Aðventfréttir - mar 2014, Qupperneq 5
5
„Hjálp! Mér er annt um
kirkjuna mína!“
-Gildi einingar og hvernig efla má hana-
M
A
R
S 2014
„Ég er ókunnur orðinn … sonum
móður minnar. Vandlæting vegna húss
þíns hefur tært mig upp“ (Sl 69.9,10).
Maður nokkur snéri sér að mér
varfærnislega í kynningarbás þýska
bókaforlags Sjöunda dags aðventista.
Margt fólk kom þar að og leit á bækur
okkar og sérstök bókatilboð. Eftir að
hafa blaðað gegnum nokkrar bækur
náði hann upp hugrekki til að tala
við mig. Hann vildi vita hvort ég teldi
að kirkja okkar stæði frammi fyrir
alvarlegri kreppu. Því næst hóf hann að
telja upp allt sem hann taldi vera að—í
heimasöfnuði hans og í kirkjunni um
allan heim. Áður en mér gafst tækifæri
til að svara gekk hann á brott.
Þetta samtal minnti mig á Sl 69.9,10.
Augljóslega er fólk á meðal okkar sem
líður eins og Davíð þegar hann samdi
þennan sálm. Þau hafa svo miklar
áhyggjur af kirkjunni að maður hlýtur
að hafa áhyggjur af þeim. Að lokum
leiðir þetta til þess að sumir skilja sig
frá bræðrum sínum og systrum.
Margar birtingarmyndir
kirkjunnar
Er það gagnlegt að hafa áhyggjur af
framtíð kirkju okkar? Það er alla vega
mannlegt að hafa áhyggjur af því sem
manni er annt um.
Sumir Aðventistar bera kirkjuna
saman við barn á leikskólaaldri. Í
þeirra augum er kirkjan óþroskuð,
ófagmannleg og stöðuglega að gera
mistök. Stjórnendurnir er annað hvort
vanhæfir eða ofhlaðnir verkefnum.
Og hinn almenni safnaðarþegn er
ekki mikið betri. Þá er hægt að hrekja
í þessa átt eða hina „með hverjum
kenningarvindi” (sjá Ef 4.14), eru
sjálfum sér ósamkvæmir í göngu sinni
með Jesú, eða eru öfgafullir.
Aðrir líkja kirkjunni við táning á
gelgjuskeiði. Hræðileg tónlist er leikin,
það er stöðuglega verið að prófa
eitthvað nýtt og óorði er komið á hefðir
eða þeim afneitað með öllu. Aðeins eitt
er til ráða – kjarnmikil prédikun sem
beinir öllum sem afvega hafa farið
tilbaka á rétta (hina gömlu) leið.
Enn aðrir sjá kirkjuna sem fullorðinn
einstakling sem hugsar mest um eigin
starfsferil. Það er fjölmargt að gerast
innan safnaðarins en afskiptaleysi
útávið í samfélaginu einkennir
söfnuðinn. Boðunarstarf? Höfum
ekki tíma til þess. Þjónusta fyrir aðra?
Því miður, engir sjálfboðaliðar eru til
þar eð allir eru uppteknir við að halda
safnaðarstarfinu gangandi.
Að lokum, sumir líta á kirkjuna sem
þrjóskan gamlan mann sem streitist
við að haldi öllu í horfinu. Sérhver
tilraun til að aðlagast breyttum tímum
er grunsamleg. Umbreyting er litin
hornauga.
Hvað er kirkjan þá?
Það orð sem Nýja testamentið notar
fyrir kirkju (ekklesia, „þeir sem kallaðir
eru út“) var notað yfir söfnuð fólks.
Kirkjan snerist um samfélag (P 2.42),
tilbeiðslu og þjónustu við aðra (1Pt
4.10). Kirkjan er farvegur Guðs til að
breiða út góð tíðindi (1Pt 2.5-12). Þeir
sem áður þekktu ekki Guð umbreytast
og verða helgaðir lærisveinar sem nýta
andlegar gjafir sínar og hæfileika til að
framkvæma verkáætlun og þjónustu
kirkjunnar.
Kirkja er hvorki steinrunnin stofnun
eða bygging; hún er lifandi lífvera
og þar af leiðandi er ekki auðvelt að
lýsa henni með einu orði eða einni
skýringarmynd. Það er því ekki
undarlegt að ritarar Biblíunnar nota
margar myndir til að útskýra eðli
kirkjunnar: Henni er lýst m.a. sem
„hjörð“ (Jh 10; P 20.28), „heilagri
þjóð“ og „konunglegu prestafélagi“
(1Pt 29), eða sem „brúði“ Krists (sjá
2Kor 11.2; Ef 5.22-32; Opb 19.7; 21.9;
22.17).
Frægasta skýringarmyndin hlýtur þó
að vera „líkami Krists“ (Ef 4.11-16).
Kristi er lýst sem höfði þessa líkama
og meðlimir kirkjunnar – í samræmi
við gjafir þeirra og hlutverk – limir
líkamans. Þessi skýringarmynd leggur
áherslu á einingu líkama Krists, byggir
á því að allir limir líkamans uppfylli
það hlutverk sem þeim hefur verið
veitt af Guði. Mátturinn sem knýr allt
þetta er kærleikur.
Eining kirkjunnar
Mörgum sem er annt um kirkjuna
meta einingu hennar út frá bindingu
milli þegna hennar. En úr hverju er
eining kirkjunnar gerð? Hollenskur
guðfræðingur hefur orðað þetta á
hagnýta hátt sem ég dreg saman
á eftirfarandi hátt: Umfjöllun um
kirkjuna snýst ekki um að við setjum
fram okkar skoðanir á því hvernig
kirkjan ætti að vera. Kirkjan er eitt og
einingu trúarinnar ætti að taka sem
gefinni – þrátt fyrir sýnilega óeiningu
oft á tíðum – því kirkjan er í raun í
eðli sínu og uppruna eitt. Þrenningin
er táknmynd um einingu kirkjunnar.
Eining er bæði gjöf og hlutverk, gjöf
og ábyrgð, raunveruleiki og ábyrgð.¹
Á sama hátt og mannslíkaminn er ein
heild, þannig einnig er kirkjan eitt.
Eining í fjölbreytileika – án
takmarkana?
Í apríl 2002 settu Aðalsamtök sjöunda
dags aðventista fram megin gildi í
stjórnun heimskirkjunnar, sem voru:
Vöxtur, eining og gæði lífs. Þó við gefum
okkur samnefnara kenningarinnar
og sameiginlegs skipulags þá
viðurkennum við að munur á
kynþáttum og menningarbakgrunni
aðgreinir safnaðarfólk.² Satt best að
segja eru kirkjur okkar og kirkjuþegnar
afar mismunandi þó líka sé margt sem
þau eiga sameiginlegt.
Jafnvel manslíkaminn (og þá
líkami Krists sem táknar kirkjuna)