Aðventfréttir - mar. 2014, Blaðsíða 8
8
Samþykktir og bókanir stjórnar
Stjórnarmenn undirrituðu yfirlýsingu um hagsmunaárekstur.
Samþykkt fjárhagsáætlun Kirkjunnar 2013.
Eric greindi frá fyrsta fundi vinnuhóps v/ofbeldismála.
Að veita Stefáni Rafni Stefánssyni styrk vegna
búslóðaflutninga frá Bandaríkjunum til Íslands.
Enn er engin sala hjá leigjendum malarnámu Kirkjunnar
þar sem útflutningurinn var grunnur að áætlun þeirra.
Vandamálið liggur í óhagstæðri kornastærð efnis í námunni
til útflutnings og í flutningi efnis og geymslu við Þorlákshöfn.
Að veita Suðurhlíðarskóla styrk sem nemur verði flugmiða
fyrir Frode Jakobsen til Noregs, þar sem hann mun sækja
kennararáðstefnu á vegum Aðventkirkjunnar í Noregi.
Skólinn mun sjá um kostnað vegna uppihalds og ferða
innanlands.
Að veita Sigrúnu Ruth López Jack styrk úr náms- og
ferðasjóði Kirkjunnar vegna væntanlegs náms hennar á
biblíuskóla í Bandaríkjunum næsta haust. Þar sem hún fékk
styrk í fyrra, mun styrkur hennar nema mismuninum á þeim
styrk sem hún fékk í fyrra og mögulegum styrk vegna náms í
biblíuskóla.
Móttekið bréf frá Ómari Torfasyni. Efni bréfsins tengist
túlkun aðventhreyfingarinnar á bibíutextum og biður hann
um að prestar Kirkjunnar á Íslandi taki efnin fyrir og komi
með álit.
Að veita Hafnarfjarðarsöfnuði styrk úr útbreiðslusjóði vegna
framkvæmda safnaðarins til að gera upptökur og beinar
útsendingar mögulegar í Loftsalnum. Að veita styrk upp á
50% af áætluðum kostnaði .
Að Randal Jay Cameron verði ræðumaður á ungmennamóti
sem haldið verður í Hlíðardalsskóla 5.-7. apríl 2013.
Að Kirkjan greiði kostnað vegna Sigurnámskeiðs Chad og
Fadiu Kreuzer, sem er leiga á sal, auglýsing og hressing.
Lagt var fram fjárhagsyfirlit Kirkjunnar fyrir janúar-
desember 2012.
Kirkjan tekur kostnað á sig að fullu vegna nauðsynlegrar
viðgerðar á þaki Suðurhlíðarskóla og endurgerðar
listgreinastofu, vegna fjárhagslegrar stöðu skólans. Samtals
kostnaður á árinu 2012 var kr. 13.276.819.
Stjórnarmenn ræddu stöðu mála varðandi vígslu kvenna
innan aðventhreyfingarinnar og fengu í hendur erindi
frá SED til Aðalsamtakanna (frá árinu 2010) varðandi
forystuhlutverks og prestvígslu kvenna. Sem stendur starfar
nefnd á vegum Aðalsamtakanna sem skoðar vígslumál og
mun hún koma með álit til aðalfundar Aðalsamtakanna árið
2015. Það er ósk SED að kirkjur og sambönd bíði með að
vígja konur þar til niðurstaða kemur frá nefndinni. Kirkjan á
Íslandi vill vera samstíga SED í þessum málum.
Að Sigrún Ruth López Jack hættir störfum 6. maí sem ritari
á skrifstofunni og ræstitæknir, þar sem hún fer til náms
erlendis.
Að Kirkja sjöunda dags aðventista taki þátt með öðrum
trúfélögum að stofna formlegt félag sem heldur utan um
starfsemi fagráðs vegna kynferðisbrotamála. Félagið, sem
heitir Félag um fagráð og forvarnir (FUFF), mun einnig
standa að forvarnarstarfi.
Að kostnaður vegna útgáfu bókarinnar Getum við enn trúað
Biblíunni? verði tekinn úr erfðafjársjóði.
Að Kirkjan láti athuga hvort hægt sé að fá skaðabætur vegna
1) þakskemmda (sem eru tilkomnar vegna lélegs frágangs við
byggingu hússins) og 2) lélegum frágangi á bókasafni (nýtt
sem listgreinastofa).
Að setja aldurstakmark á styrkveitingu úr ferða- og
námssjóði, þannig að þeir sem eru á aldrinum 13-32 ára geti
sótt um styrk úr sjóðunum. Þetta er samþykkt með tilliti
til þess að sjóðurinn var upphaflega stofnaður með það að
markmiði að hjálpa ungu fólki að komast í biblíuskóla eða
á andleg mót sem veitir þeim andlega eflingu og innsýn í
heimskirkju okkar.
Að styrkja eftirfarandi einstaklinga úr ferða- og námssjóði
Kirkjunnar vegna ferðar á æskulýðsmót í Serbíu sumarið
2013: Karel Candi, Jón Steinar Arnarson, Marel Arnarson,
Daníel Þór Þorgrímsson, Freyja Rut Garðarsdóttir og Leó
Blær Haraldsson.
Að greiða Maríu Ericsdóttur fyrir flugkostnað og vinnu
vegna verkefnisins Biblían í þrívídd.
Að kostnaður Kirkjunnar vegna verkefnisins Biblían í þrívídd
verði tekinn úr útbreiðslusjóði.
Að færa kr. 500.000 úr útbreiðslusjóði í ferða- og námssjóð.
Stjórnin ræddi erindi frá safnaðarstjórn Reykjavíkursafnaðar
varðandi húsnæðismál. Reykjavíkursöfnuður sér fram á
mikinn kostnað í viðhaldi kirkjubyggingarinnar. Einnig
er byggingin óhentug á marga vegu, m.a. safnaðarheimili,
aðstaða fyrir barnastarf og bílastæði.
Borin er fram sú tillaga að samkomur verði lagðar af í
Ingólfsstræti, en að safnaðarstarf Reykjavíkursafnaðar verði
fært í núverandi og ný húsakynni við Suðurhlíðarskóla. Í
erindinu kemur fram að aðgerð sem þessi gæfi tilefni til þess