Aðventfréttir - Mar 2014, Page 19

Aðventfréttir - Mar 2014, Page 19
19 M A R S 2014 Matreiðslunámskeið með Stephanie Howard Heilsukvöldverður á Vopnafirði Þann 19. janúar 2014 var haldinn heilsukvöldverður í fjórða skiptið hjá gæða konum á Vopnafirði. Eftir að Vigdís og Adrian komu með heilsuboðskapinn hingað ákváðum við að halda okkur aðeins við efnið og koma stundum saman með heilsurétti, sem væru allvega lausir við dýraafurðir. Okkur öllum finnst þetta uppbyggjandi og skemmtilegt og ætlum að halda þessu áfram. Á myndinni erum við að fá okkur Birkite eftir að hafa borðað vel af góðum heilsuréttum, sem eru reyndar farnir af borðinu að mestu leyti. Anna Kjartansdóttir Um miðjan janúar átti sér stað þriggja daga matreiðslunámskeið á vegum Heilsu- og bindindisdeildar Kirkjunnar. Sú sem sá um að elda var Stephanie Howard sem gefið hefur út tvær matreiðslubækur, „Give them something better“ og „Kidlicious“. Mikill áhugi virtist vera á námskeiðinu sem var auglýst á facebook og með tölvupósti en nærri 90 manns skráðu sig. Þátttakendur voru bæði innansafnaðar jafnt sem utan og voru undirtektir mjög góðar. Stephanie tók fyrir þrenns konar þemu á þessum þremur dögum: 1) Hvað er hægt að nota í stað kjöts, 2) Hvað er hægt að nota í stað mjólkur og 3) Morgunverðarborðið. Kennslan fór þannig fram að Stephanie var með sýnikennslu og í lokin fengu áhorfendur að smakka það sem hafði verið sýnt. Við höfðum þó undirbúið okkur vel og eldað meira magn af mat fyrirfram svo nóg væri til handa öllum. Við erum þakklát henni Stephanie að hafa viljað koma til Íslands og deila með okkur af þekkingu sinni og vonum að margir hafi notið góðs af. Vigdís Linda Jack, deildarstjóri Heilsu- og bindindisdeildarinnar

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.