 50 (34%) -48 (-24%) 200 175 150 125 100 197 149 147 139 117 Örn Smárason segir útköll björgunarskipa og -báta á landsvísu nokkuð mörg þrátt fyrir að hafa fækkað milli ára. Umfangsmikil leit var í Vopnafirði í maí eftir að skipverji féll útbyrðis. Útköllum sjóbjörgunarsveita fækkaði nokkuð milli ára og má meðal annars rekja þá þróun til færri ferðamanna. Verkefnin voru þó næg hjá björg- unarsveitarmönnum. 28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.