Aðventfréttir - mar. 2014, Síða 11
11
M
A
R
S 2014
Heilsunámskeið í Loftsalnum
4) Er kirkjan sértrúarreglusamfélag („költ“)?
Að athuga hvort hægt verði að fá Daniel Duda sem fulltrúa
SED til að taka þátt í pallborðsumræðunum.
Að efna til vinnufundar sem fyrst með stjórn Kirkjunnar,
prestum, safnaðarstjórnum og öðrum áhugasömum
meðlimum Kirkjunnar varðandi boðunarátak Kirkjunnar. Að
fá fulltrúa frá SED til að vera á fundinum.
Að kaupa sundlaug fyrir Hlíðardalsskóla kr. 2.000.000,
og taka kostnaðinn úr HDS sjóði. Kostnaður vegna
uppsetningarinnar er áætlaður um 2.000.000 kr. og mun
Hlíðardalssetrið greiða þann hluta.
Eric og Elías tóku ekki þátt í samþykktinni.
Á fundi sínum 28. nóvember ´13 ákvað Samráðsvettvangur
trúfélaga (sem við aðventistar eigum sæti í) að senda frá sér
yfirlýsingu vegna aðfarar gegn múslímum á byggingarlóð
þeirra hér í borg þann 26. nóvember (svínahausum og
löppum var dreift um svæðið og svínablóði helt niður og
krosstákn gerð úr svínablóði og kórani ötuðum svínablóði
komið þar fyrir.)
Að Kirkja sjöunda dags aðventista setji nafn sitt undir þessa
sameiginlegu yfirlýsingu sem hljóðar svo:
Fulltrúar eftirtalinna trúfélaga, sem öll eiga aðild að
Samráðsvettvangi trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúarleg
efni og samstarfsaðilar þeirra, harma þá ólöglegu aðför að
byggingarlóð Félags múslíma á Íslandi, sem átti sér stað í gær
og undirstrika jafnframt mikilvægi þess, að allir virði fullt
trúfrelsi allra landsmanna.
Heilsunámskeiðið er nú haldið í sjötta
skipti og fer það nú fram í Loftsalnum,
Hafnarfirði. Það er í formi eins og hálfs
klukkutíma fyrirlesturs sem Adrian
heldur og er gestunum boðið upp á
matarsmakk í lokin. Síðar eru uppskriftir
sendar út á alla og ráðleggingar fyrir þá
sem vilja fara á ávaxtakúr.
Heilsa og heilbrigður lífsstíll hefur
vakið áhuga almennings undanfarin
ár og höfum við ekki farið varhluta
af því. 94 einstaklingar skráðu sig á
námskeiðið þegar það fékk umfjöllun
í Fréttablaðinu og einnig fréttu margir
áhugasamir af því á Facebook. Um
45-65 manns hafa verið að koma í
þau 3 skipti sem námskeiðið hefur
verið haldið og eru enn 3 skipti eftir.
Meginefni námskeiðsins er að útskýra
ágæti ávaxta, grænmetis, bauna, hneta
og korns, vara við neyslu dýraafurða
ásamt neyslu einfaldra kolvetna svo sem
hvíts sykurs og hvíts hveitis. Einnig fær
fólk fræðslu um neikvæð áhrif áfengis-
og kaffineyslu.
Síðast liðinn sunnudag 23. febrúar
var námskeiðsgestum ásamt öðrum
boðið upp á að horfa á heimildarmynd
um tengsl heilsu og mataræðis og var
mæting mjög góð en um 65 manns
mættu og nutu fræðslunnar.
Við viljum nota tækifærið og þakka
sérstaklega því góða fólki sem hefur
boðið okkur aðstoð sína, bæði núna og
í gegnum árin. Án þeirra væri þetta ekki
hægt. Á sama tíma viljum við hvetja
sem flesta til að koma á námskeiðið og
læra meira um heilsusamlegan lífsstíl
og einnig að minnast námskeiðsins í
bænum sínum. Lof sé Guði fyrir allar
hans blessanir og megi hann leiða þetta
starf, nú og í framtíðinni.
Vigdís Linda Jack