Aðventfréttir - mar 2014, Qupperneq 17

Aðventfréttir - mar 2014, Qupperneq 17
17 M A R S 2014 „Mér fannst ungmennamótið á Hlíðardalsskóla vera mjög skemmtilegt. Samkomurnar voru uppbyggilegar og áhugaverðar. Mark kom efninu vel til skila og maturinn hjá Stephanie var mjög góður. Það er alltaf gaman að koma á Hlíðardalsskóla og eiga góðar stundir með góðum vinum.“ Sigrún Ella „Mér fannst mótið frábært. Það var voða gaman að hlusta á Mark. Mér fannst hann tala um hluti sem söfnuðurinn þurfti að heyra og hann hélt athygli minni allan tímann“ Irene Anna „Maturinn var bara mjög fínn, félagsskapurinn frábær, samkomurnar fróðlegar, kvöldvakan skemmtileg og svo er bara alltaf gaman á Hlíðó .“ Kjartan Brynjarsson AudioVerse.org Ræður í hljóði og mynd Á AudioVerse má finna ótrúlegt safn af ræðum með því að velja ræðumann, ráðstefnu, mót eða efni og valkostirnir eru endalausir! Þar er bæði hægt að hlusta á ræðurnar á netinu en einnig er hægt að hala þeim niður til þess að hafa í tölvunni, MP3 spilaranum eða símanum. Vitnisburður frá Georgia, USA: „Þessi síða hefur breytt lífi mínu... SVO MARGIR RÆÐUMENN sem tala um allt það sem við þurfum að takast á við á þessari jörðu.”

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.