Aðventfréttir - mar. 2014, Blaðsíða 12
12
Kenndu börnunum þínum
Samkvæmt grein úr Forbes Magazine,
20. maí 2011 veita nærri 60 prósent
foreldra fullorðnum börnum sínum
fjárhagslegan stuðning. „Mest af
stuðningi foreldra fer í húsnæði (50%),
framfærslu (48%), samgöngukostnað
(41%), tryggingar (35%), vasapeningar
(29%) og læknisreikninga (28%).1 Hvað
er að þessu fyrirkomulagi?
Það munu alltaf vera tímar þar sem
hálf-fullorðin börn okkar þurfa á okkar
hjálp að halda. En er einhver leið til
þess að kenna ungum börnum okkar
skynsama peningastjórnun þegar
þau vaxa úr grasi svo þau geti verið
undirbúin og þannig forðast það sem
mest að þau verði háð foreldrum sínum?
Í starfi okkar sem uppalendur þriggja
barna þar til þau urðu fullorðnir
einstaklingar höfum við Lois lagt
áherslu á þrjú atriði sem við mælum
mjög mikið með til að kenna börnum
peningastjórnun á þann hátt sem er í
samræmi við vilja Jesú:
1. Notið vasapeninga til þess að kenna
skynsamlega meðferð á peningum.
Þegar börnin okkar urðu þriggja ára
byrjuðum við að gefa þeim 1 dollar í
vasapening á mánuði sinnum aldur
þeirra. Þetta gerðum við til þess að þau
myndu læra að meðhöndla peninga.
Ég man eftir nokkrum af fyrstu
vasapeningslexíunum.
„Jakob, þú ert þriggja ára og við
ætlum að byrja að gefa þér vasapeninga.
Í hverjum mánuði þegar ég fæ launin
mín mun ég gefa þér 1 dollar fyrir
hvert ár sem þú ert orðinn gamall. Hér
hefur þú 3 dollara,“ sagði ég þar sem
við sátum saman við matarborðið. Það
voru þrír staflar af málmpeningum,
hver jafngildi 1 dollar. „Hversu mikið af
þessu tilheyrir Jesú?“ spurði ég. „Allt!“
sagði hann brosandi. „Það er rétt,“ sagði
ég. „Nú, úr hverjum af þessum stöflum
þurfum við að gefa 10 sent, 10 prósent
til Jesú og verkamanna hans um allan
heim. Það kallast ‚tíund.‘“ Ég hjálpaði
honum að taka 10 sent út hverjum stafla
og myndaði „tíundastaflann“.
„Næst þá færum við gjafir fyrir verk
Jesú. Byrjum með 5 sentum eða 5% úr
hverjum stafla.“ Við færðum þrjár fimm
sent myntir í nýjan stafla við hliðina á
„tíundastaflanum“.
„Nú þurfum við að láta pening í
sparnað. Þegar þú ferð út í búð með
mömmu og þú segir henni að þig langi
í eitthvað mun hún spyrja þig hversu
mikið þú átt í sparnaði. Við skulum
byrja með 15 prósent eða 15 sent úr
hverjum stafla. Við færðum peninga
yfir í „sparnaðarstaflann“.
„Restin af peningnum er til þess að
eyða. Villtu gefa meiri peninga fyrir
Jesú og verkamenn hans og starf?“
Þegar krakkarnir voru yngri færðu þau
fullt af sentum úr „eyðslustaflanum“ yfir
í „tíundastaflann“ og „gjafastaflann“. En
eftir því sem þau urðu eldri færðu þau
minna og minna yfir. Mér varð hugsað
til versins þar sem Jesús sagði „Nema
þið … verðið eins og börn, komist þið
aldrei í himnaríki“ (Mt 18.3).
Eftir því sem börnin urðu eldri
þróuðum við fleiri aðferðir:
Við sýndum þeim hvernig ætti að fylla
úr tíunda- og gjafaumslagið, að merkja
tíundina á réttu línuna og svo ákveða
hvernig þau vildu dreifa gjöfunum
sínum milli heimasafnaðarins og heims
Kirkjunnar.
Þegar þau vildu kaupa eitthvað sem
þau höfðu verið að safna sér fyrir
borguðum við þrjá hluta á móti einum
(við borguðum 75 prósent og þau
þurftu að borga 25 prósent) ef það var
eitthvað sem myndi hjálpa þeim að vaxa
andlega eða einn á móti einum ef það
var eitthvað hagnýtt. En þau voru ein á
báti ef það var eitthvað sem við töldum
að hefði ekki mikið gildi.
Ég greiddi þeim vexti sem voru
tvöfaldir á við venjulega bankavexti til
að hvetja þau til þess að spara.
Þau gátu beðið um að gera meiri
húsverk svo þau gætu unnið sér inn
auka pening.
Á hverju ári, eftir afmælisdaginn
þeirra, hækkaði vasapeningurinn þeirra
um 1 dollara á mánuði. Þegar þau svo
urðu um 16 ára sögðu þau kannski
eitthvað í áttina að „Heyriði nú, bara
16 dollara á mánuði?“ og við myndum
svara því: „Kannski er komin tími til
þess að þú leitir þér að vinnu!“
Á afmælum og jólum gáfu við þeim
hagnýta hluti eins og föt, bækur frá
Adventist Book Center (Bókabúð
aðventista) o.s.frv. auk annarra smáhluta
til að gleðja, og öðru hverju eitthvað
alveg sérstakt eins og hljómborð, gítar,
trommusett eða upptökuvél.
Þegar þau voru nógu gömul og nógu
ábyrg til þess að keyra og borga fyrir
bensín og tryggingar seldum við þeim
einn af gömlu bílunum okkar fyrir 200
dollara.
Við borguðum öll skólagjöldin þeirra
í aðventistaskólum út háskólann þar
sem við töldum að það væri besta
fjárfestingin sem við gætum fjárfest
í fyrir framtíð þeirra bæði andlega
og fjárhagslega. Við uppgötvuðum í
gegnum árin að „sá sem er trúr í því
smæsta, er einnig trúr í miklu“ (Lk
16.10).2
2. Gerðu „$1000 áskorunina“.
Þegar börnin okkar urðu um 5 ára
sögðum við þeim að ef þau myndu
aldrei nota tóbak, áfengi né ólögleg
fíkniefni myndum við gefa þeim 1000
dollara jafnvirði á tuttugu ára afmæli
þeirra. Hvers vegna? Vegna þess að við
vissum að flestar fíknir af þessum toga
myndast áður en fólk verður 20 ára.
Við hugsuðum að ef einhver reyndi
að þrýsta á þau til þess að prófa þessa
hluti gætu þau sagt að þau vildu ekki
peningastjórnun