Aðventfréttir - mar. 2014, Síða 21
21
9. febrúar
Erindi: Ráðsmennska og ábyrgð, Eric
Guðmundsson
Tónlist: Kitty og Balázs
Hugvekja: Að elska þýðir að gefa val,
Manfred Lemke
12. febrúar
Erindi: Samskipti þegar á reynir, Víðir
Reynisson, deildarstjóri almannavarna
ríkislögreglustjóra
Tónlist: Kór Landakirkju
Hugvekja: Á meðan samskipti eru opin
er von, Manfred Lemke
14. febrúar
Erindi: Glæpir og forvarnir í ljósi
kristninnar, Geir Jón Þórisson, fv.
yfirlögregluþjónn höfuðborgarsvæðisins
Tónlist: Arnór og Helga
Hugvekja: Að lifa í Kristi er að leggja
frá sér óttann, Manfred Lemke
15. febrúar
Erindi: Að skilja eftir sig kristna
kynslóð, Þóra Sigríður Jónsdóttir
Tónlist: Unnur og Simmi
Hugvekja: Hvað gerum við á meðan við
bíðum? Höfum áhrif og vekjum von,
Manfred Lemke
Dagskrá
Heimildaöflun um Vestmannaeyjasöfnuð.
Aðventkirkjan vill í samstarfi við Kára Bjarnason, forstöðumann Bókasafns Vestmannaeyja kalla eftir
heimildum um Aðventsöfnuðinn í Vestmannaeyjum. Allt sem segir sögu einstaklinga og kirkjunnar í Eyjum
getur talist heimild, allt frá myndum, póstkortum til dagbóka. Bókasafn Vestmannaeyja hefur lýst sig reiðubúið
að varðveita gögn fyrir einstaklinga eða að útbúa afrit af gögnunum. Markmið söfnunarinnar er að búa til
heildstæða mynd af þessari merku sögu safnaðarins og kynna hana almenningi í lok nóvember n.k.
Þau sem telja sig hafa sendibréf eða aðrar heimildir, frá hvaða tímabili sem er, hafi vinsamlega samband við
Manfred. Einnig er fyrirhugað að taka viðtöl við Vestmannaeyinga til að safna frásögnum úr safnaðarlífinu.
M
A
R
S 2014